Fara í efni

Bæjarstjórn

484. fundur 09. febrúar 2017 kl. 17:00 - 19:39 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Berglind Sigurðardóttir varamaður
  • Hanna Lovísa Olsen embættismaður
Fundargerð ritaði: Hanna Lovísa Olsen embættismaður
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bæjarráð - 667

1701002F

Enginn tók til máls.

Liðir afgreiddir sérstaklega: 7,8,9 og 11.
Liður 7 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 6.janúar 2017".
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 8 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 11.janúar 2017".
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 9 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 17.janúar 2017".
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 11 "Minnisblað frá skrifstofustjóra vegna tekjutengds afsláttar fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega".
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Bæjarráð - 668

1701003F

Enginn tók til máls.

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1,2,4,5,6 og 7.
Liður 1 "Bréf frá Viktori Sveinssyni frá 31.janúar 2017".
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 2"Bréf frá Starfsmannafélagi Áss frá 5.janúar 2017".
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 4 "Samningur velferðarráðuneytisins og Hveragerðisbæjar um móttöku, aðstoð og stuðning við hóp flóttafólks 2017-2019."
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 5 "Minnisblað frá skipulags- og byggingafulltrúa, gatnagerð í Dynskógum og Hjallabrún."
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Lóðir Breiðás ehf við Heiðmörk 39 og 41 og Þórsmörk 2".
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Lóðarumsókn Dynskógar 15, Ásta Magnúsdóttir.".
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7.febrúar 2017.

1702002

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir og Garðar R. Árnason.

Liðir til sérstakrar afgreiðslu eru: 1,4,5,6 og 7
Liður 1. "Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 - verkstaða".
Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar verði kynnt á almennum íbúafundi 28. febrúar n.k. í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundinum verði kynntir báðir þeir valkostir sem til umræðu eru varðandi legu Suðurlandsvegar á móts við þéttbýlið í Hveragerði.

Liður 4. Austurmörk 6, verslunar- og þjónustuhús, breyting á skipulags- og byggingarskilmálum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.

Liður 5. Breiðamörk 1c, viðbygging við Hótel Örk.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar og að gerð verði lýsing sem byggir á þeim markmiðum sem fram koma í bókun nefndarinnar og hún auglýst.

Liður 6. Sunnumörk 6, athafna- og íbúðarhús, umsókn um byggingarleyfi.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.

Liður 7. Heiðmörk 46, ósk um að einbýlishúsalóð verði breytt í tvíbýlishúsalóð.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.


Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð umhverfisnefndar frá 7. desember 2016.

1702011

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Viktoría S. Kristinsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjórn tekur undir sjónarmið umhverfisnefndar varðandi kolefnisjöfnun bæjarfélagsins og fagnar áformum nefndarinnar um að reynt verði að stemma stigu við umbúða og plastpokanotkun. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og umhverfisfulltrúa að vinna áfram að framgangi þessara mála.

5.Ákvörðun um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

1702008

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 550.000.000, í allt að 17 ár, í samræmi við skilmála lánatilboðs sem liggur fyrir á fundinum og kynnt hefur fyrir sveitarstjórnin. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu leikskóla við Þelamörk sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur kennitala 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

6.Minnisblað: Afgreiðsla tekjuauka jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna laga nr. 139/2013.

1702003

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.

Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir þeirri stöðu sem uppi er varðandi útgreiðslu á tekjuauka Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna bankaskattsins svokallaða.
Bæjarstjórn samþykkir að fylkja sér í hóp fjölda annarra sveitarstjórna og skora á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga að afgreiða nú þegar tekjuauka sjóðsins, vegna laga nr. 139/2013 um tekjuaðgerðir ríkissjóðs, til sveitarfélaga skv. gildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 m.s.b. Sameiginleg áskorun sveitarfélaganna verði send Jöfnunarsjóðnum ásamt greinargerð.

7.Opnun tilboða - Endurnýjun á gluggahlið í sundlaugarhúsi.

1702006

Enginn tók til máls.

Tilboð voru opnuð þann 6. febrúar 2017.

Tvö tilboð bárust frá:
Byr byggir kr. 12.000.000,-
Frumskógar ehf kr. 6.826.000,-

Kostnaðaráætlun Arkibúllunnar ehf: 6.316.300,-

Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

8.Fyrirhugaðar framkvæmdir Orteka Partners í Ölfusdal.

1702010

Eftirtaldir tóku til máls: Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.

Í erindinu óskar bréfritari eftir góðu og lausnamiðuðu samstarfi við bæjarstjórn að verkefnum sem lúta að uppbyggingu á reit Þ5 í aðalskipulagi og þar með þeim lóðum sem Orteka var úthlutað í dalnum á fundi bæjarráðs þann 18. ágúst 2016.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá drögum að rammasamningi milli aðila um uppbyggingu verkefnisins og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Í þeim samningi verði rammaðar inn skyldur aðila varðandi uppbyggingu bráðabirgðaþjónustu og tekið tillit til þeirra óska sem settar eru fram í bréfi Orteka að svo miklu leyti sem það er mögulegt. Bæjarstjórn samþykkir einnig að í rammasamningnum verði Orteka veittur forgangur að öðrum lóðum á svæðinu í ákveðinn tíma enda eðlilegt að félaginu verði veitt nægt landrými miðað við þær hugmyndir sem fram hafa komið um uppbyggingu. Félaginu verði heimilt að hefja vinnu við deiliskipulag á umræddum reit enda verði þar tekið að fullu tillit til skilyrða í aðalskipulagi.

9.Minnisblað: Ráðning byggingar- og mannvirkjafulltrúa.

1702005

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.

Gert fundarhlé frá kl. 18:48 til 19:03.

Í minnisblaðinu er gert grein fyrir ráðningarferli mannvirkja- og byggingafulltrúa. Sjö umsækjendur sóttu um stöðuna en einn dró umsókn sína til baka.

Bæjarstjórn hefur kynnt sér gögn sem fram voru lögð og samþykkir að ráða Jón Friðrik Matthíasson sem bygginga- og mannvirkjafulltrúa Hveragerðisbæjar.

10.T.ark frá 3. febrúar 2017.

1702004

Enginn tók til máls.

Í bréfinu er lögð fram fyrirspurn um hvort leyft yrði að stækka hús Hótels Arkar til norðvesturs eins og sýnt er í meðfylgjandi uppdrætti. Um yrði að ræða herbergjaálmu með um 70-80 herbergjum.
Bæjarstjórn fagnar áformum eigenda Hótels Arkar um uppbyggingu og enda samræmast þau bæði gildandi aðalskipulagi og áherslum bæjarstjórnar um eflingu ferðatengdrar þjónustu í bæjarfélaginu. Erindið var einnig á dagskrá Skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem skipulagsferli var kynnt.

11.Húsaleigusamningur Breiðumörk 25b.

1702013

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.

Lagður fram húsaleigusamningur um Breiðumörk 25b en húsnæðið mun verða nýtt til starfsemi leikskólans Undralands.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn en með tilkomu nýrrar deildar sem tilheyra mun Leikskólanum Undralandi tekst að bjóða þeim börnum leikskólavistun sem urðu 18 mánaða í janúar sem og þeim börnum sem njóta forgangs.

12.Viðhorfskönnun Gallup - Þjónusta sveitarfélaga 2016.

1702009

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.

Lögð fram viðhorfskönnun Capacent árið 2016 en þar er ánægja með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins könnuð. Gerður er samanburður á milli þeirra ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum.
Bæjarstjórn þakkar Gallup fyrir vel unna könnun og greinargott yfirlit sem nýtast mun bæjarstjórn vel við framtíðarstefnumörkun sem miðar að því að bæta í sífellu þjónustu við bæjarbúa.

Bæjarstjórn fagnar einnig þeim góðu niðurstöðum sem sjást í könnuninni en ánægja bæjarbúa er meiri nú í nær öllum flokkum en síðast þegar könnunin var framkvæmd. Ennfremur er ánægjulegt að sjá að Hvergerðingar eru meðal ánægðustu íbúa landsins í flestum þjónustuþáttum og skipar sveitarfélagið sér þar í hóp efstu sveitarfélaga ítrekað. Hveragerðisbær er langt yfir meðaltali sveitarfélaga í mörgum þáttum og skipar sér í efsta sæti t.d. hvað varðar málefni eldri borgara, skipulagsmál, menningu og gæði umhverfis svo dæmi sé tekið. En 92% aðspurðra eru mjög eða frekar ánægð með sveitarfélagið sem stað til að búa á. 7% hvorki né og einungis 1% er óánægt með sveitarfélagið sitt. Hefur hlutfall þeirra sem eru mjög ánægðir aukist ár frá ári og er það gleðilegt.

Bæjarstjórn lítur á könnunina sem mikilvægt hjálpartæki þegar kemur að forgangsröðun verkefna og hefur tekið tillit til þeirra upplýsinga og vísbendinga sem þarna koma fram. Í ár er ljóst að ánægja með leikskóla hefur heldur dalað og má þar án vafa kenna um fjölgun barna og vöntun á dagvistunarúrræðum. Við þessu er nú verið að bregðast með byggingu nýs glæsillegs leikskóla og því vonum við að á næsta ári muni þess sjá merki í könnun þess árs.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:39.

Getum við bætt efni síðunnar?