Fara í efni

Bæjarráð

645. fundur 04. febrúar 2016 kl. 08:00 - 08:37 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Umhverfis- og samgöngunefnd frá 27. janúar 2016

1601044

Í bréfinu er óskað eftir umsögn vegna frumvarps til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404 mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Allsherjar- og menntamálanefnd frá 29. janúar 2016.

1601045

Í bréfinu er óskað eftir umsögn vegna frumvarps til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 13. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 20. janúar 2016.

1601034

Í bréfinu er upplýst að ráðuneytið hefur móttekið upplýsingar um framkvæmd umbótaáætlunar sveitarfélagsins og Leikskólans Óskalands þar sem gerð er grein fyrir umbótum sveitarfélagsins og skólans á árinu 2015.
Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá 22. janúar 2016

1602006

Í bréfinu er óskað eftir umsögn vegna draga að breytingu á byggingarreglugerð nr 112/2012 sem miðar að því að lækka byggingarkostnað vegna íbúða.
Erindinu vísað til mannvirkja- og byggingarnefndar.

5.Umsókn um grunn- og leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags frá 29. janúar 2016

1602005

Lagðar fram umsóknir um að börn sem hafa nýlega flutt lögheimili til Hveragerðis fái að stunda leikskóla og grunnskóla í Reykjavík út skólaárið 2015-2016.
Bæjarráð samþykkir umsóknirnar til loka núverandi skólaárs.

6.Umsókn um lóðina að Smyrlaheiði 52

1602003

Guðjón Óskar Kristjánsson og Karen Björk Sigríðardóttir sækja um lóðina Smyrlaheiði 52.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Guðjóni Óskari Kristjánssyni og Karenu Björk Sigríðardóttur lóðinni Smyrlaheiði 52 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

7.Minnisblað frá bæjarstjóra - Greiðslur frístundastyrkja árið 2015

1602008

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 2. febrúar 2015 vegna greiðslu frístundastyrkja árið 2015. Alls fékk 201 aðili greiddan styrk fyrir árið 2015 samtals kr. 2.389.900.-.
Lagt fram til kynningar en bæjarráð minnir á að frístundastyrkurinn árið 2016 nemur kr, 15.000,- fyrir hvert barn og hvetur foreldra og forráðamenn barna og ungmenna til að nýta sér hann.

8.Fundargerð fagráðs Upplýsingamiðstöðvar frá 27. nóv 2015

1601039

Fundargerðin lögð fram til kynningar ásamt fylgiskjölum.

9.Fundargerð 504. fundar stjórnar SASS frá 15. janúar 2016.

1602004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 25. janúar 2016

1601041

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð 169. fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 22. janúar 2016

1602007

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:37.

Getum við bætt efni síðunnar?