Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2025-2028
2411082
Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árin 2025 - 2028 lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
2.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland frá 7. nóvember 2024
2411129
Fundargerðin er staðfest.
3.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland frá 21. nóvember 2024
2411130
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun.
Bæjarráð bókar að uppfærð tímaáætlun verktaka eru vonbrigði. Tafirnar eiga eftir að koma illa niður á foreldrum sem nú þegar bíða eftir leikskólaplássi. Bæjarráð tekur undir með bæjarstjóra sem bókar í fundargerðinni um að Hveragerðisbær geri skýra kröfu um að tryggt sé og ábyrgst að húsið verði vatnshelt og myglulaust við afhendingu. Til þurfi sérhæfðan þriðja aðila til að yfirfara allt húsið. Rík áhersla hefur verið lögð á það út í gegnum framkvæmdatíma viðbyggingarinnar að virkt og öflugt eftirlit væri með framkvæmdinni, að viðhöfð væru vönduð vinnubrögð, og þá einkum með tilliti til þess að húsið verður daglegt leik- og athafnasvæði barna og starfsmanna og því ýtrustu kröfum fylgt eftir með heilnæmi hússins. Mikilvægt er að fylgst verði reglulega með húsinu í framtíðinni með tilliti til rakamyndunar til að taka allan vafa af, sbr. tillögu byggingarfulltrúa um að koma fyrir skynjurum innan klæðningar til að mæla slíkt.
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun.
Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland heldur áfram, fyrst með hörmulegum samning sem meirihluti Framsóknar og O-listans gerðu við Fasteignafélagið Eik og verktakafyrirtækið Hrafnshól síðasta vor og nú með viðbygginguna sjálfa þar sem fundist hafa ummerki um myglu og húsnæðið lekur. Fulltrúar D-listans hafa ítrekað sett fram athugasemdir og viðvaranir bæði í orði og í bókunum um samninginn og verktakafyrirtækið sem samið var við og einnig við þá tímalínu sem var gefin upp og meirihlutinn hefur staðfastlega haldið fram að myndi haldast, þvert gegn aðvörunum sem komu fram í verkfundargerðum og frá fulltrúum D-lista. Þau orð meirihlutans um að byggingin yrði tilbúin 15. desember gáfu þannig barnafjölskyldum í Hveragerði sem áttu von á leikskólaplássi í desember falskar vonir. Þessar fjölskyldur, sem margar hverjar höfðu gert ráð fyrir því að barnið þeirra kæmist inn á leikskóla 15. desember setja nú uppi með þá staðreynd að barnið mun ekki komast á leikskóla fyrr en einhvern tíman eftir miðjan janúar 2025. Margir foreldrar hafa ráðið sig til vinnu eða skráð sig í skóla, enda var ekkert annað gefið í skyn frá meirihlutanum en að viðbyggingin yrði tilbúin 15. desember. En líkt og eftirlitsmaður Hveragerðisbæjar með verkinu bendir á, þá er það full mikil bjartsýni að halda því fram að leikskólinn verði tilbúinn fyrr en 17. janúar 2025. Af þessu hefur fulltrúi D-listans verulegar áhyggjur.
Friðrik Sigurbjörnsson
Fulltrúi D-listans leggur til að samningi Hveragerðisbæjar við Fasteignafélagið Eik og verktakafyrirtækið Hrafnshól verði rift ásamt því að viðræðum um kaup Eikar á Leikskólanum Óskalandi verði hafnað. Þá verði bæjarstjóra jafnframt falið að ganga til samninga um kaup á ókláraðri viðbyggingu við Óskaland, með fyrirvara um ástandsskoðun á húsnæðinu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Tillagan er felld með atkvæðum meirihluta. Minnihlutinn með.
Fulltrúi D-listans leggur til að bæjarstjóra verði falið í samstarfi við leikskólastjóra leikskólans Óskalands, deildarstjóra leikskólans og forstöðumann Bungubrekku, að finna tímabundna ráðstöfun þannig að hægt sé að taka inn elstu börnin á biðlistum á leikskóla. Það væri hægt að gera með því að elstu börn á Óskalandi færðust til og gætu verið fyrir hádegi í húsnæði Bungubrekku og eftir hádegi yrði ýmiskonar dagskrá. Þetta fyrirkomulag reyndist vel í lok árs 2021 meðan verið var að bæta við tveimur færanlegum leikskóladeildum við leikskólann Óskaland. Þessi tillaga myndi þannig leysa biðlista vandann og jafnframt gera það að verkum að þeir leikskólakennarar sem hafa verið ráðnir inn haldi störfunum sínum þar til viðbyggingin opnar. Yrði þessi ráðstöfun með elstu börnin einnig að vera unnin í nánu samstarfi við foreldra barnanna.
Friðrik Sigurbjörnsson
Fulltrúar meirihlutans leggja til breytingartillögu við þessa tillögu fulltrúa D-listans þess efnis að fulltrúum leikskólans Óskalands og Bungubrekku ásamt deildarstjóra fræðsluþjónustu verði falið að skoða mögulegar tímabundnar ráðstafanir til þess að unnt sé að taka á móti elstu börnum á biðlista eftir leikskólaplássi þrátt fyrir frestun á opnun nýrrar viðbyggingar Óskalands. Möguleikar í stöðunni verði þannig skoðaðir í nánu samstarfi við foreldra.
Breytingartillagan samþykkt samhljóða.
Tillaga fulltrúa D-listans borin upp til samþykktar að teknu tilliti til breytingartillögu meirihlutans og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er staðfest með þeirri athugasemd að uppfærð tímaáætlun gerir ráð fyrir afhendingu 17. janúar 2025 en ekki 17. janúar 2024 eins og er misritað í fundargerð.
Bæjarráð bókar að uppfærð tímaáætlun verktaka eru vonbrigði. Tafirnar eiga eftir að koma illa niður á foreldrum sem nú þegar bíða eftir leikskólaplássi. Bæjarráð tekur undir með bæjarstjóra sem bókar í fundargerðinni um að Hveragerðisbær geri skýra kröfu um að tryggt sé og ábyrgst að húsið verði vatnshelt og myglulaust við afhendingu. Til þurfi sérhæfðan þriðja aðila til að yfirfara allt húsið. Rík áhersla hefur verið lögð á það út í gegnum framkvæmdatíma viðbyggingarinnar að virkt og öflugt eftirlit væri með framkvæmdinni, að viðhöfð væru vönduð vinnubrögð, og þá einkum með tilliti til þess að húsið verður daglegt leik- og athafnasvæði barna og starfsmanna og því ýtrustu kröfum fylgt eftir með heilnæmi hússins. Mikilvægt er að fylgst verði reglulega með húsinu í framtíðinni með tilliti til rakamyndunar til að taka allan vafa af, sbr. tillögu byggingarfulltrúa um að koma fyrir skynjurum innan klæðningar til að mæla slíkt.
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun.
Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland heldur áfram, fyrst með hörmulegum samning sem meirihluti Framsóknar og O-listans gerðu við Fasteignafélagið Eik og verktakafyrirtækið Hrafnshól síðasta vor og nú með viðbygginguna sjálfa þar sem fundist hafa ummerki um myglu og húsnæðið lekur. Fulltrúar D-listans hafa ítrekað sett fram athugasemdir og viðvaranir bæði í orði og í bókunum um samninginn og verktakafyrirtækið sem samið var við og einnig við þá tímalínu sem var gefin upp og meirihlutinn hefur staðfastlega haldið fram að myndi haldast, þvert gegn aðvörunum sem komu fram í verkfundargerðum og frá fulltrúum D-lista. Þau orð meirihlutans um að byggingin yrði tilbúin 15. desember gáfu þannig barnafjölskyldum í Hveragerði sem áttu von á leikskólaplássi í desember falskar vonir. Þessar fjölskyldur, sem margar hverjar höfðu gert ráð fyrir því að barnið þeirra kæmist inn á leikskóla 15. desember setja nú uppi með þá staðreynd að barnið mun ekki komast á leikskóla fyrr en einhvern tíman eftir miðjan janúar 2025. Margir foreldrar hafa ráðið sig til vinnu eða skráð sig í skóla, enda var ekkert annað gefið í skyn frá meirihlutanum en að viðbyggingin yrði tilbúin 15. desember. En líkt og eftirlitsmaður Hveragerðisbæjar með verkinu bendir á, þá er það full mikil bjartsýni að halda því fram að leikskólinn verði tilbúinn fyrr en 17. janúar 2025. Af þessu hefur fulltrúi D-listans verulegar áhyggjur.
Friðrik Sigurbjörnsson
Fulltrúi D-listans leggur til að samningi Hveragerðisbæjar við Fasteignafélagið Eik og verktakafyrirtækið Hrafnshól verði rift ásamt því að viðræðum um kaup Eikar á Leikskólanum Óskalandi verði hafnað. Þá verði bæjarstjóra jafnframt falið að ganga til samninga um kaup á ókláraðri viðbyggingu við Óskaland, með fyrirvara um ástandsskoðun á húsnæðinu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Tillagan er felld með atkvæðum meirihluta. Minnihlutinn með.
Fulltrúi D-listans leggur til að bæjarstjóra verði falið í samstarfi við leikskólastjóra leikskólans Óskalands, deildarstjóra leikskólans og forstöðumann Bungubrekku, að finna tímabundna ráðstöfun þannig að hægt sé að taka inn elstu börnin á biðlistum á leikskóla. Það væri hægt að gera með því að elstu börn á Óskalandi færðust til og gætu verið fyrir hádegi í húsnæði Bungubrekku og eftir hádegi yrði ýmiskonar dagskrá. Þetta fyrirkomulag reyndist vel í lok árs 2021 meðan verið var að bæta við tveimur færanlegum leikskóladeildum við leikskólann Óskaland. Þessi tillaga myndi þannig leysa biðlista vandann og jafnframt gera það að verkum að þeir leikskólakennarar sem hafa verið ráðnir inn haldi störfunum sínum þar til viðbyggingin opnar. Yrði þessi ráðstöfun með elstu börnin einnig að vera unnin í nánu samstarfi við foreldra barnanna.
Friðrik Sigurbjörnsson
Fulltrúar meirihlutans leggja til breytingartillögu við þessa tillögu fulltrúa D-listans þess efnis að fulltrúum leikskólans Óskalands og Bungubrekku ásamt deildarstjóra fræðsluþjónustu verði falið að skoða mögulegar tímabundnar ráðstafanir til þess að unnt sé að taka á móti elstu börnum á biðlista eftir leikskólaplássi þrátt fyrir frestun á opnun nýrrar viðbyggingar Óskalands. Möguleikar í stöðunni verði þannig skoðaðir í nánu samstarfi við foreldra.
Breytingartillagan samþykkt samhljóða.
Tillaga fulltrúa D-listans borin upp til samþykktar að teknu tilliti til breytingartillögu meirihlutans og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er staðfest með þeirri athugasemd að uppfærð tímaáætlun gerir ráð fyrir afhendingu 17. janúar 2025 en ekki 17. janúar 2024 eins og er misritað í fundargerð.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:36.
Getum við bætt efni síðunnar?
Bæjarráð býður Thelmu Rún velkomna á sinn fyrsta fund.