Fara í efni

Bæjarstjórn

477. fundur 02. júní 2016 kl. 08:30 - 08:37 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir varaformaður
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Þórhallur Einisson
  • Friðrik Sigurbjörnsson varamaður
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
Starfsmenn
  • Hanna Lovísa Olsen embættismaður
Fundargerð ritaði: Hanna Lovísa Olsen þjónustufulltrúi
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, varaforseti, setti fund og stjórnaði í forföllum Eyþórs H. Ólafssonar. Í upphafi leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Ráðning skólastjóra

1606002

Njörður Sigurðsson, Viktoría Sif Kristinsdóttir og Garðar Árnason viku af fundi vegna starfa sinna við Grunnskólann í Hveragerði eða annarra tengsla við skólann.

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra þar sem gerð er grein fyrir störfum valnefndar vegna ráðningar skólastjóra við Grunnskólann í Hveragerði. Nefndina skipuðu Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, Birkir Sveinsson, formaður fræðslunefndar og Soffía Valdimarsdóttir, fulltrúi minnihlutans. Ennfremur lagt fram yfirlit frá Hagvangi sem sá um auglýsingaferli og viðtöl við umsækjendur.
Sex umsækjendur voru um stöðuna en einn aðili dró umsókn sína til baka í ferlinu.

Til máls tóku Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Þórhallur Einisson og Unnur Þormóðsdóttir.
Bæjarstjórn hefur farið ítarlega yfir þau gögn sem liggja fyrir og samþykkir samhljóða að ráða Sævar Þór Helgason í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði til þriggja ára.

Njörður Sigurðsson, Viktoría Sif Kristinsdóttir og Garðar Árnason mættu aftur til fundar.

Fundi slitið - kl. 08:37.

Getum við bætt efni síðunnar?