Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Fundargerð bæjarráðs frá 5.september 2109.
1908003F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 5,15,16,17,18,19,20,21 og 22.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 5 "Bréf frá Tónlistarskólanum á Akureyri frá 12. ágúst 2019" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.
Liður 15 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.
Liður 16 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.
Liður 17 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.
Liður 18 "Minnisblað frá umhverfisfulltrúa: Endurnýjun fráveitu í hluta Heiðmerkur" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdina.
Liður 19 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Bókasafn" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.
Liður 20 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Óskaland" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.
Liður 21 "Minnisblað frá skrifstofustjóra - Jafnlaunavottun" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að gera samning við Strategiu um jafnlaunavottun.
Liður 22 "Minnisblað frá bæjarstjóra - Gufulögn til golfskála" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir styrk til Golfklúbbsins í Gufudal að upphæð 2,5 m.kr. til lagfæringar á gufulögninni að húsnæði klúbbsins.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Liður 15 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.
Liður 16 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.
Liður 17 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.
Liður 18 "Minnisblað frá umhverfisfulltrúa: Endurnýjun fráveitu í hluta Heiðmerkur" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdina.
Liður 19 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Bókasafn" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.
Liður 20 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Óskaland" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.
Liður 21 "Minnisblað frá skrifstofustjóra - Jafnlaunavottun" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að gera samning við Strategiu um jafnlaunavottun.
Liður 22 "Minnisblað frá bæjarstjóra - Gufulögn til golfskála" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir styrk til Golfklúbbsins í Gufudal að upphæð 2,5 m.kr. til lagfæringar á gufulögninni að húsnæði klúbbsins.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
2.Fundargerð fræðslunefndar frá 20.september 2019.
1909022
Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða um leið og umhverfisfulltrúa er falið að ræða við Veitur varðandi athugasemdir er fram koma í lið 3. Varðandi sumarleyfi leikskólanna samþykkir bæjarstjórn að gerð verði könnun meðal starfsmanna og foreldra um sumarleyfi ársins 2020. Valið standi á milli tveggja tímabila annars vegar að sumarfrí hefjist þann 22. júní og börnin mæti aftur þann 23. júlí og hins vegar að sumarfrí hefjist þann 2. júlí og börnin mæti aftur þann 5. ágúst. Niðurstaðan ráði sumarfrístímabili ársins 2020.
3.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun.
1909026
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna fjárfestingar í félagslegu leiguhúsnæði.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum viðauka upp á kr. 49.000.000.- vegna kaupa á félagslegu leiguhúsnæði og að kaupin verði fjármögnuð með láni. Friðrik Sigurbjörnsson sat hjá.
4.Lánasamningur Lánsjóðs sveitarfélaga.
1909023
Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga upp á 49 m.kr.lán.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir með sex atkvæðum hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 45.366.307, með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 49.000.000.- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar til kaupa á félagslegu húsnæði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Friðrik Sigurbjörnsson sat hjá.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar til kaupa á félagslegu húsnæði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Friðrik Sigurbjörnsson sat hjá.
5.Minnisblað frá bæjarstjóra - Ráðning leikskólastjóra Leikskólans Undralands.
1909025
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna ráðningar leikskólastjóra við Leikskólann Undraland ásamt gögnum um umsækjendur sem lögð eru fram sem trúnaðargögn.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn hefur kynnt sér ítarlega þau gögn sem fyrir liggja og samþykkir með sex atkvæðum að ráða Önnu Erlu Valdimarsdóttur sem leikskólastjóra Leikskólans Undralands. Friðrik Örn Emilsson sat hjá.
6.Samþykkt um öldungaráð Hvergerðisbæjar.
1909027
Lögð fram breytt samþykkt um öldungaráð Hveragerðisbæjar.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samþykktina en með breytingunni er forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefna aldraðra orðinn tengiliður Hveragerðisbæjar við ráðið í stað menningar- og frístundafulltrúa eins og áður var.
7.Bréf frá Ölverk Brugghús frá 6.september 2019.
1909024
Aldís Hafsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.
Í bréfinu óskar Ölverk Brugghús eftir að fá að halda bjórhátíð í gróðurhúsi í Hveragerði laugardaginn 5. október 2019 milli kl. 16:00 og 24:00 og að bæjarstjórn veiti heimild til að Þelamörk verði lokað fyrir framan umrætt gróðurhús (frá Steingerði að Breiðumörk) á meðan að bjórhátíðin fer fram.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Þórunn Pétursdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Í bréfinu óskar Ölverk Brugghús eftir að fá að halda bjórhátíð í gróðurhúsi í Hveragerði laugardaginn 5. október 2019 milli kl. 16:00 og 24:00 og að bæjarstjórn veiti heimild til að Þelamörk verði lokað fyrir framan umrætt gróðurhús (frá Steingerði að Breiðumörk) á meðan að bjórhátíðin fer fram.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Þórunn Pétursdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Bæjarstjórn veitir heimild til að bjórhátíðin verði haldin á þessum stað og að götunni verði lokað með þeim hætti sem lýst er í erindinu enda muni aðrir þeir umsagnaraðilar sem gefa þurfa leyfi fyrir hátíð á þessum stað gera slíkt hið sama.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 17:37.
Getum við bætt efni síðunnar?
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.