Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Fundargerð bæjarráðs frá 19. janúar 2023
2301002F
Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 3 og 7.
Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Sandra Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Sandra Sigurðardóttir.
Liður 1 "Samningur við nemendur 7. bekkjar í Grunnskólanum í Hveragerði um umhverfishreinsun 2022-2023" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 2 "Samningur við 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði um aðstoð við skólastarf 2022-2023" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 3 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 7 "Fundargerð aukafundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 10. janúar 2023" afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir afgreiðslu bæjarráðs. Fulltrúar D-listans sátu hjá.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Liður 2 "Samningur við 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði um aðstoð við skólastarf 2022-2023" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 3 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 7 "Fundargerð aukafundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 10. janúar 2023" afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir afgreiðslu bæjarráðs. Fulltrúar D-listans sátu hjá.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
2.Fundargerð bæjarráðs frá 2. febrúar 2023
2301003F
Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10. janúar 2023
2212004F
Liður afgreiddur sérstaklega 4
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 4 "Reykjamörk 22, stækkun lóðar, heimild til skipulagsgerðar" afgreiddur sérstaklega.
Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir að bíða með að úthluta lóð bæjarins sunnan við Reykjamörk 22 þangað til að tillaga að breyttu deiliskipulagi, sem nú er í vinnslu, verði samþykkt til auglýsingar.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóma.
Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir að bíða með að úthluta lóð bæjarins sunnan við Reykjamörk 22 þangað til að tillaga að breyttu deiliskipulagi, sem nú er í vinnslu, verði samþykkt til auglýsingar.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóma.
4.Fundargerð umhverfisnefndar frá 30. janúar 2023
2301005F
Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Geir Sveinsson og Sandra Sigurðardóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5.Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar frá 24. janúar 2023
2302007
Liður afgreiddur sérstaklega 3.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 3a)Tillaga að breyttri gjaldskrá vegna fjárhagsaðstoðar. Bæjarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð verði hækkuð í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs (9,3%) frá og með 1. mars 2023. Grunnfjárhæð fyrir einstakling verði 196.740 kr.
Liður 3b) Tillaga að breyttri gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna, afgreiðslu er frestað þar til stjórn Bergrisans bs hefur fjallað um gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna.
Liður 3c) Tillaga að breyttri gjaldskrá heimaþjónustu. Bæjarstjórn samþykkir að gjaldskrá heimaþjónustu hækki um 9,3%. Lægra gjald verði 694 kr á tímann og hærra gjald 984 kr á tímann.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Liður 3b) Tillaga að breyttri gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna, afgreiðslu er frestað þar til stjórn Bergrisans bs hefur fjallað um gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna.
Liður 3c) Tillaga að breyttri gjaldskrá heimaþjónustu. Bæjarstjórn samþykkir að gjaldskrá heimaþjónustu hækki um 9,3%. Lægra gjald verði 694 kr á tímann og hærra gjald 984 kr á tímann.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
6.Fundargerð NOS frá 31. janúar 2023
2302008
Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
7.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna fræðslu- og velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar
2302015
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 6. febrúar 2023 varðandi fræðslu- og velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar.
Eftirtaldir tóku til máls: Geir Sveinsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Geir Sveinsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings hefur unnið gott og farsælt starf síðustu 10 ár en á þessum tíma hafa sveitarfélögin stækkað mikið, sem dæmi hefur Hveragerðisbær stækkað um 40%. Við þessa miklu stækkun gefur að skilja að þjónustuþörfin hefur breyst til muna.
Haustið 2021 var gerð úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustinni og leiddi niðurstaðan í ljós að fara þurfti í breytingar á starfseminni eða slíta byggðasamlaginu. Haustið 2022 ákvað stjórn NOS að slíta byggðasamlaginu og var ákveðið að slitin færu fram ekki síðar en 1. mars þar sem það hugnaðist sveitarfélögunum sem voru aðilar samlagsins. Málin hafa síðan þróast og breyst frá því í haust og ákváðu sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu og Flóanum að sameinast og halda samstarfi sínu áfram á þessum vettvangi en Ölfus og Hveragerðisbær hófust handa við uppbyggingu sjálfstæðra eininga í sinni heimabyggð.
Þegar nýr meirihluti tók við á þessu kjörtímabili var ákveðið að fara í stefnumótun og úttekt á bæjarfélaginu og því góð tímasetning fyrir Hveragerðisbæ til breytinga á byggðasamlaginu SVÁ. Okkur gefst nú tækifæri á að byggja upp nýtt fjölskyldusvið, greina þarfirnar sem eru til staðar og móta eftir okkar þörfum. Menntastofnanir Hveragerðisbæjar; grunnskólinn, leikskólarnir og frístundamiðstöðin vinna gott og mikilvægt starf og erum við afar stolt af því. Ánægjulegt er nokkrir starfsmenn sem störfuðu innan SVÁ koma til með að starfa áfram fyrir Hveragerðisbæ.
Samfella verður því tryggð í þjónustu, þar sem Fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar tekur formlega til starfa frá og með 1. mars næstkomandi. Sviðinu verður stýrt af tveimur teymisstjórum og starfsstöð þess verður í Fljótsmörk, þar sem SVÁ var áður til húsa.
Auk þess hefur verið tekið upp samstarf við öll þau sveitarfélög sem áður skipuðu SVÁ um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum á viðkomandi svæðum. Það er því ekki hægt að segja annað en að um mjög farsæla lausn sé að ræða.
Sandra Sigurðardóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Hlynur Kárason.
Kl. 17:46 var gert fundarhlé
Kl. 18:07 hélt fundur áfram.
Bæjarfulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans fagna því að komið sé fram minnisblað um stofnun fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðisbæjar. Á sama tíma undrumst við bæjarfulltrúar D-listans vinnubrögðin og samráðsleysið sem ríkt hefur um málið. Fulltrúar D-listans hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum yfir stöðu skóla- og velferðarmála í Hveragerði og ávallt fengið þau svör að KPMG ynni að úttekt á þjónustu sveitarfélagsins þar sem þessi málaflokkur væri sérstaklega tekinn fyrir. Nú virðist hins vegar staðan vera þannig að drög að þjónustunni hafi verið unnin að miklu leyti án aðkomu KPMG. Ljóst er að hefði meirihlutinn samþykkt tillögu fulltrúa D-listans sem komu fram á bæjarstjórnarfundi í júní á síðasta ári hefði verið hægt að komast fram hjá þeirri þjónustuskerðingu sem orðin er.
Bæjarfulltrúar D-listans vænta þess að í framhaldinu fái þeir afhent þau gögn sem stuðst er við vegna stofnunar fræðslu- og velferðasviðs Hveragerðisbæjar þannig að allir bæjarfulltrúar séu upplýstir um hvers vegna þessi leið er farin en ekki einhver önnur.
Friðrik Sigurbjörnsson
Sigmar Karlsson
Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings hefur unnið gott og farsælt starf síðustu 10 ár en á þessum tíma hafa sveitarfélögin stækkað mikið, sem dæmi hefur Hveragerðisbær stækkað um 40%. Við þessa miklu stækkun gefur að skilja að þjónustuþörfin hefur breyst til muna.
Haustið 2021 var gerð úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustinni og leiddi niðurstaðan í ljós að fara þurfti í breytingar á starfseminni eða slíta byggðasamlaginu. Haustið 2022 ákvað stjórn NOS að slíta byggðasamlaginu og var ákveðið að slitin færu fram ekki síðar en 1. mars þar sem það hugnaðist sveitarfélögunum sem voru aðilar samlagsins. Málin hafa síðan þróast og breyst frá því í haust og ákváðu sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu og Flóanum að sameinast og halda samstarfi sínu áfram á þessum vettvangi en Ölfus og Hveragerðisbær hófust handa við uppbyggingu sjálfstæðra eininga í sinni heimabyggð.
Þegar nýr meirihluti tók við á þessu kjörtímabili var ákveðið að fara í stefnumótun og úttekt á bæjarfélaginu og því góð tímasetning fyrir Hveragerðisbæ til breytinga á byggðasamlaginu SVÁ. Okkur gefst nú tækifæri á að byggja upp nýtt fjölskyldusvið, greina þarfirnar sem eru til staðar og móta eftir okkar þörfum. Menntastofnanir Hveragerðisbæjar; grunnskólinn, leikskólarnir og frístundamiðstöðin vinna gott og mikilvægt starf og erum við afar stolt af því. Ánægjulegt er nokkrir starfsmenn sem störfuðu innan SVÁ koma til með að starfa áfram fyrir Hveragerðisbæ.
Samfella verður því tryggð í þjónustu, þar sem Fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar tekur formlega til starfa frá og með 1. mars næstkomandi. Sviðinu verður stýrt af tveimur teymisstjórum og starfsstöð þess verður í Fljótsmörk, þar sem SVÁ var áður til húsa.
Auk þess hefur verið tekið upp samstarf við öll þau sveitarfélög sem áður skipuðu SVÁ um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum á viðkomandi svæðum. Það er því ekki hægt að segja annað en að um mjög farsæla lausn sé að ræða.
Sandra Sigurðardóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Hlynur Kárason.
Kl. 17:46 var gert fundarhlé
Kl. 18:07 hélt fundur áfram.
Bæjarfulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans fagna því að komið sé fram minnisblað um stofnun fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðisbæjar. Á sama tíma undrumst við bæjarfulltrúar D-listans vinnubrögðin og samráðsleysið sem ríkt hefur um málið. Fulltrúar D-listans hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum yfir stöðu skóla- og velferðarmála í Hveragerði og ávallt fengið þau svör að KPMG ynni að úttekt á þjónustu sveitarfélagsins þar sem þessi málaflokkur væri sérstaklega tekinn fyrir. Nú virðist hins vegar staðan vera þannig að drög að þjónustunni hafi verið unnin að miklu leyti án aðkomu KPMG. Ljóst er að hefði meirihlutinn samþykkt tillögu fulltrúa D-listans sem komu fram á bæjarstjórnarfundi í júní á síðasta ári hefði verið hægt að komast fram hjá þeirri þjónustuskerðingu sem orðin er.
Bæjarfulltrúar D-listans vænta þess að í framhaldinu fái þeir afhent þau gögn sem stuðst er við vegna stofnunar fræðslu- og velferðasviðs Hveragerðisbæjar þannig að allir bæjarfulltrúar séu upplýstir um hvers vegna þessi leið er farin en ekki einhver önnur.
Friðrik Sigurbjörnsson
Sigmar Karlsson
8.Leigusamningur við Kvenfélag Hveragerðis um Fljótsmörk 2
2302014
Lagður fram leigusamningur við Kvenfélag Hveragerðis um leiguhúsnæði á Fljótsmörk 2 fyrir fræðslu- og velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar frá 2023-2033.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.
9.Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2023, síðari umræða
2301024
Lögð fram til síðari umræðu húsnæðisáætlun fyrir Hveragerðisbæ fyrir árið 2023.
Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Sandra Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Sandra Sigurðardóttir.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar kemur fram að ein af megináherslumálum kjörtímabilsins verði að „tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þ.m.t. að stuðla að fjölgun félagslegs leiguhúsnæðis og leiguíbúða í gegnum íbúðarfélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða“. Þessi áherslumál er nú að finna í nýrri húsnæðisáætlun Hveragerðis sem er sú fyrsta sem nýr meirihluti leggur fram. Í húsnæðisáætlun er að finna metnaðarfull markmið um fjölbreytt húsnæðisform svo að íbúar Hveragerðis hafi öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, og hvort sem fólk þurfi á stuðningi að halda með sín húsnæðismál eða ekki. Húsnæðisáætlun Hveragerðis nær því yfir húsnæðisþarfir allra íbúa, óháð eignarformi, stærð og gæðum húsnæðis. Vegna þessa er í áætluninni t.d. að finna markmið um verulega fjölgun félagslegs leiguhúsnæðis, markmið um byggingu námsmannaíbúða og vilji til að fjölga íbúðum óhagnaðardrifinna leigu- og búseturéttarfélaga. Húsnæðisöryggi er eitt stærsta velferðarmál samfélagsins og þar eru sveitarfélög stefnumarkandi aðili. Með þeirri húsnæðisáætlun sem lögð er hér fram er Hveragerðisbær að leggja sitt af mörkum til að ná rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða og hlutfall íbúða á viðráðanlegu verði.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Hlynur Kárason
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Sandra Sigurðardóttir
Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina.
Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar kemur fram að ein af megináherslumálum kjörtímabilsins verði að „tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þ.m.t. að stuðla að fjölgun félagslegs leiguhúsnæðis og leiguíbúða í gegnum íbúðarfélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða“. Þessi áherslumál er nú að finna í nýrri húsnæðisáætlun Hveragerðis sem er sú fyrsta sem nýr meirihluti leggur fram. Í húsnæðisáætlun er að finna metnaðarfull markmið um fjölbreytt húsnæðisform svo að íbúar Hveragerðis hafi öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, og hvort sem fólk þurfi á stuðningi að halda með sín húsnæðismál eða ekki. Húsnæðisáætlun Hveragerðis nær því yfir húsnæðisþarfir allra íbúa, óháð eignarformi, stærð og gæðum húsnæðis. Vegna þessa er í áætluninni t.d. að finna markmið um verulega fjölgun félagslegs leiguhúsnæðis, markmið um byggingu námsmannaíbúða og vilji til að fjölga íbúðum óhagnaðardrifinna leigu- og búseturéttarfélaga. Húsnæðisöryggi er eitt stærsta velferðarmál samfélagsins og þar eru sveitarfélög stefnumarkandi aðili. Með þeirri húsnæðisáætlun sem lögð er hér fram er Hveragerðisbær að leggja sitt af mörkum til að ná rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða og hlutfall íbúða á viðráðanlegu verði.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Hlynur Kárason
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Sandra Sigurðardóttir
Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina.
10.Samþykkt um byggingargjöld í Hveragerði, síðari umræða
2301028
Lögð fram til síðari umræðu samþykkt um byggingargjöld í Hveragerði.
Eftirtaldir tóku til máls: Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur hér fram tillögu að breytingum á samþykkt um byggingargjöld í Hveragerði til seinni umræðu.
Með þeim breytingum sem lagðar eru til á samþykktinni eru uppfærðar og lagfærðar tilvísanir í lög og reglugerðir ásamt uppfærðri verðskrá og því að ákvæði samþyktanna eru færðar til betra samræmis við gildandi lagaumgjörð.
Lagt er til að ákvæði um sölu byggingarréttar verði færðar í reglur um úthlutun lóða sem verða teknar fyrir undir lið 11 hér á eftir. Betur fer á því að fjallað sé um hin lögboðnu byggingargjöld í samþykktinni en fjallað sé um atriði varðandi byggingarrétt í reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun.
Lögð er einnig til sú breyting að framkvæmdaleyfisgjald verði ákveðið hlutfall byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlishúss eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, en í núgildandi reglum er hann 0,75% af áætluðum framkvæmdakostnaði. Jafnframt er lagt til að færð verði inn heimild til þess að við umfangsmiklar og flóknar framkvæmdir hafi sveitarstjórn heimild til að rukka eftir tímagjaldi byggingar- og skipulagsfulltrúa. Frestur til að hefja framkvæmdir eftir útgáfu framkvæmdaleyfis er síðan færður í 12 mánuði úr 2 árum til samræmis við gildandi reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með síðari breytingum.
Lögð er að auki til sú breyting frá núgildandi reglum að tekin sé út málsgrein um undanþágu gatnagerðargjalds í lokunarflokki B ásamt því að lagt er til að eindagi gatnagerðargjalds, gjalds fyrir byggingarrétt, stofngjald vatnsveitu og holræsa færist úr 30 dögum í 60 daga. Lagt er einnig til að tekin verði út heimild til vaxtareiknaðs greiðslufrests á hluta gatnagerðargjalds og gjalds vegna sölu byggingarréttar til allt að tveggja ára. Slíkar heimildir tíðkast síður í dag, enda samræmist slík útgáfa skuldaviðurkenninga og í reynd lánastarfsemi illa hlutverki sveitarfélaga. Er þetta jafnframt til aukinnar skilvirkni og einföldunar á allri umsýslu á vegum sveitarfélagsins hvað þessi gjöld varðar.
Samþykktir þær sem hér eru lagðar fram eru að öðru leyti efnislega sambærilegar þeim reglum sem samþykktar voru af bæjarstjórn þann 9. mars 2009 með síðari breytingum.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Hlynur Kárason
Sandra Sigurðardóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á samþykktinni þannig að út falli "Endurgreiðsla gatnagerðargjalda vegna lóða sem úthlutað var eða byggingarleyfi var veitt á fyrir gildistöku samþykktar þessarar skal verðbætt miðað við vísitölu neysluverðs frá greiðsludegi til endurgreiðsludags".
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykktina með þessari breytingu.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur hér fram tillögu að breytingum á samþykkt um byggingargjöld í Hveragerði til seinni umræðu.
Með þeim breytingum sem lagðar eru til á samþykktinni eru uppfærðar og lagfærðar tilvísanir í lög og reglugerðir ásamt uppfærðri verðskrá og því að ákvæði samþyktanna eru færðar til betra samræmis við gildandi lagaumgjörð.
Lagt er til að ákvæði um sölu byggingarréttar verði færðar í reglur um úthlutun lóða sem verða teknar fyrir undir lið 11 hér á eftir. Betur fer á því að fjallað sé um hin lögboðnu byggingargjöld í samþykktinni en fjallað sé um atriði varðandi byggingarrétt í reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun.
Lögð er einnig til sú breyting að framkvæmdaleyfisgjald verði ákveðið hlutfall byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlishúss eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, en í núgildandi reglum er hann 0,75% af áætluðum framkvæmdakostnaði. Jafnframt er lagt til að færð verði inn heimild til þess að við umfangsmiklar og flóknar framkvæmdir hafi sveitarstjórn heimild til að rukka eftir tímagjaldi byggingar- og skipulagsfulltrúa. Frestur til að hefja framkvæmdir eftir útgáfu framkvæmdaleyfis er síðan færður í 12 mánuði úr 2 árum til samræmis við gildandi reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með síðari breytingum.
Lögð er að auki til sú breyting frá núgildandi reglum að tekin sé út málsgrein um undanþágu gatnagerðargjalds í lokunarflokki B ásamt því að lagt er til að eindagi gatnagerðargjalds, gjalds fyrir byggingarrétt, stofngjald vatnsveitu og holræsa færist úr 30 dögum í 60 daga. Lagt er einnig til að tekin verði út heimild til vaxtareiknaðs greiðslufrests á hluta gatnagerðargjalds og gjalds vegna sölu byggingarréttar til allt að tveggja ára. Slíkar heimildir tíðkast síður í dag, enda samræmist slík útgáfa skuldaviðurkenninga og í reynd lánastarfsemi illa hlutverki sveitarfélaga. Er þetta jafnframt til aukinnar skilvirkni og einföldunar á allri umsýslu á vegum sveitarfélagsins hvað þessi gjöld varðar.
Samþykktir þær sem hér eru lagðar fram eru að öðru leyti efnislega sambærilegar þeim reglum sem samþykktar voru af bæjarstjórn þann 9. mars 2009 með síðari breytingum.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Hlynur Kárason
Sandra Sigurðardóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á samþykktinni þannig að út falli "Endurgreiðsla gatnagerðargjalda vegna lóða sem úthlutað var eða byggingarleyfi var veitt á fyrir gildistöku samþykktar þessarar skal verðbætt miðað við vísitölu neysluverðs frá greiðsludegi til endurgreiðsludags".
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykktina með þessari breytingu.
11.Reglur um úthlutun lóða
2302016
Lagðar fram reglur úthlutun lóða í Hveragerði.
Eftirtaldir tóku til máls: Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsdóttir.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur hér fram tillögu að breytingum á reglum um úthlutun lóða í Hveragerði.
Þær tillögur að breytingum sem liggja hér fyrir færa ákvæði reglna um úthlutun lóða hjá Hveragerðisbæ til betra samræmis við gildandi lagaumgjörð ásamt breytingum til samræmis við breytingar á samþykkt um byggingargjöld í Hveragerði skv. lið 10 hér á undan.
Hingað til hafa reglur um sölu byggingarréttar komið fram í samþykkt Hveragerðisbæjar um byggingargjöld en lagt er til að þær verði færðar í reglur um úthlutun lóða, eins og lagt var upp með við afgreiðslu liðar 10 hér á undan. Er lagt til að ákvæði um sölu byggingarréttar verði breytt í almennt viðmið við lóðaúthlutun og að almennt verði miðað við að söluverð hans verði ekki lægra en 30% af gatnagerðargjaldi, en við lóðaúthlutanir á vegum bæjarins undanfarin ár hefur almennt verið tekið mið af því söluverði byggingarréttar. Er breytingin þannig til aukins skýrleika og gagnsæis. Samhliða þessu er lagt til að tekin verði út viðmið um hámarks- og lágmarkshlutfall söluverðs byggingarréttar af gatnagerðargjaldi. Lagt er einnig til að umgjörð sölu byggingarréttar og heimildir til að knýja á um að framkvæmdir hefjist verði einfölduð.
Gert er áfram ráð fyrir að umsækjandi um lóð greiði óafturkræft staðfestingargjald við staðfestingu lóðarumsóknar að upphæð kr. 200.000,- pr. íbúð eða kr. 400.000,- vegna atvinnuhúsnæðis en lögð er til sú breyting að fjárhæðin uppfærist fyrsta janúar ár hvert í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs.
Í gildandi reglum er kveðið á um fortakslausa auglýsingarskyldu en lögð er til sú breyting að lóðir skuli að jafnaði auglýstar. Með þessu er fengið aukið svigrúm sem getur til að mynda nýst í viðræðum við atvinnurekendur og ferðaþjónustuaðila sem hafa hug á að byggja hér upp starfsemi.
Reglur þær sem hér eru lagðar fram eru að öðru leyti efnislega sambærilegar þeim reglum sem samþykktar voru af bæjarstjórn þann 15. júní 2018.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Hlynur Kárason
Sandra Sigurðardóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Kl. 18:33 var gert fundarhlé.
Kl 19:07 hélt fundur áfram.
Bæjarstjórn samþykkir að fella niður aðra málsgrein 2. greinar "Í sérstökum undantekningartilvikum er bæjarráði heimilt að veita vilyrði eða úthluta lóð/lóðum án undangenginnar auglýsingar, að fengnu samþykki bæjarstjórnar".
Reglurnar með breytingum samþykktar samhljóða.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur hér fram tillögu að breytingum á reglum um úthlutun lóða í Hveragerði.
Þær tillögur að breytingum sem liggja hér fyrir færa ákvæði reglna um úthlutun lóða hjá Hveragerðisbæ til betra samræmis við gildandi lagaumgjörð ásamt breytingum til samræmis við breytingar á samþykkt um byggingargjöld í Hveragerði skv. lið 10 hér á undan.
Hingað til hafa reglur um sölu byggingarréttar komið fram í samþykkt Hveragerðisbæjar um byggingargjöld en lagt er til að þær verði færðar í reglur um úthlutun lóða, eins og lagt var upp með við afgreiðslu liðar 10 hér á undan. Er lagt til að ákvæði um sölu byggingarréttar verði breytt í almennt viðmið við lóðaúthlutun og að almennt verði miðað við að söluverð hans verði ekki lægra en 30% af gatnagerðargjaldi, en við lóðaúthlutanir á vegum bæjarins undanfarin ár hefur almennt verið tekið mið af því söluverði byggingarréttar. Er breytingin þannig til aukins skýrleika og gagnsæis. Samhliða þessu er lagt til að tekin verði út viðmið um hámarks- og lágmarkshlutfall söluverðs byggingarréttar af gatnagerðargjaldi. Lagt er einnig til að umgjörð sölu byggingarréttar og heimildir til að knýja á um að framkvæmdir hefjist verði einfölduð.
Gert er áfram ráð fyrir að umsækjandi um lóð greiði óafturkræft staðfestingargjald við staðfestingu lóðarumsóknar að upphæð kr. 200.000,- pr. íbúð eða kr. 400.000,- vegna atvinnuhúsnæðis en lögð er til sú breyting að fjárhæðin uppfærist fyrsta janúar ár hvert í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs.
Í gildandi reglum er kveðið á um fortakslausa auglýsingarskyldu en lögð er til sú breyting að lóðir skuli að jafnaði auglýstar. Með þessu er fengið aukið svigrúm sem getur til að mynda nýst í viðræðum við atvinnurekendur og ferðaþjónustuaðila sem hafa hug á að byggja hér upp starfsemi.
Reglur þær sem hér eru lagðar fram eru að öðru leyti efnislega sambærilegar þeim reglum sem samþykktar voru af bæjarstjórn þann 15. júní 2018.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Hlynur Kárason
Sandra Sigurðardóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Kl. 18:33 var gert fundarhlé.
Kl 19:07 hélt fundur áfram.
Bæjarstjórn samþykkir að fella niður aðra málsgrein 2. greinar "Í sérstökum undantekningartilvikum er bæjarráði heimilt að veita vilyrði eða úthluta lóð/lóðum án undangenginnar auglýsingar, að fengnu samþykki bæjarstjórnar".
Reglurnar með breytingum samþykktar samhljóða.
12.Samningur um beitarafnot af Sólborgarsvæðinu til 31.12.2026
2301032
Lagður fram samningur við Hestamannafélagið Ljúf um beitarafnot af Sólborgarsvæðinu til lok ársins 2026.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 19:22.
Getum við bætt efni síðunnar?
Í upphafi fundar lagði bæjarstjórn fram eftirfarandi bókun.
Bæjarstjórn Hveragerðis skorar á ríkisstjórnina að veita auknu fjármagni til Vegagerðarinnar vegna snjómoksturs á Hellisheiði til að tryggja betri samgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurlandsundirlendis.
Tryggja þarf öryggi vegfarenda, tryggja þarf greiðar samgöngur vegna sjúkraflutninga sem og aðgengi íbúa á Suðurlandi við höfuðborgarsvæðið þar sem fjöldi Sunnlendinga stundar sína atvinnu. Einnig skorar bæjarstjórn Hveragerðisbæjar á ríkisstjórnina að huga að framtíðarlausnum, á þessum fjölfarnasta vegkafla landsins, til að bæta megi umferðaröryggi.