Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Fundargerð bæjarráðs frá 15. september 2022
2209003F
Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2.Fundargerð bæjarráðs frá 3. nóvember 2022
2210003F
Liðir afgreiddir sérstaklega 6, 7, 8, 9, og 10.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sandra Sigurðardóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sandra Sigurðardóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 6 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð í Kambalandi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fara í verkið og vísar kostnaðinum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 7 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð í Lindarbrún" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fara í verkið og vísar kostnaðinum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 8 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð við Varmá" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fara í verkið og vísar kostnaðinum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 9 "Lóðaumsóknir - Hólmabrún 15" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaúthlutunina.
Liður 10 "Skrá yfir þá starfsmenn Hvergerðisbæjar sem eru undanskildir verkfallsheimild" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir listann.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Liður 7 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð í Lindarbrún" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fara í verkið og vísar kostnaðinum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 8 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð við Varmá" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fara í verkið og vísar kostnaðinum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 9 "Lóðaumsóknir - Hólmabrún 15" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaúthlutunina.
Liður 10 "Skrá yfir þá starfsmenn Hvergerðisbæjar sem eru undanskildir verkfallsheimild" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir listann.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
3.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 1. nóvember 2022
2210004F
Liðir afgreiddir sérstaklega 2 og 3.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 2 "Langahraun 21-23 - fyrirspurn um fjölgun íbúða" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn hafnar erindinu í samræmi við niðurstöðu umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2022.
Liður 3 "Heiðmörk 68d - fyrirspurn um byggingu bílskúrs" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn heimilar fyrirspyrjanda að leggja inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi til byggingar bílskúrs á lóð Heiðmerkur 68 d.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Liður 3 "Heiðmörk 68d - fyrirspurn um byggingu bílskúrs" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn heimilar fyrirspyrjanda að leggja inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi til byggingar bílskúrs á lóð Heiðmerkur 68 d.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
4.Fundargerð umhverfisnefndar frá 9. nóvember 2022
2211002F
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sigmar Karlsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fundargerðinni til gerðar fjárhagsáætlunar.
5.Erindisbréf atvinnumálanefndar
2211028
Lagt fram erindisbréf fyrir atvinnumálanefnd Hveragerðisbæjar.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir erindisbréf atvinnumálanefndar. Minnihlutinn sat hjá.
6.Kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál
2211026
Lögð fram kæra frá úrskurðanefnd upplýsingamála frá 4. nóvember 2022 vegna synjunar Hveragerðisbæjar á beiðni um aðgang að gögnum.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Meirihluti bæjarstjórar samþykkir að fela bæjarstjóra að senda umbeðnar upplýsingar í samráði við lögfræðing bæjarins. Minnihlutinn sat hjá.
7.Þjónustusamningur við Hestamannafélagið Ljúf 2023-2025
2211011
Lagður fram þjónustusamningur við Hestamannafélagið Ljúf fyrir árin 2023-2025.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
8.Samningur við Hjálparsveit skáta Hveragerði - Hreinsun og eftirlit í Reykjadal
2211012
Lagður fram samningur við Hjálparsveit skáta í Hveragerði vegna hreinsunar og eftirlits í Reykjadal.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurðsson og Geir Sveinsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurðsson og Geir Sveinsson.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
9.Akstur skólabarna frá Skólaseli - Skólamörk 2020-2023 og viðauki
2211024
Lagður fram samningur við Landferðir vegna akstur skólabarna til vorsins 2023 og viðauki.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
10.Jafnréttisáætlun 2023-2027 fyrri umræða
2211025
Jafnréttisáætlun 2023-2027 lögð fram til fyrri umræðu.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Samþykkt að vísa til síðari umræðu.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:34.
Getum við bætt efni síðunnar?
Kl. 17:02 var gert fundarhlé.
Kl. 17:07 hélt fundur áfram.
Í upphafi fundar lagði bæjarstjórn fram eftirfarandi bókun.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gagnrýnir harðlega hugmyndir sveitarstjóra Ölfuss sem birtust í Morgunblaðinu um að skoða eigi orkunýtingu í Reykjadal. Allar rannsóknir hafa sýnt fram á það að áhrif vegna hugsanlegra orkunýtingar á svæðinu hefðu veruleg áhrif á Hveragerði sem er næsti þéttbýlisstaður við Reykjadal. Bæjarstjórn telur afar óábyrgt af sveitarstjóra Ölfuss að tala um að skoða eigi orkunýtingu á svæðinu þar sem mikil óvissa ríkir um áhrif á loft, vatnslindir og náttúru og hvetur til að náttúran verði látin njóta vafans.
Reykjadalurinn og svæðið í kring hefur síðustu ár verið í friðlýsingarferli sem því miður var stöðvað af sveitarfélaginu Ölfusi fyrir um ári síðan. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur ætíð verið á móti orkunýtingu á svæðinu eða allt frá því að hugmyndir um Bitruvirkjun voru uppi á borðinu.
Ljóst er að allar framkvæmdir á svæðinu myndu draga úr gildi þess sem útivistarsvæðis fyrir þá sem vilja njóta óspilltrar náttúru. Svæðið, sem er á náttúruminjaskrá, er einn vinsælasti áfangastaður erlendra sem innlendra ferðamanna og hafa vinsældir þess aukist stöðugt undanfarin ár.