Fara í efni

Bæjarráð

689. fundur 21. desember 2017 kl. 08:00 - 08:42 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 18.desember 2017.

1712043

Með bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál).
Bæjarráð bendir á að nauðsynlegt er að kostnaðarmeta áhrif laganna og þau fjárhagslegu áhrif sem gildistaka þeirra hefur á sveitarfélög í landinu. Um leið fagnar bæjarráð þeim áföngum sem munu nást með lögunum fyrir fatlað fólk.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 18.desember 2017.

1712044

Í bréfinu er óskað umsagnar um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.
Bæjarráð bendir á að nauðsynlegt er að kostnaðarmeta áhrif laganna og þau fjárhagslegu áhrif sem gildistaka þeirra hefur á sveitarfélög í landinu. Um leið fagnar bæjarráð þeim áföngum sem munu nást með lögunum fyrir fatlað fólk.

3.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 8.desember 2017.

1712037

Í bréfinu er óskað umsagnar um rekstrarleyfi vegna reksturs gististaðar í flokki II að Heiðmörk 27.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi sé veitt enda er gistiheimili nú þegar rekið í þessu sama húsnæði.

4.Bréf frá Vegagerðinni frá 14.desember 2017.

1712034

Í bréfinu er fjallað um auglýsingaskilti með díóðum og þá truflun sem af þeim getur stafað. Vegagerðin óskar eftir því að vera umsagnaraðili berist umsóknir um slík skilti til sveitarfélaga en jafnframt kemur fram að Vegagerðin leggst alfarið gegn uppsetningu ljósdíóðuskilta sem beint er að vegfarendum.
Bæjarráð vísar erindinu til Skipulags- og mannvirkjanefndar og telur ábendingar bréfritara réttmætar.

5.Bréf frá Landgræðslu ríkisins frá 12.desember 2017.

1712045

Í bréfinu vill bréfritari upplýsa um gagnsemi og mikilvægi votlendis fyrir íslenskt samfélag. Nauðsynlegt er að sveitarstjórnir séu upplýstar um málefnið og þær skyldur sem á þeim hvíla varðandi leyfisveitingar ef raska á eða ræsa fram votlendi.
Lagt fram til kynningar en umhverfisfulltrúi verður jafnframt upplýstur um erindi bréfsins.

6.Bréf frá Karlakór Hveragerðis frá 18.desember 2017.

1712041

Í bréfinu óskar nýstofnaður Karlakór Hveragerðis eftir að gerður verði þjónustusamningur við kórinn í samræmi við þá samninga sem þegar eru í gildi við tilsvarandi menningarfélög.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera þjónustusamning við kórinn á sama grunni og gert hefur verið við Söngsveit Hveragerðis.

7.Minnisblað frá bæjarstjóra: málefni ungra barna í Hveragerði.

1712042

Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu daggæslumála í Hveragerði en jafnframt lagt til að rekstrargrunnur þess eina dagforeldris sem starfar í Hveragerði í dag verði tryggður á komandi ári.
Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma í minnisblaðinu en með þeim er því dagforeldri sem nú starfar í Hveragerði tryggðar greiðslur fyrir 5 pláss óháð fjölda barna sem í þeim eru á hverjum tíma. Greiðslurnar hætta fyllist plássin. Gildir fyrirkomulagið til 1. júlí n.k. Er hér um einskiptis aðgerð að ræða sem hefur ekki fordæmisgildi gagnvart öðrum sem mögulega myndu hefja störf sem dagforeldrar í Hveragerði á næstunni. Bæjarráð vill jafnframt vekja athygli á því að með samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2018 munu börn greiða sama gjald fyrir daggæslu frá og með 12 mánaða aldri óháð því hvort þau eru hjá dagforeldri eða á leikskóla.

8.Samningur við HSSH um Landvörslu og eftirlit í Reykjadal.

1712040

Með samningunum gera sveitarfélögin Hveragerði og Ölfus ásamt Landbúnaðarháskólanum samning við Hjálparsveit skáta í Hveragerði um að sveitin sjái um landvörslu og eftirlit í Reykjadal.
Bæjarráð samþykkir samninginn sem gilda mun til 30. september n.k. Að samningstímanum loknum verður reynslan metin og ákvörðun tekin um framhaldið. Jafnframt er gerð sú krafa að þar sem Reykjadalur er í óskiptri eigu ríkisins sé eðlilegt að ríkisvaldið sjái um landvörslu í dalnum til framtíðar.

9.Fundargerð Bergrisans frá 20.nóvember 2017.

10.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15.desember 2017.

1712035

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 15.desember 2017.

1712038

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:42.

Getum við bætt efni síðunnar?