Fara í efni

Bæjarráð

694. fundur 15. mars 2018 kl. 08:00 - 09:00 í fundarsal Breiðumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28.febrúar 2018.

1803016

Með bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 6.mars 2018.

1803017

Með bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 6.mars 2018.

1803018

Með bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 8.mars 2018.

1803022

Með bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 50. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 12.mars 2018.

1803023

Með bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja), 114. mál.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 12.mars 2018.

1803028

Með bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 27.febrúar 2018.

1803029

Í bréfinu er kynnt ráðstefna CEMR fyrir evrópska sveitarstjórnarmenn um málefni sem tengjast jafnréttis-, innflytjenda- og mannréttindamálum sem haldin verður á Spáni dagana 11.-13. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

8.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1.mars 2018.

1803008

Í bréfinu er bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. febrúar sl. vegna draga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Lagt fram til kynningar.

9.Bréf frá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga frá 16.mars 2018.

1803039

Með bréfinu fylgdu gögn af fundi sveitarstjórna á Suðurlandi með þingmönnum Suðurkjördæmis sem haldin var á hótel Örk í Hveragerði 7. mars sl.
Bæjarráð þakkar það frumkvæði sem stjórn SASS sýnir varðandi samskipti sveitarfélaga við þingmenn kjördæmisins og þakkar jafnframt þeim þingmönnum sem mættu á fundinn fyrir sýndan áhuga.

Á fundinum kom fram að brýnustu mál kjördæmisins lúta að samgöngum (viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins), fjölgun hjúkrunarrýma og að bættri heilsugæslu á okkar víðfeðma svæði.

Bæjarráð vill ítreka mikilvægi þess að þingmenn okkar færi skilaboð Sunnlendinga inn á Alþingi og sjái til þess að fjárveitingar í þessi brýnu verkefni verði tryggðar.

10.Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands frá 23.febrúar 2018.

1803013

Í bréfinu er óskað eftir umsögn og athugasemdum vegna áherslu og efnistaka í drögum að Áfangastaðaáætlun DMP á Suðurlandi.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem fram hefur farið við gerð Áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Suðurland og telur að verkefnið geti orðið ferðaþjónustu og samfélaginu öllu til framdráttar ef vel tekst til með innleiðingu þess.

11.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 8.mars 2018.

1803027

Í bréfinu er svar við fyrirspurn frá bæjarráði Hveragerðis um miklar hækkanir skólagjalda langt umfram verðlagsþróun.

Í svarinu kemur fram að halli var á skólagjaldahlutanum á síðasta ári og því var þörf á að hækka skólagjöldin til að mæta því.
Bæjarráð þakkar greinargóð svör en óskar jafnframt eftir því við stjórn tónlistarskólans að reynt verði að halda skólagjöldum í algjöru lágmarki til að minnka líkur á því að nemendur hrökklist frá námi eða hafi ekki efni á tónlistarnámi vegna þess kostnaðar sem felst í námsgjöldum.

12.Bréf frá Nordjobb frá 2.mars 2018.

1803020

Í bréfinu er óskað eftir því að Hveragerðisbær taki 2 norræn ungmenni á vegum Nordjobb í sumarvinnu árið 2018.
Bæjarráð samþykkir erindið enda sjái Nordjobb um að útvega umræddum aðilum húsnæði og fæði ásamt öðru sem til fellur á meðan á dvöl þeirra stendur.

13.Bréf frá Trausta Steinssyni frá 5.mars 2018

1803021

Í bréfinu óskar bréfritari eftir styrk frá Hveragerðisbæ vegna útgáfu á bók um transbörn.
Bæjarráð samþykkir að styrkja fræðilega hluta verkefnisins og kostnað við aðkomu starfsmanna Háskólans um kr. 100.000,-.

14.Bréf frá Ásgeiri Einarssyni frá 25.02.2018

1803014

Í bréfinu óskar bréfritari eftir að hundaleyfisgjöld vegna hundsins Öskju verði felld niður eða lækkuð verulega.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

15.Bréf frá Sögnu samtökum um barnamenningu frá 19.mars 2018.

1803031

Í bréfinu óskar Sagna - samtök um barnamenningu eftir styrk vegna Verðlaunahátíðar barna sem haldin verður í Hörpu þann 22. apríl nk.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

16.Bréf frá Nýheimum frá 12.mars 2018.

1803032

Í bréfinu er kynnt verkefnið "Umhverfis Suðurland" sem er sameiginlegt átak á Suðurlandi í umhverfismálum, jafn í tiltekt og fræðslu til íbúa.
Bæjarráð skipar umhverfisfulltrúa sem tengilið bæjarins við verkefnið og felur honum og umhverfisnefnd að útfæra verkefni hér í Hveragerði í tengslum við átakið.

17.Minnisblað frá bygginga- og umhverfisfulltrúa: Þórsmörk 6-8.

1803036

Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa og umhverfisfulltrúa þar sem þeir ræða um gróðurhús við Þórsmörk 6-8 en þeir hafa kannað ástand hússins með tilliti til hvort hagstætt væri að varðveita/flytja húsið að hluta eða öllu leyti.
Í ljósi niðurstöðunnar sem fram kemur í minnisblaðinu samþykkir bæjarráð að umrætt gróðurhús verði rifið og lóðir sem þar eru nú deiliskipulagðar verði auglýstar lausar til úthlutunar.

18.Gagntilboð Þórsmörk 1A.

1803034

Lagt fram gangtilboð í fasteignina Þórsmörk 1A upp á kr. 48,7 milljónir en tilboðsgjafi er Mikkalína Mekkin Gísladóttir og Lárus Eggert Eggertsson.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboðinu verði tekið.

19.Opnun tilboða: Fráveitulögn Sunnumörk - Austurmörk.

1803019

Opnun tilboða í verkið "Fráveitulögn Sunnumörk - Austurmörk" fór fram 6. mars sl. Alls bárust 3 tilboð í verkið.

Aðalleið ehf 22.039.900.-
Smávélar ehf 23.746.910.-
D.ING verk ehf 19.576.000.-

Kostnaðaráætlun 21.112.400.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðenda D.ING verk ehf.

20.Opnun tilboða: Sláttur og hirðing í Hveragerði.

1803026

Opnun tilboða í verkið "sláttur og hirðing í Hveragerði" fór fram 13. mars sl. Alls bárust 3 tilboð í verkið.

Lynggarðar ehf 29.257.508.-
Sláttu og Garðaþjónusta Suðurlands ehf. 16.978.776.-
Garðlist ehf 22.017.836.-

Kostnaðaráætlun 15.555.972.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðenda Sláttu og Garðaþjónustu Suðurlands ehf.

21.Minnisblað frá bæjarstjóra: gufulögn að goshver í Hveragarðinum.

1803041

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 20. mars vegna gufulagnar að goshver í Hveragarðinum.
Bæjarráð samþykkir að fara í framkvæmd til að koma goshvernum aftur í gang. Áætlaður kostnaður er 2,2 mkr.

22.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

1803024

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í Laugarlækjarskóla frá jan-apríl 2018.
Bæjarráð samþykkir erindið á grundvelli rökstuðnings sem fram kom á fundinum.

23.Drög að stefnu, viðbragðsáætlun og viljayfirlýsingu gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi.

1803035

Lögð fram drög að stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi fyrir Hveragerðisbæ ásamt viljayfirlýsingu Vinnueftirlitsins um sama efni.
Bæjarráð vísar stefnunni og viðbragðsáætluninni til bæjarstjórnar til afgreiðslu en bæjarstjóra er falið að undirrita viljayfirlýsinguna á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

24.Drög að öldrunarstefnu.

1803040

Lögð fram drög að öldrunarstefnu Hveragerðisbæjar sem unnin hafa verið í samvinnu við Öldungaráð Hveragerðis.
Bæjarráð samþykkir að vísa öldrunarstefnunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

25.Fundargerð NOS frá 22.febrúar 2018.

1803007

Bæjarráð fagnar þeirri hugmynd að boðað verði til fundar skóla/fræðslunefnda aðildarsveitarfélaga þjónustunnar í kjölfar næstu sveitarstjórnarkosninga. Með því móti geti nýjar nefndir fengið hagnýtar upplýsingar um starf sitt og skyldur og séu
einnig upplýstar um stuðning og þjónustu Skóla- og velferðarþjónustunnar við nefndirnar.
Bæjarráð tekur undir þá skoðun NOS að nauðsynlegt sé að greiða þeim nefndarmönnum sem mæta á slíkan upplýsingafund sérstaklega fyrir fundarsetuna. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

26.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.febrúar 2018.

1803025

Fundargerði lögð fram til kynningar.

27.Fundargerð stjórnar SASS frá 2.mars 2018.

1803038

Fundargerði lögð fram til kynningar.

28.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 6.mars 2018.

1803037

Fundargerði lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Getum við bætt efni síðunnar?