Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 3. og 4. febrúar 2025
2502100
Í bréfunum er farið yfir framvindu í kjaradeilum sveitarfélaga og kennara.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 12. febrúar 2025
2502099
Í bréfinu er minnt á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 20. mars nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
Lagt fram til kynningar.
Fulltrúar Hveragerðisbæjar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga eru Sandra Sigurðardóttir og Alda Pálsdóttir.
Fulltrúar Hveragerðisbæjar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga eru Sandra Sigurðardóttir og Alda Pálsdóttir.
3.Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga frá 11. febrúar 2025
2502096
Í bréfinu er auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
4.Uppgjör framlaga sveitarfélaga til Bergrisans bs. 2024
2502101
Lagt er fram uppgjör á framlögum sveitarfélaga til Bergrisans bs. vegna ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.
5.Þjónustusamningur Hveragerðisbæjar og Félags eldri borgara Hveragerði
2412014
Lagður fram undirritaður þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Félags eldri borgara Hveragerði sem gildir til 1. janúar 2029.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
6.Viðauki við fjárhagsáætlun
2502119
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kjarasamningsbundinna launahækkana.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kr. 116.000.000,- viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kjarasamningsbundinna launahækkana.
7.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. janúar 2025
2502097
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 11. febrúar 2025
2502093
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. frá 17. desember 2024
2502102
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. frá 4. febrúar 2025
2502103
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs. frá 27. janúar 2025
2502095
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses. frá 27. janúar 2025
2502094
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:21.
Getum við bætt efni síðunnar?