Fara í efni

Bæjarráð

702. fundur 06. september 2018 kl. 08:00 - 08:58 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá mennta- og menningarmálaráðaneytinu frá 22.ágúst 2018.

1809003

Í bréfinu er rætt um starfshóp sem var skipaður í kjölfar #églíka (#metoo) og tillögur starfshópsins um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Með bréfinu fylgdi skýrsla starfshópsins.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjórn hefur samþykkt stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Eins er í Íþrótta- og frístundastefnu bæjarins sett inn skilyrði til fjárveitinga til íþróttafélaga og annarra frístundafélaga að þau setji sér upp siðareglur og viðbragðsáætlanir um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi og verður það sett inn í þjónustusamninga sem bærinn gerir við þessi félög.

2.Bréf frá Þjóðskrá Íslands 27.ágúst 2018.

1808029

Í bréfinu er kynnt fasteignamat fyrir árið 2019. Í Hveragerði hækkar fasteignamat íbúðahúsnæðis um 24% og fasteignamat alls húsnæðis um 21,2%.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

1808021

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í Álftanesskóla skólaárið 2018-2019.
Bæjarráð samþykkir erindið á grundvelli rökstuðnings sem fram kom á fundinum. Hveragerðisbær samþykkir greiðslur samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

4.Bréf frá Lögmannstofu KGS frá 23.ágúst 2018.

1809002

Lagt fram bréf frá KGS lögmannsstofu sem ritað er fyrir hönd umbjóðenda Sigríðar Helgu Sveinsdóttur, vegna álagðra fasteignagjalda á fasteignina Reykjamörk 10, Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra í samráði við lögfræðing bæjarins að svara erindinu.

5.Bréf frá Félagi hópferðaleyfishafa frá 23.ágúst 2018.

1809001

Í bréfinu, sem er afrit af bréfi til ráðherra samgöngumála, er rætt um kröfur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um rekstrarleyfissviptingu nokkurra hópferðafyrirtækja.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá Kristrúnu Heiðu Busk frá 17.ágúst 2018.

1808022

Í bréfinu óskar bréfritari eftir stækkun á lóð sinni Heiðarbrún 52 sem nemur grasbletti á milli lóðarinnar og göngustígs.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

7.Bréf frá SASS ódagsett.

1808023

Í bréfinu er rætt um áhersluverkefnið Umhverfis Suðurland og verkefni þess í september sem er Plastlaus september.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Umhverfisnefndar sem mun kynna verkefnið fyrir bæjarbúum en þegar er byrjað að vinna að Plastpokalausu Hveragerði.

8.Bréf frá SASS frá 20.ágúst 2018.

1808025

Í bréfinu er rætt um undirbúning fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem verður haldið á Akureyri 26-28. september n.k.
Lagt fram til kynningar.

9.Bréf frá Rafhjólaklúbbnum Skjaldbökunnar frá 30.ágúst 2018.

1808031

Í bréfinu óska bréfritarar Rafhjólaklúbburinn Skjaldbökurnar eftir þjónustusamningi við Hveragerðisbæ.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

10.Bréf frá Úrskurðarnefnd velferðarmála frá 30.ágúst 2018.

1809005

Í bréfinu er kynnt kæra sem nefndin fékk frá Einari Michael Guðjónssyni og óskað eftir greinargerð frá Hveragerðisbæ vegna kærunnar.
Bæjarráð samþykkir að fela Bæjarstjóra að svara erindinu í samráði við lögfræðing bæjarins.

11.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun.

1808030

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar vegna frágangs og merkingar á húsnæði bæjarskrifstofunnar.
Bæjarráð samþykkir viðauka að fjárhæð kr. 500.000.- sem fari af lið 21010-9990 til síðari ráðstöfunar.

12.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum - Kristín Aradóttir.

1809004

Lögð fram umsókn frá Kristínu Aradóttur um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum.
Þar sem Kristín er ekki starfsmaður leikskóla samþykkir bæjarráð styrk kr. 40.000.- samkvæmt reglum um styrk til nema í leikskólakennarafræðum í Hveragerði.

13.267 fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 5.júlí 2018.

1808027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerð stj.BÁ frá 24.ágúst 2018.

1808024

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.535. fundur stjórnar SASS frá 15.ágúst 2018.

1808026

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð 189. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 23.ágúst 2018.

1808028

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:58.

Getum við bætt efni síðunnar?