Bæjarráð
Dagskrá
Varaformaður bæjarráðs, Halldór Benjamín Hreinsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Aþingis frá 6. mars 2025
2503090
Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 13. mars 2025
2503089
Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum (svæðisráð o.fl.), 147. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 13. mars 2025
2503074
Með bréfi dags. 12. mars 2025 óskaði Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar um umsókn Elfu Daggar Þórðardóttur, Starmóa 14, Selfossi um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna fjáröflunar Hamars þann 15. mars 2025.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkti með tölvupósti 13. mars 2025 að gera ekki athugasemd við að leyfið yrði veitt. Sýslumaðurinn á Suðurlandi var upplýstur um afstöðu bæjarráðs með bréfi sama dag.
4.Bréf frá Lögreglustjóranum á Suðurlandi frá 5. mars 2025.
2503099
Í bréfinu er boðað til aðalfundar og vinnustofu Öruggara Suðurlands í Vík í Mýrdal þann 8. apríl 2025.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri, Pétur G. Markan, mæti fyrir hönd sveitarfélagsins á aðalfund og vinnustofu Öruggara Suðurland.
5.Bréf frá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 28. febrúar 2025
2503093
Í bréfinu er verkefnið "Sinfó í sund" kynnt. Er sveitarfélagið hvatt til þess að hafa lengri opnunartíma í sundlauginni Laugarskarði þann 29. ágúst 2025 þar sem sýnt verði í beinni útsendingu frá tónleikum hljómsveitarinnar í tilefni af 75 ára afmæli hjómsveitarinnar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til umfjöllunar.
6.Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga frá 3. mars 2025.
2503092
Í bréfinu er fjallað um dagskrá aðalfundarins og þær tillögur sem liggja fyrir aðalfundinum.
Lagt fram til kynningar.
7.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 11. mars 2025
2503087
Í bréfinu er fjallað um ársreikning Tónlistarskóla Árnesinga fyrir árið 2024 og fundargerð stjórnar Tónlistarskólans frá 11. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
8.Bréf frá Samtökunum Landsbyggðin lifi frá 4. mars 2025
2503098
Í bréfinu er leitað eftir samstarfi við sveitarfélög vegna þátttöku samtakanna í verkefninu "Coming, Staying, Living - Ruralizing Europe" sem er verkefni um eflingu byggða í dreifbýli og smærri samfélögum með áherslu á grunnþjónustu, sjálfbærni og samfélagsþol.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd.
9.Innleiðing farsældarlaga í Hveragerði - fræðsluþjónusta í Hveragerði
2503116
Deildarstjóri fræðsluþjónustu kom inn á fundinn og kynnti innleiðingu á farsældalögum í Hveragerði.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.
10.Stytting opnunartíma Sundlaugarinnar Laugarskarði vegna árshátíðar starfsfólks
2503118
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna styttingar opnunartíma sundlaugarinnar vegna árshátíðar starfsfólks Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir styttri opnunartíma sundlaugarinnar Laugaskarði þann 5. apríl nk. þannig að sundlaugin loki kl. 15:30 í stað kl. 17:30.
11.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum
2502075
Lögð fram umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum.
Bæjarráð samþykkir styrk til nema í leikskólakennarafræðum í samræmi við reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hveragerði.
12.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland frá 12. febrúar 2025
2503100
Fundargerðin er staðfest.
13.Verkfundargerð - Hrauntunga, Tröllahraun frá 20. febrúar 2025
2503095
Fundargerðin er staðfest.
14.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. febrúar 2025
2503085
Lagt fram til kynningar.
15.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2025
2503086
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni og gleði yfir því að samningar hafi náðst á milli sveitarfélaga og kennara. Um leið lýsir bæjarráð yfir áhyggjum varðandi áhrif kjarahækkananna á rekstur bæjarins. Áætla má að umsamdar kjarahækkanir muni kosta Hveragerðisbæ tæplega 88 milljónir í ár umfram áætlun ársins 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman greiningu á útgjaldaauka bæjarins vegna kjarasamninganna og leggja til mögulegar tillögur til hagræðingar í rekstrinum sem nemur þessum auknu útgjöldum. Þá er mikilvægt að greina hvaða áhrif nýgert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vanda hefur á rekstur Hveragerðisbæjar til að draga úr áhrifum kjarahækkana.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni og gleði yfir því að samningar hafi náðst á milli sveitarfélaga og kennara. Um leið lýsir bæjarráð yfir áhyggjum varðandi áhrif kjarahækkananna á rekstur bæjarins. Áætla má að umsamdar kjarahækkanir muni kosta Hveragerðisbæ tæplega 88 milljónir í ár umfram áætlun ársins 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman greiningu á útgjaldaauka bæjarins vegna kjarasamninganna og leggja til mögulegar tillögur til hagræðingar í rekstrinum sem nemur þessum auknu útgjöldum. Þá er mikilvægt að greina hvaða áhrif nýgert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vanda hefur á rekstur Hveragerðisbæjar til að draga úr áhrifum kjarahækkana.
16.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. mars 2025
2503094
Lagt fram til kynningar.
17.Fundargerð starfshóps um kostnaðarskiptingu Brunavarna Árnessýslu frá 12. mars 2025
2503119
Bæjarstjóri fór yfir gang mála í vinnu hópsins.
Lagt fram til kynningar.
18.Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 11. mars 2025
2503088
Lagt fram til kynningar.
19.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses. 21. janúar 2025
2503083
Lagt fram til kynningar.
20.Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Suðurlands frá 13. janúar 2025
2503096
Lagt fram til kynningar.
21.Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Suðurlands frá 14. febrúar 2025
2503097
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:16.
Getum við bætt efni síðunnar?