Fara í efni

Bæjarráð

860. fundur 06. mars 2025 kl. 08:00 - 09:27 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá innviðaráðuneyti frá 21. febrúar 2025.

2503006

Lagt fram bréf frá innviðaráðuneytinu þar sem fjallað er um framlengdan frest til 5. mars 2025 til að veita umsögn um drög að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Umsögn Hveragerðisbæjar um frumvarpið sem send var til innviðaráðuneytisins í samráðsgátt stjórnvalda er hér lögð fram til kynningar og er hún eftirfarandi:
Hveragerðisbær telur þær breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem nú eru í samráðsgátt, mál nr. S-32/2025, heilt yfir jákvæð skref í átt að því að uppfæra regluverk Jöfnunarsjóðsins. Með þessum breytingum er sveitarfélögum sem fullnýta útsvarsstofninn í þjónustu við íbúa gefið meira vægi, eðlileg og nauðsynleg breyting miðað við megin hlutverk Jöfnunarsjóðsins.

Þá er það jákvæð og skynsamleg breyting að sameina tekju- og útgjaldajöfnunarframlag sem og fasteignaskattsframlag í eitt líkan, sem bætir jöfnun og einfaldar útreikninga og skipulag sjóðsins.

Engar veigamiklar breytingar hafa orðið á úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðsins síðustu áratugi, á meðan íslenskt sveitarstjórnarstig hefur tekið miklum breytingum. Þarf ekki annað en að líta til fjölda sveitarfélaga sem hefur fækkað úr hundruðum í 64. Þá hefur þjónustuspönn sveitarfélaga aukist, sem og krafa um aukið þjónustustig. Þessar breytingar hafa verið til góðs og hafa aukið við velferð, þjónustu og stuðning í nærumhverfi íbúa. Mikilvægt er að regluverk Jöfnunarsjóðsins styðji við þessa þróun, fylgi henni eftir með reglulegum uppfærslum, sem hefur ekki verið raunin. Þessar breytingar eru vísir að því.

Fyrir hönd Hveragerðisbæjar er þessari umsögn komið á framfæri með þessu bréfi.

Virðingarfyllst,
f.h. Hveragerðisbæjar,

Pétur G. Markan
Bæjarstjóri

2.Bréf frá Landsneti frá 20. febrúar 2025

2502143

Lagt fram bréf frá Landsnet hf. þar sem beðið er um að setja Þorlákshafnarlínu 2 á aðalskipulag Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Landsnets hf. til aðalskipulagsnefndar til umfjöllunar.

3.Bréf frá Almannavörnum Árnessýslu frá 26. febrúar 2025

2503003

Lagður fram ársreikningur Almannavarna Árnessýslu 2024 auk staðfestingarbréfs stjórnenda.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum frá 26. febrúar 2025

2503016

Lagt fram bréf frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum vegna sumardagsins fyrsta 2025.
Bæjarráð samþykkir að umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar verði afhend á sumardaginn fyrsta eins og venja hefur verið og vísar þeim hluta erindisins til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir einnig að styrkja viðburðinn líkt og fyrri ár til að standa að umferðastjórnun. Bæjarstjóra falið að útfæra styrkinn í samráði við forsvarsmenn Garðyrkjuskólans og Hjálparsveitarinnar sem hefur sinnt umferðarstjórnun viðburðarins.

5.Bréf frá foreldraráði leikskólans Óskalands, móttekið 18. febrúar 2025

2502144

Lagt fram bréf frá foreldraráði leikskólans Óskalandi þar sem lýst er yfir stuðningi þess við kjarabaráttu kennara.
Bæjarráð þakkar fyrir bréfið og þann stuðning sem foreldrar sýna kennurum.

6.Bréf frá Félagi eldri borgara í Hveragerði frá 13. febrúar 2025

2503004

Lagt fram bréf þar sem fjallað er um ársskýrslu Félags eldri borgara í Hveragerði árið 2024.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með öflugt starf Félags eldri borgara í Hveragerði og það góða samstarf sem er á milli félagsins og bæjaryfirvalda. Skýrslan er lögð fram til kynningar.

7.Gallup - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2024

2503010

Lagðar fram niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2024 sem framkvæmd var af Gallup.
Könnun Gallup lögð fram til kynningar.
Heildarniðurstaða könnunarinnar er ánægjuleg og sýnir að allir þættir, nema einn, sem mældir voru sýna stíganda og meiri jákvæðni með þjónustu bæjarins á milli ára. Það er mikilvægt að vinna markvisst í framhaldinu með niðurstöðuna og tryggja að ánægja með þjónustu Hveragerðisbæjar haldi áfram að vaxa, brýnt er að fagrýna hvað má gera betur og tryggja umfram allt að sveitarfélagið verði áfram í forystu gæða sveitarfélaga.

8.Mat á árangri stjórnkerfisbreytinga 2024 - tilnefningar í vinnuhóp

2408463

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um tilnefningu í vinnuhóp um framhald breytinga á skipulagi Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipa Halldór Benjamín Hreinsson, Dagnýju Sif Sigurbjörnsdóttur, Friðrik Sigurbjörnsson og Pétur G. Markan í vinnuhóp um framhald breytinga á skipulagi Hveragerðisbæjar.

9.Breyting á skipulagi bæjar- og skólaskrifstofu

2503015

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um breytingu á skipulagi bæjar- og skólaskrifstofu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á skipulagi bæjar- og skólaskrifstofu.

10.Útboðs- og verklýsing - Gervigrasvöllur - vallarlýsing

2502145

Lögð fram útboðs- og verklýsing fyrir vallarlýsingu á gervigrasvelli.
Lagt fram til kynningar.

11.Opnun tilboða/verðkönnunar í verkið "Tæknirými"

2501099

Opnun tilboða/verðkönnunar í verkið "Tæknirými" fór fram 24. febrúar 2025.



Kostnaðaráætlun verksins er kr. 22.314.071,-.



Fjögur tilboð bárust í verkið.

Frumskógar ehf. kr. 15.646.900,- sem er 70,1% af kostnaðaráætlun verksins.

BB Verk kr. 26.464.400,- sem er 118,6% af kostnaðaráætlun verksins.

KB smíði ehf. kr. 29.406.562,- sem er 131.8% af kostnaðaráætlun verksins.

GH smíði ehf. kr. 36.129.725,- sem er 161,9% af kostnaðaráætlun verksins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda Frumskógar ehf. í verkið enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

12.Húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði - Vorsabær 7D

2502164

Lagður fram undirritaður húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði að Vorsabæ 7D í Hveragerði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

13.Samkomulag um viðbótarkostnað vegna skólavistunar utan lögheimilissveitarfélags

2502138

Lagt fram samkomulag um viðbótarkostnað vegna skólavistunar utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samkomulagið.

14.Aðgengi að sundlauginni Laugaskarði

2501065

Lagt fram minnisblað fasteignafulltrúa Hveragerðisbæjar vegna bréfs Félags eldri borgara í Hveragerði um aðgengi ofan í sundlaugina í Laugaskarði sem afgreitt var á fundi bæjarráðs 6. febrúar 2025.
Bæjarráð þakkar fyrir minnisblaðið. Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs og þriggja ára. Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að funda um innihald minnisblaðsins vegna málsins með hlutaðeigandi aðilum eins og Félagi eldri borgara og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.

15.Sundlaugin Laugaskarði - Opnunartími

2503005

Lögð fram tillaga forstöðumanns Sundlaugarinnar Laugaskarði vegna opnunartíma hennar á helgidögum og sumaropnun.
Bæjarráð samþykkir tillögu að opnunartíma Sundlaugarinnar Laugaskarði á helgidögum og tillögu að sumaropnun.

16.Byggðamerki Hveragerðisbæjar

2409010

Kynning á uppfærslu á byggðarmerki Hveragerðisbæjar.



Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi Hveragerðisbæjar og Hrund Guðmundsdóttir, grafískur hönnuður, kynntu uppfærslu byggðarmerkisins á Teams.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

17.Skautbúningur til eignar og varðveislu

2503014

Lagt fram minnisblað menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa um gjöf Kvenfélags Hveragerðis og Kvenfélagsins Bergþóru í Ölfusi til Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð þakkar fyrir þessa veglegu gjöf. Bæjarstjórn mun veita gjöfinni viðtöku 19. mars nk. með formlegum hætti. Viðburðurinn verður kynntur frekar á bæjarstjórnarfundi 13. mars nk.

18.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 26. febrúar 2025

2502013F

Fundargerðin er staðfest.

19.Verkfundargerð - Hrauntunga - Tröllahraun frá 23. janúar 2025

20.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 18. febrúar 2025

2502141

Fundargerðin er staðfest.

21.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. febrúar 2025

2502150

Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. febrúar 2025

2502151

Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. febrúar 2025

2502152

Lagt fram til kynningar.

24.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. febrúar 2025

2502153

Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. febrúar 2025

2502154

Lagt fram til kynningar.

26.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar 2025

2503008

Lagt fram til kynningar.

27.Fundargerð Héraðsskjalasafns Árnesinga frá 2. febrúar 2025

2503009

Lagt fram til kynningar.

28.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 12. febrúar 2025

2502142

Lagt fram til kynningar.

29.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands bs. frá 25. febrúar 2025

2503007

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:27.

Getum við bætt efni síðunnar?