Fara í efni

Bæjarráð

862. fundur 03. apríl 2025 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði formaður til breytingu á dagskrá fundarins. Lagt var til að eitt mál yrði tekið á dagskrá sem ekki er tilgreint í dagskrá fundarins, Útboðs- og verklýsing vegna jarðvinnu og færslu lagna undir íþróttahús sem verður 11. mál á dagskrá fundarins og breytist röðun dagskrárliða eftir það til samræmis.

Dagskrárbreytingin var samþykkt samhljóða.

1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 18. mars 2025

2503202

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu, 158. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 20. mars 2025

2503203

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja, 161. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Vorfundur Héraðsnefndar Árnesinga 2025 - breyting á dagsetningu.

2503201

Boðað er til vorfundar Héraðsnefndar Árnesinga 28. apríl nk. í stað 8. apríl nk. eins og boðað hafði verið.
Lagt fram til kynningar.

4.Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2024

2503182

Lögð fram ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2024.
Lagt fram til kynningar.

5.Skólphreinsistöð - valkostagreining

2503209

Lögð fram valkostagreining fyrir úrbætur á skólphreinsistöð í Hveragerði.
Bæjarstjórn fékk ítarlega kynningu á valkostagreiningunni fimmtudaginn 27. mars sl. Bæjarráði lýst vel á vinnu COWI og þá tillögu sem kemur fram í skýrslunni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við COWI um næsta þátt verkefnisins sem er frumhönnun skólphreinsistöðvarinnar eins og kemur fram í skýrslunni og samhliða verði málinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.

6.Vatnsveita Hveragerðisbæjar - staða mála

2503200

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra varðandi vatnsveitu Hveragerðis.
Til kynningar.

7.Jafnlaunavottun fyrir árið 2025

2503195

Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar um jafnlaunavottun 2025. Á árinu 2025 fór fram eftirlit á vegum BSI á Íslandi.

Skrifstofu- og fjármálastjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti niðurstöðu jafnlaunavottunar.
Bæjarráð fagnar góðri niðurstöðu launagreiningar. Óútskýrður kynbundinn launamunur var 0,8% konum í vil og fylgni á milli starfaflokkunar og launagreiningar (R2) er 96,3%. Náði sveitarfélagið því markmiðum sínum sem voru með árangursmælikvarða í jafnlaunastefnu.

8.Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024

2503192

Ársreikningur Hveragerðisbæjar lagður fram.

Skrifstofu- og fjármálastjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti ársreikninginn.
Niðurstaða ársreiknings Hveragerðisbæjar fyrir árið 2024 er afar ánægjuleg - geymir eina bestu rekstrarafkomu bæjarins frá upphafi og sýnir mikinn viðsnúning milli ára. Það er mikilvægur grunnur fyrir íbúa bæjarins til að byggja á það lífsgæðasamfélag sem Hveragerði er og verður áfram.

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til endurskoðenda og til fyrri umræðu bæjarstjórnar.

9.Opnun tilboða í verkið "Hveragerði Gervigrasvöllur - Gervigras"

2503208

Opnun tilboða í verkið "Hveragerði Gervigrasvöllur - Gervigras" fór fram 7. mars 2025.

Kostnaðaráætlun verksins er kr. 89.158.000,-.



Sjö tilboð bárust í verkið frá þremur aðilum.



Metatron ehf.

Polytan LigaTurf Next CP 240 18/4 EPDM Mixed, kr. 92.850.320,- sem er 104,1% af kostnaðaráætlun verksins.

Polytan LigaTurf Next CP 240 18/4 EPDM R, kr. 99.790.780,- sem er 111.9% af kostnaðaráætlun verksins.

Polytan LigaTurf Next CP 240 18/4 EPDM Virgin, kr. 114.248.678,- sem er 128.1% af kostnaðaráætlun verksins.



Laiderz

HAKTO Omega 40 XL SV IS EPDM R, kr. 95.378.727,- sem er 107,0% af kostnaðaráætlun verksins.

HAKTO Omega 40 XL SV IS EPDM Virgin, kr. 104.518.393,- sem er 117,2% af kostnaðaráætlun verksins.



Altis

Edelgrass Powerblade 40/15 EPDM Virgin, kr. 93.907.042,- sem er 105,3% af kostnaðaráætlun verksins.

Edelgrass Powerblade 40/15 EPDM Virgin, kr. 104.526.782,- sem er 117.2% af kostnaðaráætlun verksins.



Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda Metatron ehf. í verkið sem er 104,1% af kostnaðaráætlun verksins enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

10.Opnun tilboða í verkið "Hveragerði-Gervigrasvöllur, tæknirými (búnaður)

2503207

Opnun tilboða í verkið "Hveragerði - Gervigrasvöllur, tæknirými (búnaður) fór fram 6. mars 2025.

Kostnaðaráætlun verksins er kr. 48.951.744,-.



Þrjú tilboð bárust í verkið.



BV16 ehf., kr. 35.419.701,- sem er 72.36% af kostnaðaráætlun verksins.

Eldfoss ehf., kr. 36.049.277,- sem er 73.64% af kostnaðaráætlun verksins.

Lýsing og lagnir ehf., kr. 43.239.849 sem er 88.33% af kostnaðaráætlun verksins.



Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda BV16 ehf. í verkið sem er 72.36% af kostnaðaráætlun verksins enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

11.Útboðs- og verklýsing vegna jarðvinnu og færslu lagna undir íþróttahús

2504008

Lögð fram útboðs- og verklýsing vegna jarðvinnu og færslu lagna undir íþróttahús.

Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti útboðs- og verklýsinguna.
Lagt fram til kynningar.

12.Öryggisbrestur hjá Wise 20. desember 2024

2503196

Til kynningar.

13.Umsókn um lóð við Vorsabæ 11

2503136

Lögð fram umsókn Litla Trés ehf. um lóð að Vorsabæ 11.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Litla Tré ehf. lóðinni að Vorsabæ 11 í samræmi við reglur um úthlutun lóða.

14.Fundargerð bygginganefndar um viðbyggingu við íþróttahús frá 25. mars 2025

2412011

Fundargerðin er staðfest.

15.Verkfundargerð - Hlíðarhagi frá 5. mars 2025

2503194

Fundargerðin er staðfest.

16.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland frá 10. mars 2025

2503197

Fundargerðin er staðfest.

17.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland frá 24. mars 2025

2503198

Fundargerðin er staðfest.

18.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 18. mars 2025

2503193

Fundargerðin er staðfest.

19.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland - jarðvegsvinna frá 19. mars 2025

2503199

Fundargerðin er staðfest.

20.Fundargerð stjórnar SASS frá 19. mars 2025

2503191

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð óskar Ingunni Jónsdóttur til hamingju með ráðninguna og jafnframt velfarnaðar í starfi framkvæmdastjóra. Bæjarráð hlakkar til samstarfsins.

21.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 18. mars 2025 og ársreikningur 2024

22.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs. frá 24. febrúar 2025

2503084

Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerð Listasafns Árnesinga frá 27. nóvember 2024

2503186

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

24.Fundargerð Listasafns Árnesinga frá 26. febrúar 2025

2503187

Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerð Listasafns Árnesinga frá 15. mars 2025

2503188

Lagt fram til kynningar.

26.Fundargerð Listasafns Árnesinga frá 28. mars 2025 og ársreikningur 2024

27.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu bs. frá 14. mars 2025 og ársreikningur 2024

28.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. mars 2025

2503183

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?