Fara í efni

Bæjarráð

690. fundur 18. janúar 2018 kl. 08:00 - 08:40 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 21.desember 2017.

1801007

Með bréfinu óskar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál.
Bæjarráð er fylgjandi því að ungt fólk fái aukið hlutverk og að á það sé hlustað þegar kemur að mótun samfélagsins. Slíkt er hægt að gera með ýmsum hætti svo sem með öflugum ungmennaráðum og öðru slíku. Fyrir nokkru var gerð sú breyting að lögræðisaldur var hækkaður í 18 ár einmitt til að koma til móts við það sjónarmið að börn fengju að vera börn til 18 ára aldurs. Var þetta talið mikilvægt skref og jákvætt enda flestir sammála því að sú breyting hafi verið til bóta. Það er ávallt mikilvægt að skoða með hvaða hætti megi bæta samfélagið og þar væri stórt skref stigið ef að réttindi yrðu öll samræmd ákveðnum aldri. Nauðsynlegt er að þeir einstaklingar sem taka þátt í sveitarstjórnarmálum hafi þá lagalegu stöðu að geta tekið ákvarðanir fyrir hönd sveitarfélagsins en séu svo dæmi sé tekið ekki fjárráða og heyri undir lög um barnavernd og forræði foreldra. Bæjarráð hvetur Alþingi til að íhuga vel þessa stöðu áður en frumvarpið verður samþykkt.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 22.desember 2017.

1801008

Með bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Þjóðleikhúsinu frá 1.desember 2017.

1801010

Í bréfinu óskar Þjóðleikhúsið eftir samvinnu við Hveragerðisbæ vegna sýningar á leikritinu "Oddur og Siggi" í Hveragerði þann 9. apríl n.k.
Bæjarráð fagnar vilja Þjóðleikhússins til að sýningar verði hér í Hveragerði og hvetur skólastjóra til að taka slíkum hugmyndum fagnandi.

4.Forkaupsréttur Breiðumörk 22.

1801009

Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.

Lagt fram kauptilboð í eignina að Breiðumörk 22 en Hveragerðisbær á þar forkaupsrétt á grundvelli skipulags.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti að eigninni í þetta sinn.

5.Minnisblað- Tekjutengdur afsláttur gjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna 2018.

1801015

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna viðmiðunartekna við útreikning tekjutengds afsláttar gjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2018 (tekjur ársins 2017).
Bæjarráð samþykkir að viðmiðunartekjur vegna tekjutengds afsláttar fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega hækki um 20% frá tölum ársins 2017. Er með þessu komið til móts við tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega vegna hækkunar fasteignamats á eignum þeirra.

6.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 18.desember 2017.

1801011

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 14.desember 2017.

1801012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.desember 2017.

1801013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð stjórnar SASS frá 7.desember 2017.

1801014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:40.

Getum við bætt efni síðunnar?