Fara í efni

Bæjarstjórn

469. fundur 08. október 2015 kl. 17:00 - 19:19 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórhallur Einisson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Garðar Rúnar Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir
Starfsmenn
  • Hanna Lovísa Olsen móttökuritari
Fundargerð ritaði: Hanna Lovísa Olsen móttökuritari

Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson, setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1. Kynning á verkefnum – Davíð Samúelsson.
2. Kynning á áformum um uppbyggingu ferðaþjónustu NLFÍ
3. Fundargerðir:
3.1. Fundargerð bæjarráðs frá 17. september 2015.
Liðir afgreiddir sérstaklega:
Nr.1.9, 2.1, 2.2 og 2.3.
3.2. Fundargerð bæjarráðs frá 1. október 2015.
Liðir afgreiddir sérstaklega:
Nr.1.13, 1.14 og 2.1.
3.3. Fundargerð umhverfisnefndar frá 9. september 2015.
3.4. Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings frá 22. september 2015.

4. Atvinnustefna Hveragerðisbæjar – síðari umræða.
5. Samningur um umhverfishreinsun við 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði.
6. Bréf frá Nirði Sigurðssyni – fulltrúa S-lista.
7. Fundagerðir til kynningar:
7.1. Bergrisans bs. frá 15. september 2015.
7.2. Bæjarstjórnar frá 10. september 2015.

Hér var gengið til dagskrár.

1. Kynning á verkefnum – Davíð Samúelsson.
Davíð Samúelsson kom á fundinn og kynnti vinnu sína undanfarna mánuði. Unnið er að kynningu bæjarfélagsins í samstarfi við hagsmunaaðila, verkefnum í Hveragarðinum og uppbyggingu ferðatengdrar þjónustu.

Í framhaldi af kynningu Davíðs samþykkir bæjarstjórn samhljóða að fjármunum sem ætlað er til viðhalds lóðar Hveragarðsins verði nýttir til lýsingarverkefnis á svæðinu sem vonandi getur orðið nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn yfir dimmustu mánuði ársins.

2. Kynning á áformum um uppbyggingu ferðaþjónustu NLFÍ
Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóri HNLFÍ kynnti hugmyndir sem unnið er að vegna uppbyggingar heilsuhótels á lóð Heilsustofnunar.

Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með metnaðarfull áform sem falla afar vel að markmiðum bæjarins um ferða- og heilsutengda þjónustu. Unnið er að skipulagsmálum á reitnum og mun bæjarfélagið leggja sitt af mörkum til að verkefnið megi takast sem best.

3. Fundargerðir:
3.1. Fundargerð bæjarráðs frá 17. september 2015.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.

Liður nr.1.9 “Uppbygging Ölfusrétt” afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 2.1 „Þjónustusamningur um akstur skólabarna í Hamarshöll“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 2.2 „Minnisblað vegna hugsanlegra kaupa á landi Fagrahvamms“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 2.3 „ Rekstraryfirlit Hveragerðisbæjar“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Fundargerðin að öðru leyti borin upp og samþykkt samhljóða.
Vegna liðar 1.7 er samþykkt að varamenn í öldungaráði verði Helga Baldursdóttir og Auður Guðbrandsdóttir.
Samþykkt samhljóða.

3.2. Fundargerð bæjarráðs frá 1. október 2015.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Unnur Þormóðsdóttir.

Liður 1.13 “Bréf frá Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur” afgreiddur sérstaklega.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 1.14 “Héraðssambandinu Skarphéðni” afgreiddur sérstaklega
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 2.1. Endurnýjun á rekstrarleyfi Heilsukosts ehf” afgreiddur sérstaklega.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

3.3. Fundargerð umhverfisnefndar frá 9. september 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3.4. Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings frá 22. september 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.


4. Atvinnumálastefna Hveragerðisbæjar – síðari umræða.
Atvinnumálastefna Hveragerðis byggir á fyrirliggjandi gögnum um sveitarfélagið, skoðanakönnunum, borgarafundi, vinnufundum, ásamt viðtölum við íbúa, rekstraraðila og sveitarstjórnarmenn.
Um stefnuna þarf að ná samstöðu í samfélaginu, meðal íbúa og atvinnulífsins, koma henni vel á framfæri, framfylgja og endurskoða með reglubundnum hætti. Atvinnumálastefna Hveragerðisbæjar er skuldbinding um ákveðna sameiginlega framtíðarsýn, ferlið þangað og aðgerðir til að ná því marki.
Atvinnumálastefna Hveragerðis hefur það að meginmarkmiði að í Hveragerði þróist öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Hæfilegur vöxtur og framþróun atvinnulífsins er ein aðalforsenda áframhaldandi blómlegs mannlífs. Að öðru jöfnu er horft til minni og meðalstórra atvinnufyrirtækja sem falla vel að því atvinnulífi, náttúrufari og umhverfi, sem fyrir er í Hveragerði, með tækifærum til stöðugrar sóknar og vaxtar umfram landsmeðaltal.
Markmiðið með atvinnumálastefnu Hveragerðis er að atvinnu- og tekjuaukandi verkefni fyrir sveitarfélagið og íbúana, endurspeglist í aðgerða- og framkvæmdalista sveitarfélagsins.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir og Garðar R. Árnason.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun:
Það er ánægjulegt að atvinnumálastefna bæjarins skuli nú vera komin fram en mikil vinna hefur verið lögð í gerð hennar. Vill bæjarstjórn sérstaklega þakka Þórarni Sveinssyni, atvinnuráðgjafa SASS, fyrir hans framlag en hann hefur haldið utan um þessa vinnu og gert það vel.
Í stefnunni er lagt til að endurskoðun fari fram með reglubundnum hætti til dæmis á 2. og 4. ári hvers kjörtímabils auk þess sem aðgerðalistinn verður endurskoðaður við fjárhagsáætlunargerð hvers árs.
Með nýrri atvinnustefnu er lagður grunnur að stefnumarkandi vinnu til framtíðar sem vonandi á eftir að reynast bæjarbúum og atvinnusköpun í Hveragerði farsæl.

Atvinnustefna Hveragerðisbæjar samþykkt samhljóða og mun bæjarráð hafa umsjón með framfylgd hennar og endurskoðun.

5. Samningur um umhverfishreinsun við 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði.
Eftirtaldir tóku til máls: Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Samningurinn samþykktur samhljóða og bæjarstjóra falið að undirrita hann.

6. Bréf frá Nirði Sigurðssyni – fulltrúa S-lista.
Njörður vék af fundi fyrir afgreiðslu málsins.
Í bréfinu óskar Njörður eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn i tvo mánuði frá og með 11. október og til og með 11. desember 2015 vegna starfa sinna erlendis á þessu tímabili.

Bæjarstjórn samþykkir leyfið í umbeðinn tíma. Varamaður Njarðar er Guðjón Óskar Kristjánsson.
Njörður tók aftur sæti á fundinum.

7. Fundagerðir til kynningar:
7.1. Bergrisans bs. frá 15. september 2015.
7.2. Bæjarstjórnar frá 10. september 2015.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:19.

 

Getum við bætt efni síðunnar?