Fara í efni

Bæjarráð

856. fundur 16. janúar 2025 kl. 08:00 - 09:03 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Viðbótarkostnaður vegna skólavistunar utan lögheimilissveitarfélags

2412092

Lagður fram samningur við Árborg vegna viðbótarkostnaðar vegna skólavistunar utan lögheimilissveitarfélags auk fylgigagna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

2.Viðbótarkostnaður vegna skólavistunar utan lögheimilisveitarfélags

2412093

Lagður fram samningur við Árborg vegna viðbótarkostnaðar vegna skólavistunar utan lögheimilissveitarfélags auk fylgigagna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

3.Beiðni frá bæjarfulltrúum D-listans um minnisblað um leikskólamál

2501023

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna leikskólamála.
Bæjarráð fagnar því að framkvæmdir við Óskaland séu komnar af stað aftur og bindur miklar vonir við framhaldið. Mikilvægt er samhliða þessum framkvæmdum að húsið sé vel yfirfarið og tryggt verði að við afhendingu hússins uppfylli það allar kröfur. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar um gang mála og skila fyrir næsta bæjarráð sem kemur saman næst þann 30. janúar.

4.Lánaumsókn til Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga vegna framkvæmda ársins 2025

2501054

Lögð fram drög að lánaumsókn til Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

5.Kostnaðaráætlun vegna stækkunar á viðbyggingu við íþróttahús við Skólamörk 2-6

2412011

Lögð fram frumkostnaðaráætlun vegna viðbyggingar við íþróttahúsið við Skólamörk.
Bæjarráð hefur farið yfir tillögu frá íþróttafélaginu Hamri, sem kom fram á síðasta byggingarnefndarfundi, um stækkun á viðbyggingu íþróttahússins við Skólamörk í fyrirliggjandi tillögu. Fyrir fundi bæjarráðs liggur fyrir kostnaðarmat á framkominni stækkunartillögu. Ljóst er að stækkunin er mikið framfarastökk í aðstöðu íþróttaiðkunar í bænum, um leið og tímanýting í byggingunni í heild sinni verður mun betri. Heilt yfir verður nýja byggingin, með viðbættri stækkun, bylting í aðstöðu til íþróttaiðkunar í Hveragerði. Bæjarráð samþykkir að halda áfram vinnu við tillögu Hamars um stækkun á viðbyggingu íþróttahússins og felur bæjarstjóra að setja tillöguna í deiliskipulagsferli ef hún rúmast ekki innan óverulegrar breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Bæjarráð samþykkir einnig að verkinu verði hraðað eins og kostur er, t.d. að athugað verði hvort hægt sé að hefja framkvæmdir við jarðvinnu fyrir grunn byggingarinnar á meðan breyting á deiliskipulagi er unnin.

6.Fundargerð Bergrisans bs. frá 2. desember 2024

2501053

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð Arnardrangs hses. frá 2. desember 2024

2501052

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerð vinnuhóps um kostnaðarskiptingu Brunavarna Árnessýslu frá 8. janúar 2025

Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:03.

Getum við bætt efni síðunnar?