Fara í efni

Bæjarráð

701. fundur 16. ágúst 2018 kl. 08:00 - 10:04 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 20.júlí 2018.

1808005

Í bréfinu er boðað til XXXII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri dagana 26. til 28. september nk.
Lagt fram til kynningar. Fulltrúar Hveragerðisbæjar á landþinginu eru Aldís Hafsteinsdóttir og Þórunn Pétursdóttir.

2.Bréf frá MAST frá 24.júlí 2018.

1808012

Í bréfinu er rætt um skyldur opinberra aðila þegar búfé gengur laust utan girðinga.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Tálkna ehf frá 7.ágúst 2018.

1808017

Í bréfinu óska bréfritarar eftir samstarfi við Hveragerðisbæ um lóðirnar Öxl 1, 2 og 3 í Hveragerði sem þeir eru eigendur að.
Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að ræða við bréfritara.

4.Bréf frá Gróu Friðgeirsdóttur frá 7.ágúst 2018.

1808001

Í bréfinu óskar Gróa fyrir hönd minningarsjóðs Friðgeirs Kristjánssonar eftir styrk frá Hveragerðisbæ til að halda golfmót á Blómstrandi dögum eins og gert hefur verið árlega um langa hríð.
Bæjarráð samþykkir að styrkja golfmótið um kr. 30.000.-

5.Valgarð Sörensen kynnir stöðuna á Austurmörk 6-8.

1808013

Á fundinn mætti Valgarð Sörensen og kynnti stöðuna vegna framkvæmda á lóðinni Austurmörk 6-8.
Í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu á fundinum samþykkir bæjarráð að framlengja frest, sem gefinn var á fundi bæjarráðs 5. júlí, til næsta fundar bæjarstjórnar þann 13. september.

6.Minnisblað frá bæjarstjóra: Þórsmörk 2.

1808014

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 13. ágúst 2018 vegna lóðarinnar Þórsmörk 2.
Bæjarstjóri hefur í minnisblaðinu fjallað um aðdraganda og skilyrði sem gefin voru fyrir úthlutun lóðarinnar Þórsmörk 2 til Breiðás ehf. Þar kemur fram að lóðablað (mæliblað) fyrir lóðina Þórsmörk 2 var tilbúið þann 3. júlí 2017 þannig að 12 mánaða frestur sem bæjarráð gaf var liðinn 3. júlí 2018. Þrátt fyrir að tilkynning hafi verið send um að lóðin yrði afturkölluð í samræmi við ákvarðanir bæjarráðs hafa engin viðbrögð borist frá lóðarhafa.

Í ljósi þessa er eðlilegt að líta svo á að lóðaúthlutun til Breiðás ehf. vegna Þórsmerkur 2 sé fallin úr gildi og að lóðin verði nú þegar auglýst laus til úthlutunar. Þegar greidd gatnagerðargjöld verða endurgreidd.

7.Samningur um löggæslumyndavélar í Hveragerði 2018.

1808009

Lagður fram samningur milli Hveragerðisbæjar, lögreglunnar á Suðurlandi og Neyðarlinunar ohf um kaup, uppsetningu og rekstur öryggismyndavélakerfis.
Bæjarráð samþykkir samninginn en þar með mun lögreglan á Suðurlandi annast vöktun á myndefninu og sjá um að tilkynningar berist til bæjarfélagsins ef myndavélarnar eru ekki að virka sem skyldi. Ljóst er að um einhvern kostnað við kaup á nýjum vélum og uppsetningu verður að ræða og munu upplýsingar um endanlegan kostnað verða lagðar fyrir bæjarráð þegar hann liggur fyrir.

8.Minnisblað frá bæjarstjóra: aukafjárveiting v.lóðar leikskólans Óskalands.

1808016

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 13. ágúst um aukafjárveitingu vegna lóðar leikskólans Óskalands.
Bæjarráð samþykkir að festa kaup á kastala sem leikskólastjóri óskar eftir. Eins samþykkir bæjarráð aðrar breytingar á lóð leikskólans Óskalands sem rætt er um í minnisblaðinu.

Bæjarráð samþykkir viðauka á fjárhagsáætlun vegna breytinga á lóðinni og kaupum á kastalanum kr. 1.400.000.- sem bókist á móti á auknum tekjum vegna staðgreiðslu.

9.Umsókn um launað námsleyfi.

1808008

Í bréfinu óskar Heiða Margrét Guðmundsdóttir, á leikskólanum Óskalandi eftir launuðu námsleyfi vegna náms í Uppeldis- og menntunarfræði.
Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara og leikskólastjóra í samræmi við umræður á fundinum.

10.Samningur við félagið Villikettir ehf.

1808011

Lagður fram samningur við félagið Villikettir ehf um tilraunaverkefni um að hlúa að villi- og vergangsköttum í landi Hveragerðis og að sporna við fjölgun þeirra. Auk þess lögð fram lýsing á aðferðafræði félagsins og kynning á félaginu.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
Markmið samningsins er að hlúa að villi- og vergangsköttum í landi Hveragerðisbæjar og sporna við fjölgun þeirra og að uppfylla skyldur sem á sveitarfélaginu hvíla skv. ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra.

11.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 8.ágúst 2018.

1808002

Liðir 3,4,6,7,8 og 9 afgreiddir sérstaklega.
Liður 3 "Kambaland, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Liður 4 "Hlíðarhagi, lýsing á deiliskipulagsáætlun" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að lýsingin verði send Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum til umsagnar og kynnt fyrir fyrir almenningi sbr. 2. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 6 "Brattahlíð 2, umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju gróðurhúsi, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir byggingaráformin fyrir framkvæmdinni.

Liður 7 "Hverhlíð 9, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir byggingaráformin fyrir framkvæmdinni.

Liður 8 "Klettahlíð 7, viðbygging" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 9 "Frumskógar 18, lóðarblað" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að gert verði mæli- og hæðarblað fyrir lóðina Frumskógar 18 í samræmi við lóðarblað Landsform ehf og lóðin auglýst laus til umsóknar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

12.Fundargerð menningar- íþrótta- og frístundanefndar frá 13.ágúst 2018.

1808015

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

13.Fundargerð umhverfisnefndar frá 19.júlí 2018.

1808006

Bæjarráð samþykkir að verkefnum sem felast í afgreiðslum nefndarinnar á liðum 4, 5 og 6 verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

14.Fundargerð umhverfisnefndar frá 26.júlí 2018.

1808010

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

15.Verkfundagerð frá 18.júlí 2018 - Gatnagerð Vorsabær.

1808003

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

16.Verkfundagerð frá 9.ágúst 2018 - Fráveita Breiðamörk - Hveramörk og Bláskógar - Frumskógar.

1808004

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

17.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 16.júlí 2018.

1808007

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:04.

Getum við bætt efni síðunnar?