Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 21. nóvember 2024
2412008
Lagt fram bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga um kostnaðarskiptingu sveitarfélaga 1. september - 31. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Hæglætishreyfingu Íslands frá 24. nóvember 2024
2411133
Lagt fram bréf frá Hæglætishreyfingu Íslands þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við hreyfinguna.
Hveragerðisbær getur ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.
3.Bréf frá Sundsambandi Íslands frá 21. nóvember 2024
2412006
Lagt fram bréf frá Sundsambandi Íslands þar sem kynnt er mannvirkjaskýrsla Sundsambands Íslands frá nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Héraðsnefnd Árnesinga frá 28. nóvember 2024
2412007
Lagt fram bréf frá Héraðsnefnd Árnesinga þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa frá Hveragerðisbæ í vinnuhóp um greiningu á kostnaði brunavarna og skiptingu kostnaðarins.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Pétur G. Markan bæjarstjóra í vinnuhóp um kostnaðarskiptingu Brunavarna Árnessýslu.
5.Umsókn um lóð við Vorsabæ 11
2411126
Lögð fram umsókn Litla Trés ehf. um lóð að Vorsabæ 11.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Litla Tré ehf. lóðinni að Vorsabæ 11 í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
6.Umsókn um lóð við Vorsabæjarvelli 8
2409206
Lögð fram umsókn Guðlaugs B. Ásgeirssonar um lóð við Vorsabæjarvelli 8 og minnisblað frá skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar.
Í gildi er deiliskipulag hesthúsasvæðis á Vorsabæjarvöllum sem samþykkt var 10. apríl 1997. Þar er að finna lóðir fyrir hesthús og hafa tvær þeirra verið auglýstar lausar til úthlutunar í langan tíma á heimasíðu sveitarfélagsins þ.e. Vorsabæjarvellir 8 og 10.
Hinn 8. febrúar 2024 samþykkti bæjarstjórn að heimila skipulagsfulltrúa að leita tilboða í vinnu við gerð tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðisins. Á fundi bæjarstjórnar 11. apríl 2024 var samþykkt að ganga til samninga við landslagsarkitekt um gerð deiliskipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi liggur nú fyrir og var hún kynnt í skipulags- og umhverfisnefnd þann 1. október sl. Þau leiðu mistök voru gerð að samfara samþykki bæjarstjórnar, á að ganga til samninga um gerð deiliskipulagsins, þá fyrirfórst að taka lóðirnar að Vorsabæjarvöllum 8 og Vorsabæjarvöllum 10 úr auglýsingu.
Samkvæmt kynntri tillögu að nýju deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir lóðunum Vorsabæjarvellir 8 og Vorsabæjarvellir 10. Úthlutun þeirra lóða er því í andstöðu við áform um uppbyggingu svæðisins. Hins vegar er samkvæmt tillögu að deiliskipulagi gert ráð fyrir nýjum lóðum undir hesthús og verða þær lóðir lausar til úthlutunar eftir samþykki deiliskipulagsins. Bæjarráð synjar því umsókn Guðlaugs B. Ásgeirssonar um lóðina Vorsabæjarvellir 8 en hvetur umsækjanda til að sækja um hesthúsalóð þegar nýjar lóðir verða auglýstar lausar til úthlutunar.
Hinn 8. febrúar 2024 samþykkti bæjarstjórn að heimila skipulagsfulltrúa að leita tilboða í vinnu við gerð tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðisins. Á fundi bæjarstjórnar 11. apríl 2024 var samþykkt að ganga til samninga við landslagsarkitekt um gerð deiliskipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi liggur nú fyrir og var hún kynnt í skipulags- og umhverfisnefnd þann 1. október sl. Þau leiðu mistök voru gerð að samfara samþykki bæjarstjórnar, á að ganga til samninga um gerð deiliskipulagsins, þá fyrirfórst að taka lóðirnar að Vorsabæjarvöllum 8 og Vorsabæjarvöllum 10 úr auglýsingu.
Samkvæmt kynntri tillögu að nýju deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir lóðunum Vorsabæjarvellir 8 og Vorsabæjarvellir 10. Úthlutun þeirra lóða er því í andstöðu við áform um uppbyggingu svæðisins. Hins vegar er samkvæmt tillögu að deiliskipulagi gert ráð fyrir nýjum lóðum undir hesthús og verða þær lóðir lausar til úthlutunar eftir samþykki deiliskipulagsins. Bæjarráð synjar því umsókn Guðlaugs B. Ásgeirssonar um lóðina Vorsabæjarvellir 8 en hvetur umsækjanda til að sækja um hesthúsalóð þegar nýjar lóðir verða auglýstar lausar til úthlutunar.
7.Umsókn um lóð við Vorsabæjarvelli 10
2409207
Lögð fram umsókn Guðlaugs B. Ásgeirssonar um lóð við Vorsabæjarvelli 10 og minnisblað frá skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar.
Í gildi er deiliskipulag hesthúsasvæðis á Vorsabæjarvöllum sem samþykkt var 10. apríl 1997. Þar er að finna lóðir fyrir hesthús og hafa tvær þeirra verið auglýstar lausar til úthlutunar í langan tíma á heimasíðu sveitarfélagsins þ.e. Vorsabæjarvellir 8 og 10.
Hinn 8. febrúar 2024 samþykkti bæjarstjórn að heimila skipulagsfulltrúa að leita tilboða í vinnu við gerð tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðisins. Á fundi bæjarstjórnar 11. apríl 2024 var samþykkt að ganga til samninga við landslagsarkitekt um gerð deiliskipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi liggur nú fyrir og var hún kynnt í skipulags- og umhverfisnefnd þann 1. október sl. Þau leiðu mistök voru gerð að samfara samþykki bæjarstjórnar, á að ganga til samninga um gerð deiliskipulagsins, þá fyrirfórst að taka lóðirnar að Vorsabæjarvöllum 8 og Vorsabæjarvöllum 10 úr auglýsingu.
Samkvæmt kynntri tillögu að deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir lóðunum Vorsabæjarvellir 8 og Vorsabæjarvellir 10. Úthlutun þeirra lóða er því í andstöðu við áform um uppbyggingu svæðisins. Hins vegar er samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi gert ráð fyrir nýjum lóðum undir hesthús og verða þær lóðir lausar til úthlutunar eftir samþykki deiliskipulagsins. Bæjarráð synjar því umsókn Guðlaugs B. Ásgeirssonar um lóðina Vorsabæjarvellir 10 en hvetur umsækjanda til að sækja um hesthúsalóð þegar nýjar lóðir verða auglýstar lausar til úthlutunar.
Hinn 8. febrúar 2024 samþykkti bæjarstjórn að heimila skipulagsfulltrúa að leita tilboða í vinnu við gerð tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðisins. Á fundi bæjarstjórnar 11. apríl 2024 var samþykkt að ganga til samninga við landslagsarkitekt um gerð deiliskipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi liggur nú fyrir og var hún kynnt í skipulags- og umhverfisnefnd þann 1. október sl. Þau leiðu mistök voru gerð að samfara samþykki bæjarstjórnar, á að ganga til samninga um gerð deiliskipulagsins, þá fyrirfórst að taka lóðirnar að Vorsabæjarvöllum 8 og Vorsabæjarvöllum 10 úr auglýsingu.
Samkvæmt kynntri tillögu að deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir lóðunum Vorsabæjarvellir 8 og Vorsabæjarvellir 10. Úthlutun þeirra lóða er því í andstöðu við áform um uppbyggingu svæðisins. Hins vegar er samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi gert ráð fyrir nýjum lóðum undir hesthús og verða þær lóðir lausar til úthlutunar eftir samþykki deiliskipulagsins. Bæjarráð synjar því umsókn Guðlaugs B. Ásgeirssonar um lóðina Vorsabæjarvellir 10 en hvetur umsækjanda til að sækja um hesthúsalóð þegar nýjar lóðir verða auglýstar lausar til úthlutunar.
8.Foreldrafærninámskeiðið Tengjumst í leik
2409112
Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra fræðslusviðs Hveragerðisbæjar um foreldrafærniverkefnið.
Deildarstjóri fræðslusviðs Hveragerðsbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Deildarstjóri fræðslusviðs Hveragerðsbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þátttöku í foreldrafærniverkefninu Tengjumst í leik til reynslu hvað varðar árgang 2019.
9.Árshlutauppgjör Hveragerðisbæjar 1. janúar - 30. september 2024
2412010
Lagt fram árshlutauppgjör Hveragerðisbæjar 1. janúar 2024 - 30. september 2024 og minnisblað frá skrifstofustjóra.
Árshlutauppgjör lagt fram til kynningar.
Uppgjörið kemur vel út. Gert er ráð fyrir hagnaði A hluta samstæðunnar upp á 123 milljónir og samlagður A og B hluti samstæðunnar gerir ráð fyrir hagnaði upp á 103 milljónir.
Farið yfir minnisblað skrifstofustjóra. Þar kemur eftirfarandi fram; Í samþykktri sjóðstreymisáætlun fyrir árið 2024 er liður í breytingu á rekstrartengdum eignum og skuldum að fjárhæð 255 m.kr., sem felur í sér hækkun á skammtímaskuldum. Sú fjárhæð hefði betur átt heima í fjármögnunarhreyfingum sem hækkun lána við lánastofnanir eða hækkun á lántöku.
Bæjarráð leggur til að lagður verði fram viðauki við fjárhagsáætlun 2024 á næsta fundi bæjarstjórnar þar sem lagt verði til að taka nýtt langtímalán árið 2024 upp á 255 milljónir til að mæta hækkun á skammtímaskuldum þessu til leiðréttingar. Með þessari leiðréttingu verða nýtekin skammtímalán frá Arion banka greidd upp að fullu.
Uppgjörið kemur vel út. Gert er ráð fyrir hagnaði A hluta samstæðunnar upp á 123 milljónir og samlagður A og B hluti samstæðunnar gerir ráð fyrir hagnaði upp á 103 milljónir.
Farið yfir minnisblað skrifstofustjóra. Þar kemur eftirfarandi fram; Í samþykktri sjóðstreymisáætlun fyrir árið 2024 er liður í breytingu á rekstrartengdum eignum og skuldum að fjárhæð 255 m.kr., sem felur í sér hækkun á skammtímaskuldum. Sú fjárhæð hefði betur átt heima í fjármögnunarhreyfingum sem hækkun lána við lánastofnanir eða hækkun á lántöku.
Bæjarráð leggur til að lagður verði fram viðauki við fjárhagsáætlun 2024 á næsta fundi bæjarstjórnar þar sem lagt verði til að taka nýtt langtímalán árið 2024 upp á 255 milljónir til að mæta hækkun á skammtímaskuldum þessu til leiðréttingar. Með þessari leiðréttingu verða nýtekin skammtímalán frá Arion banka greidd upp að fullu.
10.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 22. nóvember 2024
2410006F
Fundargerðin er staðfest.
11.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2024
2411015F
Fundargerðin er staðfest.
12.Fundargerð byggingarnefndar um viðbyggingu við íþróttahús frá 25. nóvember 2024
2412011
Lögð fram fundargerð byggingarnefndar um viðbyggingu við íþróttahús og minnisblað frá bæjarstjóra.
Fundargerðin er staðfest.
13.Verkfundargerð - Hrauntunga - Tröllahraun frá 7. nóvember 2024
2412005
Fundargerðin er staðfest.
14.Verkfundargerð - Hrauntunga - Tröllahraun frá 21. nóvember 2024
2412012
Fundargerðin er staðfest.
15.Verkfundargerð - Hlíðarhagi frá 21. nóvember 2024
2412004
Fundargerðin er staðfest.
16.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. nóvember 2024
2412002
Lagt fram til kynningar.
17.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. nóvember 2024
2412003
Lagt fram til kynningar.
18.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. nóvember 2024
2412001
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:56.
Getum við bætt efni síðunnar?