Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti frá 30. janúar 2025
2502006
Lagt fram bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 7/2025 - Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
2.Bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna frá 16. og 20. janúar 2025
2502010
Lagt fram bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna boðaðs verkfalls 10. febrúar og ályktun félagsfundar LSS vegna stöðu mála í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Umhyggju frá 28. janúar 2025.
2502012
Lögð fram ályktun Umhyggju, Þroskahjálpar, Einhverfusamtakanna, Sjónarhóls og ÖBÍ réttindasamtaka um stöðu fatlaðra barna í verkfalli Kennarasambands Ísland.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur Umhyggju varðandi stöðu og þjónustu við fötluð börn í yfirstandi verkfalli Kennarasambands Íslands og ítrekar fyrri afstöðu sína um að deiluaðilar finni lausn og lendingu í kjaraviðræðum sem allra fyrst. Þjónustufall sem hlýst af verkfallinu kemur niður á hópum í afar viðkvæmri stöðu, eins og bréf Umhyggju bendir réttilega á, sem er óboðleg staða.
4.Bréf frá Veiðifélagi Varmár og Þorleifslækjar frá 27. janúar 2025
2501114
Lagt fram bréf frá Veiðifélagi Varmár og Þorleifslækjar þar sem boðað er til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 5. febrúar 2025. Tölvupóstur barst 5. febrúar 2025 þar sem aðalfundinum var frestað til 13. febrúar 2025.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Pétur G. Markan, sæki fundinn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.
5.Bréf frá Heilsulindasamtökum Íslands frá 31. janúar 2025
2502005
Lagt fram bréf frá Heilsulindasamtökum Íslands þar sem boðað er til aðalfundar Heilsulindasamtaka Íslands 2025.
Lagt fram til kynningar.
6.Bréf frá Félagi eldri borgara í Hveragerði, ódagsett
2501065
Lagt fram bréf Félags eldri borgara í Hveragerði vegna aðgengis ofan í sundlaugina í Laugaskarði.
Bæjarráð samþykkir að fela fasteignafulltrúa Hveragerðisbæjar í samráði við forstöðumann sundlaugarinnar í Laugaskarði að taka til skoðunar aðgengi hreyfihamlaðra að sundlauginni og uppsetningu á lyftu til að komast út í laugina.
7.Loftslagsstefna Hveragerðisbæjar
2502007
Lögð fram drög að Loftslagsstefnu Hveragerðisbæjar.
Lagt fram til kynningar.
8.Útboð tæknibúnaðar í tæknihúsi fyrir gervigrasvöll
2502008
Lögð fram útboðslýsing fyrir tæknibúnaðar í tæknihúsi fyrir gervigrasvöll.
Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti útboðslýsinguna.
Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti útboðslýsinguna.
Lagt fram til kynningar.
9.Útboð gervigras á gervigrasvöll
2502009
Lögð fram útboðslýsing fyrir gervigras á gervigrasvöll.
Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti útboðslýsinguna.
Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti útboðslýsinguna.
Lagt fram til kynningar.
10.Lánssamningur - lánasjóður sveitarfélaga
2502011
Lagður fram lánssamningur nr. 2502_07 milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Hveragerðisbæjar upp á 750 millj. kr.
Skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti samninginn.
Skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti samninginn.
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerð byggingarnefndar um viðbyggingu við íþróttahús frá 23. janúar 2025
2412011
Fundargerðin er staðfest.
12.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. desember 2024
2502013
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. janúar 2025
2502014
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. janúar 2025
2502015
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:39.
Getum við bætt efni síðunnar?