Fara í efni

Bæjarráð

855. fundur 09. janúar 2025 kl. 08:00 - 09:08 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Bæjarráð skorar á Orkuveitu Reykjavíkur (Veitur) að tryggja Hvergerðingum, fyrirtækjum og stofnunum í bænum afhendingaröryggi á heitu vatni.
Síðustu ár yfir vetrarmánuðina og núna frá því í byrjun desember 2024 hefur verið viðvarandi skortur á heitu vatni í sveitarfélaginu, nú vegna bilunnar í einni borholu. Í upphaflegri tilkynningu frá Veitum kom fram að viðgerðin tæki einhverja daga hið minnsta. Nú meira en mánuði síðar ber enn við skorti á heitu vatni og mun lægra hitastigi á heitu vatni en fólk á að venjast. Samkvæmt tölvupósti sem barst íbúum Hveragerðisbæjar í gær verða enn frekari tafir á viðgerð þar sem panta þurfti nýjan mótor sem ekki er vitað hvenær kemur til landsins. Þrátt fyrir þetta eru íbúar, fyrirtæki og stofnanir að greiða fullt gjald, og jafnvel meira en það, þar sem aukið rennsli af vatni þarf með lægra hitastigi á heitu vatni til að halda húsum heitum.
Þá hefur sundlaugin Laugaskarði verið lokuð það sem af er þessu nýja ári með tilheyrandi tekjutapi og kostnaði fyrir sveitarfélagið, enda eru þar starfsmenn á launum en engir gestir nema í líkamsræktinni.
Það er nokkuð víst að kæmi slíkt ástand upp í Reykjavík líkt og varað hefur í Hveragerði yrði gengið fljótt til verks. Þolinmæði Hvergerðinga er komin að þolmörkum gagnvart þessu heitavatnsleysi síðustu ár.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Veitur um fullnægjandi lausnir á öruggri afhendingu á heitu vatni til Hveragerðinga og að komið verði til móts við Hvergerðinga um afsláttarkjör vegna óviðunandi hitastigs á afhentu vatni.

1.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 19. desember 2024

2501011

Lagt fram bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga um kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna vegna skólans fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi - Þorrablót í Hveragerði 2025

2501021

Með bréfi dags. 6. janúar 2025 óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Tónræktarinnar ehf., kt. 610404-2780, Dynskógum 18, Hveragerði, um tækifærisleyfi-tímabundið áfengisleyfi fyrir þorrablót.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.

3.Samningur um þrif á húsnæði Hveragerðisbæjar

2501007

Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar þar sem lagt er til að samningur við Nacu ehf. frá því í febrúar 2024 um þrif á húsnæði Hveragerðisbæjar sem rann út um áramótin verði framlengdur í 6 mánuði.
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlengingu samningsins um 6 mánuði með þeim hækkunum og aukningu sem kemur fram í minnisblaðinu. Minnihlutinn situr hjá.

4.Lóðaúthlutun við Varmá

2501020

Fyrir fundinum liggja tvær umsóknir um Álfafell 1 - 3 og tvær umsóknir um Álfaklett 1 - 3. Alls bárust fjórar umsóknir um hvora lóð, en samkvæmt 13. gr. í reglum um úthlutun lóða fá einstaklingar forgang við úthlutun á einbýlis- og parhúsalóðum og eru því aðeins tvær umsóknir um hvora lóð í útdrætti þessum. Aðstoðarmaður í tæknideild hefur yfirfarið öll gögn umsækjenda.

Sigurbjörg Rut Hoffritz, fulltrúi sýslumanns, hefur umsjón með útdrætti þar sem fleiri en ein umsókn barst.
Jóhann Viðarsson fær úthlutað lóðinni Álfafell 1-3 í samræmi við reglur um úthlutun lóða. Til vara er Geir Höskuldsson.
Geir Höskuldsson fær úthlutað lóðinni Álfaklettur 1-3 í samræmi við reglur um úthlutun lóða. Til vara er Jóhann Viðarsson.

5.Fundargerð byggingarnefndar um viðbyggingu við íþróttahús frá 18. desember 2024

2412011

Jakob Líndal kom inn á fundinn og kynnti tillögu að stækkun á viðbyggingunni við íþróttahúsið sem var til umræðu á fundi byggingarnefndar.
Fundargerðin er staðfest.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir kostnaðargreiningu á framkominni tillögu.

6.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. desember 2024

2501009

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 18. desember 2024

2501010

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:08.

Getum við bætt efni síðunnar?