Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti frá 12. desember 2024.
2412079
Í bréfinu er Hveragerðisbæ boðin þátttaka í samráði um drög að flokkun tíu vindorkuverkefna í samráðsgátt.
Bæjarráð samþykkir að fela umhverfisfulltrúa og skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar að vinna umsögn vegna málsins og setja í samráðsgátt.
2.Bréf frá innviðaráðuneytinu í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti frá 16. desember 2024
2412086
Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum er varðar umhverfismál.
Bæjarráð samþykkir að fela umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar að svara upplýsingabeiðninni.
3.Bréf frá Landskjörstjórn frá 4. desember 2024
2412077
Í bréfinu er fjallað um kostnað sveitarfélaga við framkvæmd alþingiskosninga 30. nóvember 2024.
Til kynningar.
4.Bréf frá Félagi eldri borgara í Hveragerði frá 29. nóvember 2024
2412014
Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara í Hveragerði um samstarfssamning Félags eldri borgara við Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að fela menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa Hveragerðisbæjar að taka upp viðræður við Félag eldri borgara um endurnýjaðan samning við Hveragerðisbæ og leggja drög að samningi fyrir menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd til umræðu.
5.Bréf frá Miðstöð slysavarna barna frá 6. desember 2024
2412075
Í bréfinu er styrkbeiðni frá Miðstöð slysavarna barna til myndbandsgerðar um fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita 50.000,- kr. styrk til Miðstöðvar slysavarna barna vegna gerðar myndbands um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
6.Bréf frá Sigurhæðum frá 10. desember 2024
2412074
Í bréfinu er óskað eftir styrk frá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins þar til ljóst verður hvort Sigurhæðir fái enn óbreytt framlag frá Sóknaráætlun Suðurlands.
7.Bréf frá Bergrisanum bs. frá 9. desember 2024
2412087
Í bréfinu er fjallað um styrki til úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra velferðarsviðs og fasteignafulltrúa Hveragerðisbæjar til nánari skoðunar og að erindið verði lagt fyrir velferðar- og fræðslunefnd að því loknu.
8.Stofnun ungmennaráðs
2412082
Lagt fram minnisblað forstöðumanns Bungubrekku frá 16. desember 2024 um stofnun ungmennaráðs.
Bæjarráð fagnar málinu og bindur miklar vonir við starf og aðkomu ungmennaráðs að málefnum bæjarins þar sem rödd ungmenna verður í forgrunni.
9.Íþróttahús - tilfærsla á tónlistarstofu
2412083
Lagt fram minnisblað byggingafulltrúa frá 11. desember 2024 um færslu tónlistarstofu.
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans leggur til að stofan verði auglýst til sölu og seld hæstbjóðanda sem kostar flutning stofunnar af reitnum.
Ekki er þörf á áframhaldandi notkun þessarar stofu enda var hún sett niður til bráðabirgða í lok árs 2022, með tilheyrandi kostnaði. Á næsta skólaári mun kennslustofum við grunnskólann fjölga um þrjár í nýrri viðbyggingu. Auk annarra rýma sem þegar hafa verið teknar í notkun á þessu skólaári.
Alda Pálsdóttir
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að tónlistarstofa verði færð að Reykjamörk í samræmi við tillögu í minnisblaði byggingafulltrúa. Minnihlutinn á móti.
Fulltrúi D-listans leggur til að stofan verði auglýst til sölu og seld hæstbjóðanda sem kostar flutning stofunnar af reitnum.
Ekki er þörf á áframhaldandi notkun þessarar stofu enda var hún sett niður til bráðabirgða í lok árs 2022, með tilheyrandi kostnaði. Á næsta skólaári mun kennslustofum við grunnskólann fjölga um þrjár í nýrri viðbyggingu. Auk annarra rýma sem þegar hafa verið teknar í notkun á þessu skólaári.
Alda Pálsdóttir
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að tónlistarstofa verði færð að Reykjamörk í samræmi við tillögu í minnisblaði byggingafulltrúa. Minnihlutinn á móti.
10.Tilfærsla á gámasvæði á athafnasvæði Vorsabæjar
2412084
Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa og umhverfisfulltrúa frá 16. desember 2024 um tilfærslu á gámasvæði.
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans fagnar því að vinna við tilfærslu á gámasvæðinu sé komin af stað, en það var eitt af stefnumálum D-listans fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar að gámasvæðið yrði flutt á þessa lóð við Vorsabæ og búið til gámasvæði með fullkominni aðstöðu til flokkunar.
Alda Pálsdóttir
Bæjarráð fagnar því að málið sé komið í farveg og bindur miklar vonir við vinnslu þess á nýju ári. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Fulltrúi D-listans fagnar því að vinna við tilfærslu á gámasvæðinu sé komin af stað, en það var eitt af stefnumálum D-listans fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar að gámasvæðið yrði flutt á þessa lóð við Vorsabæ og búið til gámasvæði með fullkominni aðstöðu til flokkunar.
Alda Pálsdóttir
Bæjarráð fagnar því að málið sé komið í farveg og bindur miklar vonir við vinnslu þess á nýju ári. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.
11.Verkefnishópur fyrir þróunarverkefnið Gott að eldast
2408504
Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefni aldraðra frá 11. desember 2024 um stofnun verkefnishóps fyrir verkefnið Gott að eldast.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja skipan í verkefnahóp er varðar verkefnið Gott að eldast í samræmi við tillögu í minnisblaði. Fulltrúi D-lista situr hjá.
12.Umsókn fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu 2024
2412054
Með bréfi dags. 6. desember óskaði Hveragerðisbær eftir leyfi Sýslumannsins á Suðurlandi til að brenna bálköst hinn 31. desember nk. Leyfið var gefið út af sýslumanni 9. desember 2024.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjórn samþykkti með tölvupóstum 5. desember sl. að óskað yrði eftir leyfi hjá Sýslumanninum á Suðurlandi til að brenna bálköst hinn 31. desember nk. og að óskað yrði eftir leyfi Lögreglustjórans á Suðurlandi fyrir flugeldasýningu þann sama dag. Leyfi sýslumanns liggur nú fyrir en leyfi lögreglustjóra er enn í vinnslu og er von á því á næstu dögum samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum.
13.Húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði að Austurmörk 18 í Hveragerði dags. 9. desember 2024
2412063
Lagður fram húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði að Austurmörk 18 sem verður notað sem geymsla.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja húsaleigusamning um atvinnuhúsnæði að Austurmörk 18 í Hveragerði.
14.Tekjutengdur afsláttur fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2025
2412089
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra um tekjutengdan afslátt fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2025 (vegna tekna ársins 2024).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tekjutengdan afslátt fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2025 í samræmi við tillögu í minnisblaði skrifstofustjóra.
15.Opnun tilboða/verðkönnunar í verkið "Íþróttahús - verkfræðihönnun"
2412088
Opnun tilboða/verðkönnunar í verkið "Íþróttahús - verkfræðihönnun" fór fram 11. desember 2024.
Kostnaðaráætlun verksins er kr. 24.000.000,-.
Þrjú tilboð bárust í verkið.
VEB Verkfræðistofa Erlends Birgissonar kr. 49.300.000,- sem er 205,4% af kostnaðaráætlun verksins.
VSB Verkfræðistofa kr. 19.185.208,- sem er 79,9% af kostnaðaráætlun verksins.
EFLA Verkfræðistofa kr. 19.000.000,- sem er 79,2% af kostnaðaráætlun verksins.
Kostnaðaráætlun verksins er kr. 24.000.000,-.
Þrjú tilboð bárust í verkið.
VEB Verkfræðistofa Erlends Birgissonar kr. 49.300.000,- sem er 205,4% af kostnaðaráætlun verksins.
VSB Verkfræðistofa kr. 19.185.208,- sem er 79,9% af kostnaðaráætlun verksins.
EFLA Verkfræðistofa kr. 19.000.000,- sem er 79,2% af kostnaðaráætlun verksins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði EFLU Verkfræðistofu í verkið.
16.Rannsóknarleyfi í Ölfusdal
2412090
Lagðar fram upplýsingar frá Orkustofnun er varða rannsóknarleyfi á jarðhita í Ölfusdal til Sunnlenskrar Orku.
Bæði Sunnlensk Orka og Orkuveitan hafa fundað með bæjarstjórn á árinu þar sem áform þeirra hafa verið kynnt. Þar hefur bæjarstjórn lýst andstöðu sinni á allri orkuvinnslu á svæðinu nema með vilja og leyfi Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð ítrekar andstöðu sína enn og aftur við allri orkuvinnslu á svæðinu nema í ríku samráði og samþykkt Hveragerðisbæjar.
Þá er mikilvægt að Sunnlensk orka haldi upplýsingafund með bæjarbúum þar sem áform þeirra varðandi orkurannsóknir á svæðinu yrðu kynntar. Mikilvægt er að sá fundur fari fram í byrjun næsta árs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera formlega athugasemd við úrvinnslu Orkustofnunnar á leyfisveitingunni og láta athuga með lögmæti afgreiðslunnar.
Bæjarráð ítrekar andstöðu sína enn og aftur við allri orkuvinnslu á svæðinu nema í ríku samráði og samþykkt Hveragerðisbæjar.
Þá er mikilvægt að Sunnlensk orka haldi upplýsingafund með bæjarbúum þar sem áform þeirra varðandi orkurannsóknir á svæðinu yrðu kynntar. Mikilvægt er að sá fundur fari fram í byrjun næsta árs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera formlega athugasemd við úrvinnslu Orkustofnunnar á leyfisveitingunni og láta athuga með lögmæti afgreiðslunnar.
17.Fundargerð byggingarnefndar um viðbyggingu við íþróttahús frá 5. desember 2024
2412011
Fundargerðin er staðfest.
18.Fundargerð byggingarnefndar um viðbyggingu við íþróttahús frá 11. desember 2024
2412011
Fundargerðin er staðfest.
19.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland frá 11. desember 2024
2412078
Fundargerðin er staðfest.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að þeir foreldarar sem ákveða að þiggja ekki vistunarboð í bráðabirgðaúrræði í Bungubrekku haldi foreldragreiðslum þar til boð berst um vistun ýmist á öðrum leikskólanna, Óskalandi eða Undralandi, eða hjá dagforeldri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að þeir foreldarar sem ákveða að þiggja ekki vistunarboð í bráðabirgðaúrræði í Bungubrekku haldi foreldragreiðslum þar til boð berst um vistun ýmist á öðrum leikskólanna, Óskalandi eða Undralandi, eða hjá dagforeldri.
20.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. nóvember 2024
2412076
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:07.
Getum við bætt efni síðunnar?