Fara í efni

Bæjarráð

857. fundur 30. janúar 2025 kl. 08:00 - 09:49 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Íþróttafélaginu Hamri sem barst 20. janúar 2025

2501089

Í bréfinu óskar Íþróttafélagið Hamar eftir afnotum af íþróttahúsinu við Skólamörk vegna þorrablóts Hvergerðinga 2025 sem fram fer 15. febrúar nk. Óskað er eftir afnotum af húsinu frá föstudeginum 14. febrúar fram til kl. 16 á sunnudeginum 16. febrúar.
Bæjarráð samþykkir afnot Íþróttafélagsins Hamars af íþróttahúsinu í Hveragerði fyrir þorrablót félagsins þann 15. febrúar 2025, frá föstudeginum 14. febrúar til kl. 16 á sunnudeginum 16. febrúar.

2.Bréf frá Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi frá 27. janúar 2025

2501087

Í bréfinu er fjallað um ályktun Félags íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfulltrúa á Íslandi um sölu áfengis á íþróttaviðburðum hér á landi.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Samorku frá 21. janúar 2025

2501094

Í bréfinu er fjallað um aðalfund Samorku sem fer fram 19. mars 2025, framboð til stjórnar og tillögur að breytingum á lögum Samorku.

Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá samninganefnd sveitarfélaga frá 24. janúar 2025

2501093

Lagt fram bréf til framkvæmdastjóra sveitarfélaga um stöðu kjaraviðræðna við aðildarfélög Kennarasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

5.Atvinnustefna neðri hluta Árnessýslu

6.Mat á árangri stjórnkerfisbreytinga

2408463

Lögð fram skýrsla KPMG um mat á árangri stjórnkerfisbreytinga.

Róbert Ragnarsson frá KPMG kom inn á fundinn og kynnti niðurstöður skýrslunnar.
Bæjarráð samþykkir að halda áfram með þær stjórnkerfisbreytingar sem hófust árið 2023 í samræmi við tillögu KPMG. Bæjarráð samþykkir einnig að stofna fjögurra manna vinnuhóp sem er ætlað að skila inn tillögu að nánari útfærslu á skipuriti og stjórnkerfi bæjarins. Í hópnum myndu sitja tveir fulltrúar frá meirihluta bæjarstjórnar, einn fulltrúi frá minnihluta bæjarstjórnar auk bæjarstjóra. Bæjarritari yrði starfsmaður hópsins.

7.Uppkaup lóða í Tröllatungu, Kambalandi

2501097

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð og felur bæjarstjóra að undirrita kauptilboðið með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

8.Útboð tæknirýmis við nýjan gervigrasvöll

2501099

Lögð fram útboðs- og verkefnalýsing VSÓ ráðgjafar vegna tæknirýmis við gervigrasvöll.

Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti útboðs- og verkefnalýsingu.
Til kynningar.

9.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 16. janúar 2025

2501095

Fundargerðin er staðfest.

10.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland - jarðvegsvinna frá 22. janúar 2025

2501096

Fundargerðin er staðfest.

11.Fundargerð Bergrisans frá 13. janúar 2025

2501088

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 14. janúar 2025

2501091

Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. janúar 2025

2501092

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:49.

Getum við bætt efni síðunnar?