Bæjarstjórn
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Njörður Sigurðsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Ráðning bæjarstjóra
2403770
Lögð fram drög að ráðningasamningi við Pétur G. Markan í stöðu bæjarstjóra.
Klukkan 17:01 var gert fundarhlé.
Klukkan 17:06 hélt fundur áfram.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Klukkan 17:01 var gert fundarhlé.
Klukkan 17:06 hélt fundur áfram.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar leggur til að ráða Pétur G. Markan sem næsta bæjarstjóra Hveragerðisbæjar frá 1. maí 2024 til loka kjörtímabils 2022-2026.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu og bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans bjóða Pétur G. Markan velkominn til starfa og væntum góðs samstarfs.
Bæjarfulltrúar O-listans hafa lengi talað um það að það yrði að standa faglega að ráðningu bæjarstjóra og staðan auglýst, það kom líka skýrt fram í kosningaloforðum O-listans í aðdraganda síðustu kosninga. Þá kemur jafnframt fram í málefnasamningi O-listans og Framsóknar að staða bæjarstjóra skuli auglýst og ráðið í stöðuna á faglegum forsendum. Það vekur því furðu fulltrúa D-listans hvernig staðið er að ráðningu bæjarstjóra í þetta skipti, hefur það þó ekkert með þann sem hér er lagt til að verði ráðinn að gera, þvert gegn loforðum og málefnasamningi meirihlutans þó að vissulega megi reyna að fela sig á bakvið það að uppi séu sérstakar aðstæður.
Þá er ljóst að þessi þessi ráðningarsamningur, líkt og ráðningarsamningur við fyrrverandi bæjarstjóra, mun kosta sveitarfélagið töluverða fjármuni. Fyrrverandi bæjarstjóri Geir Sveinsson, sem starfað hafði í rúmt 1.6 ár, fékk við starfslok greidd laun í 6 mánuði og uppsafnað orlof sem samtals nam um 13.3 milljónum króna. Ráðningarsamningur við nýjan bæjarstjóra er til tveggja ára með sambærilegum uppsagnarákvæðum og gætu því starfslok tveggja bæjarstjóra Hveragerðisbæjar fyrir yfirstandandi kjörtímabil kostað sveitarfélagið meira en 26 milljónir króna, sé reiknað með kjarasamningsbundnum hækkunum og að bæjarstjórinn hætti störfum í lok kjörtímabilsins. Til samanburðar kostuðu starfslok Aldísar Hafsteinsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra til 16 ára, samtals um 16.6 milljónir króna árið 2022 sem voru laun í 6 mánuði, uppsafnað orlof og umsamdir akstursstyrkir.
Í ljósi þess að farið er eftir kjarasamning Fræðagarðs við Samband Íslenskra Sveitarfélaga, Fræðagarður heitir að vísu í dag Viska sem varð til við sameiningu Fræðagarðs og annarra stéttarfélaga árið 2023, þá leggja bæjarfulltrúar D-listans til að gagnkvæmur uppsagnarfrestur séu 3 mánuðir líkt og áðurnefndir kjarasamningar gera ráð fyrir. Fulltrúar O-listans væru þannig einnig sjálfum sér samkvæm myndu þau samþykkja þessa breytingu, en þegar að ráðningarsamningur var gerður við bæjarstjóra eftir kosningar 2018 lögðu þau einmitt til að uppsagnarfrestur væru 3 mánuðir og töldu það vera eðlilegt að gagnkvæmur uppsagnarfrestur væru eins og hjá öðrum starfsmönnum bæjarins.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Breytingartillagan borin upp og felld með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar minnihlutans með.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar lagði fram eftirfarandi bókun.
Okkar Hveragerði og Framsókn lýsa yfir ánægju með ráðningu Péturs G. Markan í starf bæjarstjóra Hveragerðisbæjar og bjóða hann velkominn til starfa. Pétur hefur viðamikla reynslu af stjórnun og opinberri stjórnsýslu. Hann hefur sinnt embætti biskupsritara og stýrt samskiptamálum kirkjunnar og verið sem slíkur hluti af yfirstjórn Þjóðkirkjunnar. Þar á undan var Pétur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og leiddi hagsmunabaráttu sveitarfélaga á svæðinu sem formaður fjórðungssambands Vestfjarða og formaður Vestfjarðarstofu. Ráðningarkjör Péturs eru sambærileg við kjör fyrrum bæjarstjóra að undanskildum styttri biðlaunarétti ef til uppsagnar kemur þar sem ráðningartími er styttri.
Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs er falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa meirihlutans, fulltrúar D-listans sátu hjá.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu og bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans bjóða Pétur G. Markan velkominn til starfa og væntum góðs samstarfs.
Bæjarfulltrúar O-listans hafa lengi talað um það að það yrði að standa faglega að ráðningu bæjarstjóra og staðan auglýst, það kom líka skýrt fram í kosningaloforðum O-listans í aðdraganda síðustu kosninga. Þá kemur jafnframt fram í málefnasamningi O-listans og Framsóknar að staða bæjarstjóra skuli auglýst og ráðið í stöðuna á faglegum forsendum. Það vekur því furðu fulltrúa D-listans hvernig staðið er að ráðningu bæjarstjóra í þetta skipti, hefur það þó ekkert með þann sem hér er lagt til að verði ráðinn að gera, þvert gegn loforðum og málefnasamningi meirihlutans þó að vissulega megi reyna að fela sig á bakvið það að uppi séu sérstakar aðstæður.
Þá er ljóst að þessi þessi ráðningarsamningur, líkt og ráðningarsamningur við fyrrverandi bæjarstjóra, mun kosta sveitarfélagið töluverða fjármuni. Fyrrverandi bæjarstjóri Geir Sveinsson, sem starfað hafði í rúmt 1.6 ár, fékk við starfslok greidd laun í 6 mánuði og uppsafnað orlof sem samtals nam um 13.3 milljónum króna. Ráðningarsamningur við nýjan bæjarstjóra er til tveggja ára með sambærilegum uppsagnarákvæðum og gætu því starfslok tveggja bæjarstjóra Hveragerðisbæjar fyrir yfirstandandi kjörtímabil kostað sveitarfélagið meira en 26 milljónir króna, sé reiknað með kjarasamningsbundnum hækkunum og að bæjarstjórinn hætti störfum í lok kjörtímabilsins. Til samanburðar kostuðu starfslok Aldísar Hafsteinsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra til 16 ára, samtals um 16.6 milljónir króna árið 2022 sem voru laun í 6 mánuði, uppsafnað orlof og umsamdir akstursstyrkir.
Í ljósi þess að farið er eftir kjarasamning Fræðagarðs við Samband Íslenskra Sveitarfélaga, Fræðagarður heitir að vísu í dag Viska sem varð til við sameiningu Fræðagarðs og annarra stéttarfélaga árið 2023, þá leggja bæjarfulltrúar D-listans til að gagnkvæmur uppsagnarfrestur séu 3 mánuðir líkt og áðurnefndir kjarasamningar gera ráð fyrir. Fulltrúar O-listans væru þannig einnig sjálfum sér samkvæm myndu þau samþykkja þessa breytingu, en þegar að ráðningarsamningur var gerður við bæjarstjóra eftir kosningar 2018 lögðu þau einmitt til að uppsagnarfrestur væru 3 mánuðir og töldu það vera eðlilegt að gagnkvæmur uppsagnarfrestur væru eins og hjá öðrum starfsmönnum bæjarins.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Breytingartillagan borin upp og felld með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar minnihlutans með.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar lagði fram eftirfarandi bókun.
Okkar Hveragerði og Framsókn lýsa yfir ánægju með ráðningu Péturs G. Markan í starf bæjarstjóra Hveragerðisbæjar og bjóða hann velkominn til starfa. Pétur hefur viðamikla reynslu af stjórnun og opinberri stjórnsýslu. Hann hefur sinnt embætti biskupsritara og stýrt samskiptamálum kirkjunnar og verið sem slíkur hluti af yfirstjórn Þjóðkirkjunnar. Þar á undan var Pétur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og leiddi hagsmunabaráttu sveitarfélaga á svæðinu sem formaður fjórðungssambands Vestfjarða og formaður Vestfjarðarstofu. Ráðningarkjör Péturs eru sambærileg við kjör fyrrum bæjarstjóra að undanskildum styttri biðlaunarétti ef til uppsagnar kemur þar sem ráðningartími er styttri.
Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs er falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa meirihlutans, fulltrúar D-listans sátu hjá.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:22.
Getum við bætt efni síðunnar?