Bæjarstjórn
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson, setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Í upphafi fundar lagði forseti fram dagskrárbreytingartillögu um að við dagskrá bætist liður 1.4 fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10. mars 2015 og liður 8 tillaga frá meirihluta vegna launa á leikskólum. Breytingartillagan samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Fundagerðir.
1.1. Bæjarráðs frá 19. febrúar 2015.
1.2. Bæjarráðs frá 5. mars 2015.
1.3. Umhverfisnefndar frá 3. mars 2015.
1.4. Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10. mars 2015.
2. Minnisblað frá LEX lögmannsstofu v/ álits umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar í stöðu deildarstjóra sérkennslu í GíH.
3. Fyrirspurn frá fulltrúum S-lista um stefnu og framkvæmdir í atvinnumálum.
4. Þjónustusamningur Hveragerðisbæjar og Hjálparsveitar skáta í Hveragerði.
5. Samþykktir fyrir Skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings bs síðari umræða.
6. Erindisbréf stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. síðari umræða.
7. Erindisbréf Skóla- og velferðarnefndar Árnesþings síðari umræða.
8. Skipan í nefndir og ráð (varamaður minnihluta í fræðslunefnd).
9. Tillaga frá meirihluta vegna launa á leikskólum.
10. Fundargerðir til kynningar:
10.1. Öldungaráð Hveragerðisbæjar frá 14. janúar 2015
10.2. Bæjarstjórnar frá 12. febrúar 2015.
Hér var gengið til dagskrár.
1. Fundagerðir;
1.1. Bæjarráðs frá 19. febrúar 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Viktoría Sif Kristinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 1.2 „Bréf frá Menntaskólanum að Laugarvatni“ afgreiddur sérstaklega.
Samþykktur samhljóða.
Liður 2.1. „Kauptilboð Hveragerðisbæjar í Breiðumörk 26, efri hæð“ afgreiddur sérstaklega.
Samþykktur samhljóða.
Liður 3.1. „Opnun tilboða í slátt og hirðingu í Hveragerði“ afgreiddur sérstaklega.
Samþykktur samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
1.2. Bæjarráðs frá 5. mars 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar Rúnar Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir
Liður 2.1 „Rekstur tjaldsvæðis – niðurstaða auglýsingar“ afgreiddur sérstaklega.
Samþykktur samhljóða.
Liður 2.2. „Lóðarumsókn Dalsbrún 10-16 “ afgreiddur sérstaklega.
Unnur Þormóðsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Samþykktur samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
1.3. Umhverfisnefndar frá 3. mars 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Liður 3. „Náttúra. is“ afgreiddur sérstaklega.
Samþykktur samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
1.4. Skipulags og mannvirkjanefndar frá 10. mars 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 1. „Grímsstaðareitur Í1“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2005-2017 „Grímsstaðareitur, íbúðasvæði í miðbæ Hveragerðis“ en engar athugasemdir komu fram við auglýsingu á breytingartillögunni.
Liður 3. „Kambaland, breyting á deiliskipulagi“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar arkitekts að gera breytingartillögu við deiliskipulagið í samræmi við framlögð deiliskipulagsdrög.
Liður 4. „Bláskógar 6, garðskáli umsókn um byggingarleyfi“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að leyfið verði veitt.
Liður 5. „Laufskógar 7, matshluti 02, umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun, útliti og innra skipulagi“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fyrirhugaðar breytingar verði grenndarkynntar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
2. Minnisblað frá LEX lögmannsstofu v. álits umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar í stöðu deildarstjóra sérkennslu í GíH.
Lagt fram minnisblað frá LEX lögmannsstofu vegna álits umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar í stöðu deildarstjóra sérkennslu í GíH.
Viktoría Sif Kristinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu dagskrárliðarins stóð.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Njörður Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu.
Jafnræðisregla stjórnsýsluréttarins kveður á um að við úrlausn mála skuli stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis. Á fundi bæjarráðs 17. nóvember 2011 var samþykkt samkomulag vegna ágreinings um ráðningu í starf deildarstjóra við Grunnskólann í Hveragerði árið 2009, sbr. úrskurð í stjórnsýslumáli nr. 44/2009, kveðinn upp í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 6. desember 2010. Hér er um sambærilegt mál að ræða og álit umboðsmanns Alþingis nr. 7889/2014 vegna ráðningar í stöðu deildarstjóra sérkennslu í grunnskólanum árið 2013. Í báðum tilfellum var skv. áliti/úrskurði brotið gegn stjórnsýslulögum og vandaðir og góðir stjórnsýsluhættir ekki viðhafðir.
Undirritaður leggur því til að reynt verði til þrautar að ljúka málinu með sambærilegu samkomulagi og samþykkt var í bæjarráði 17. nóvember 2011.
Njörður Sigurðsson
Kl. 17:52 var gert fundarhlé.
Kl. 18:02 hélt fundur áfram.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi tillögu.
Bæjarstjórn samþykkir að hafna framlagðri bótakröfu í málinu enda liggur ekkert fyrir um það að viðkomandi hafi átt rétt á umræddri stöðu. Bæjarstjórn felur lögmanni bæjarins að fylgja málinu eftir.
Eyþór H. Ólafsson
Unnur Þormóðsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Þórhallur Einisson
Tillaga meirihlutans borin upp þar sem hún gengur lengra og samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans, Njörður Sigurðsson og Garðar Rúnar Árnason sátu hjá.
3. Fyrirspurn frá fulltrúum S-lista um stefnu og framkvæmdir í atvinnumálum.
Fulltrúar S-lista lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Á bæjarstjórnarfundi 11. september 2014 felldi meirihluti sjálfstæðismanna tillögu S- og B-lista um stofnun atvinnumálanefndar í þeim tilgangi að efla atvinnulíf í Hveragerði. Í bókun sjálfstæðismanna var vísað í að bæjarráð færi nú með málaflokkinn og það væri mun skilvirkara. Þá var jafnframt vísað í gerð atvinnustefnu bæjarins í samstarfi við atvinnuráðgjafa SASS. Nú þegar sex mánuðir eru síðan tillaga S- og B-lista var felld er óskað eftir upplýsingum um stöðu atvinnumála hjá Hveragerðisbæ. Lítið hefur farið fyrir atvinnumálum í bæjarráði frá september sl. og því er óskað eftir upplýsingum um hvernig meirihluti sjálfstæðismanna sér fyrir sér vinnu bæjarráðs í þessum málum á næstu misserum. Þá er óskað eftir upplýsingum um hver sé staðan í vinnu við atvinnustefnu bæjarins og hvenær megi búast við að henni verði hrint í framkvæmd.
Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Eftirfarandi bókun var lögð fram af meirihluta bæjarstjórnar.
Atvinnumálastefnan hefur verið í vinnslu að undanförnu í samvinnu við atvinnuráðgjafa SASS og er gert ráð fyrir að hún verði lögð fyrir bæjarráð til umræðu í apríl.
4. Þjónustusamningur Hveragerðisbæjar og Hjálparsveita skáta í Hveragerði.
Lagður fram þjónustusamningur við Hjálparsveit skáta í Hveragerði sem er til ársins 2018.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Eyþór H. Ólafsson.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.
Bæjarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til Hjálparsveitar skáta í Hveragerði vegna þess mikilvæga og fórnfúsa starfs sem unnið hefur verið undanfarna mánuði við erfiðar vetraraðstæður.
5. Samþykktir fyrir Skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings bs, síðari umræða.
Lögð fram til síðari umræðu samþykktir fyrir skólaþjónustu og velferðarnefnd Árnesþings bs.
Enginn tók til máls.
Samþykktirnar samþykktar.
6. Erindisbréf stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Lagt fram til síðari umræðu erindisbréf fyrir stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings b.s.
Enginn tók til máls.
Erindisbréfið samþykkt samhljóða.
7. Erindisbréf Skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Lagt fram til síðari umræðu erindisbréf fyrir Skóla- og velferðarnefnd Árnesþings.
Enginn tók til máls.
Erindisbréfið samþykkt samhljóða.
8. Skipan í nefndir og ráð, (varamaður minnihluta í fræðslunefnd).
Tillaga kom fram frá fulltrúum S-listans að Soffía Valdimarsdóttir verði varamaður í fræðslunefnd í stað Erlu Maríu Gísladóttur.
Enginn tók til máls.
Tillagan samþykkt samhljóða.
9. Tillaga frá fulltrúum meirihlutans vegna launa í leikskólum.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi tillögu.
Bæjarstjórn samþykkir að heimila leikskólastjórum í samráði við launafulltrúa að umbuna þeim starfsmönnum leikskólans sem hafa menntun í uppeldisgreinum með tímabundnum viðbótarlaunum á meðan ekki tekst að manna leikskóla bæjarins með fagmenntuðum leikskólakennurum eins og ber að gera skv. lögum um leikskóla nr. 90/2008.
Greinargerð:
Þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar hefur gengið afar erfiðlega að fá menntaða leikskólakennara til starfa í leikskólum bæjarins. Staða sem er kunnugleg í flestum sveitarfélögum landsins. Nýverið voru auglýstar stöður deildarstjóra og leikskólakennara á leikskólunum en enginn menntaður leikskólakennari sótti um. Telur bæjarstjórn einboðið að bregðast verði við þessari stöðu með einhverjum hætti og þess verði nú freistað að fá starfsmenn með háskólamenntun í uppeldisgreinum til starfa á leikskólunum. Með uppeldisgreinum er átt við grunnskólakennara, þroskaþjálfa, uppeldis- og kennslufræðinga og b.s. í sálfræði.
Þessi tillaga liður í þeirri viðleitni að fjölga fagmenntuðu starfsfólki. Er hér um tímabundna samþykkt að ræða þar til tekst að ráða fagmenntaða leikskólakennara til stofnananna.
Eyþór H. Ólafsson
Unnur Þormóðsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Þórhallur Einisson
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar Rúnar Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Kl. 18:32 var gert fundarhlé.
Kl.18:49 hélt fundur áfram.
Tillagan samþykkt samhljóða. Bæjarstjóra er ennfremur falið að endurskoða reglur bæjarins um stuðning við nema í leikskólakennarafræðum.
10. Fundagerðir til kynningar;
10.1. Öldungaráð Hveragerðisbæjar frá 14. janúar 2015
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Unnur Þormóðsdóttir.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
Bæjarstjórn fagnar því að öldungaráð skuli hafa tekið til starfa og efast ekki um að samstarf ráðsins og bæjarstjórnar á eftir að verða farsælt.
Varðandi einstaka liði fundargerðarinnar samþykkir bæjarstjórn að fela umhverfisfulltrúa að vinna að fjölgun bekkja við megin gönguleiðir í bænum og einnig að ruslafötum verði fjölgað. Haft verði samráð við öldungaráð vegna staðsetninga fyrir sumarið.
Varðandi opnun á sérstökum þjónustusíma fyrir eldri borgara þá bendir bæjarstjórn á þjónustusíma bæjarskrifstofu þar sem svarað er frá 9-16 alla daga.
Varðandi hreinsun á þakrennum þá getur bærinn því miður ekki tekið slíkt að sér heldur vísar til iðnaðarmanna á svæðinu. Í undantekninga-tilfellum hefur áhaldahúsið mokað snjó frá húsum eldri borgara. Það hefur eingöngu verið þar sem heilsufar íbúa hefur verið með þeim hætti að slíkt hefur verið metið nauðsynlegt. Aftur er rétt að benda á að verktakar hér í bæ taka að sér slík verkefni.
10.2. Bæjarstjórnar frá 12. febrúar 2015.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15