Fara í efni

Bæjarráð

646. fundur 18. febrúar 2016 kl. 08:00 - 09:38 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Velferðarnefnd Alþingis frá 5. febrúar 2016

1602024

Í bréfinu er óskað eftir umsögn á tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1. febrúar 2016

1602022

Í bréfinu er kynnt umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks 2016.
Lagt fram til kynningar.

3.Heimili og skóla frá 11. febrúar 2016.

1602025

Í bréfinu er kynnt ályktun stjórnar Heimilis og skóla vegna niðurskurðar í leik- og grunnskólum landsins.
Lagt fram til kynningar.

4.Félagi eldri borgara, ódagsett

1602023

Í bréfinu er skýrsla frá aðalfundi um starf félagsins árið 2015.
Bæjarráð þakkar Félagi eldri borgara greinargóða skýrslu og færir félaginu og forsvarsmönnum þess innilegar þakkir fyrir það góða starf sem unnið er af félagsmönnum. Félag eldri borgara er burðarás í félagsstarfi í bæjarfélaginu og á þakkir skyldar fyrir hversu vel hefur verið staðið að því.

5.Neyðarlínunni ohf., ódagsett.

1602011

Í bréfinu er kynnt rammasamnings-útboð vegna innkaupa á tetra farstöðvum.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um lóðina við Smyrlaheiði 50

1602031

Sigríður R. Helgadóttir sækir um lóðina Smyrlaheiði 50 en hún óskar eftir að fá að byggja parhús á lóðinni.
Bæjarráð hafnar umsókninni enda er bygging parhúss á lóðinni Smyrlaheiði 50 í andstöðu við gildandi deiliskipulag á svæðinu.

7.Greiðsla fatapeninga til starfsmanna FOSS

1602029

Lögð fram drög að reglum um greiðslur fatapeninga til starfsmanna FOSS sem vinna í leik- og grunnskóla.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.

8.Umræða um atvinnu- og ferðamál

1602027

Davíð Samúelsson mætti á fundinn og kynnti það starf sem hann hefur verið að vinna að vegna atvinnu- og ferðamála.


Lagðar fram fjölmiðlaskýrslur um Hveragerði frá árunum 2014 og 2015.
Bæjarráð þakkar Davíð greinargóða skýrslu um störf hans undanfarna mánuði.

9.Fundargerð landsmótsnefndar 50 plús frá 15.2.2016.

1602030

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.505. fundur stjórnar SASS frá 5.2.2016

1602026

Lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:38.

Getum við bætt efni síðunnar?