Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 6. nóvember 2024
2411075
Í bréfinu óskar velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 (réttur til sambúðar), mál nr. 79.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 6. nóvember 2024
2411074
Í bréfinu óskar velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, mál nr. 75.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Grunnskólanum í Hveragerði frá 18. nóvember 2024
2411009
Lagt fram bréf frá Grunnskólanum í Hveragerði vegna góðgerðardagsins 2024 sem haldinn verður 29. nóvember 2024. Í ár hefur verið ákveðið að styrkja Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Óskað er eftir stuðningi Hveragerðisbæjar við verkefnið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu styrks til góðgerðardags Grunnskólans í Hveragerði að upphæð kr. 100.000,-.
4.Bréf frá Grundarheimilum frá 12. nóvember 2024
2411079
Í bréfinu er beiðni um fjárframlag vegna byggingu 44 rýma hjúkrunarheimilis í Hveragerði sem fjölgar rýmum um 8.
Bæjarráð er jákvætt gagnvart uppbyggingu hjúkrunarheimila í Hveragerði. Þar sem staða sveitarfélaga er enn óljós gagnvart lögum er bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samtali við Grundarheimilin.
5.Bréf frá Bjargi íbúðafélagi hses. frá 14. nóvember 2024
2411072
Í bréfinu er óskað eftir viðræðum um úthlutun lóðar og stofnframlags vegna uppbyggingu leiguíbúða í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar til skoðunar og felur bæjarstjóra að koma með tillögur að mögulegum lóðum sem fengju umfjöllun í skipulags- og umhverfisnefnd.
6.Ályktun frá kennurum og stjórnendum í Grunnskóla Hveragerðis frá 19. nóvember 2024
2411101
Lagt fram bréf frá kennurum og stjórnendum í Grunnskóla Hveragerðis vegna yfirstandandi kjaradeilu KÍ við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð Hveragerðis lýsir yfir áhyggjum af stöðu samningaviðræðna á milli Kennarasambands Íslands annars vegar og Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins hins vegar og áhrif þess á skólastarf, nemendur og starfsfólk skóla. Áhrif langvarandi verkfalls eru ófyrirséð og geta verið langvarandi. Bæjarráð Hveragerðis hvetur samningsaðila til að ræða saman og leita leiða til að ná samningum sem allra fyrst. Það eru sameiginlegir hagsmunir samfélagsins alls að við búum að góðum skólum sem byggjast á fagmennsku og stöðugleika og það er ábyrgð samningsaðila og þeirra sem standa að baki þeim að svo verði.
7.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024 vegna leigusamings
2411077
Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra um viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna leigusamnings um viðbyggingu við Leikskólann Óskaland.
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans óskar eftir því að samningurinn við Fasteignafélagið Eik verði birtur opinberlega á vef Hveragerðisbæjar ásamt áliti HLH ráðgjafar sem lá fyrir á bæjarstjórnarfundi í febrúar.
Þá leggur fulltrúi D-listans til að bæjarstjóra verði falið að ganga til samninga um kaup á ókláraðari viðbyggingu við Óskaland, með fyrirvara um ástandsskoðun á húsnæðinu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Klukkan 8:27 var gert fundarhlé.
Klukkan 8:38 hélt fundur áfram.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Það er mikill vilji hjá fulltrúum meirihlutans til að birta samninginn og er bæjarstjóra falið að kanna afstöðu Eikar og möguleika á birtingu hans.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Tillaga minnihluta felld með atkvæðum meirihluta. Minnihlutinn með.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna leigusamnings um viðbyggingu við Leikskólann Óskaland að upphæð 713 milljónir kr.
Fulltrúi minnihluta á móti.
Fulltrúi D-listans óskar eftir því að samningurinn við Fasteignafélagið Eik verði birtur opinberlega á vef Hveragerðisbæjar ásamt áliti HLH ráðgjafar sem lá fyrir á bæjarstjórnarfundi í febrúar.
Þá leggur fulltrúi D-listans til að bæjarstjóra verði falið að ganga til samninga um kaup á ókláraðari viðbyggingu við Óskaland, með fyrirvara um ástandsskoðun á húsnæðinu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Klukkan 8:27 var gert fundarhlé.
Klukkan 8:38 hélt fundur áfram.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Það er mikill vilji hjá fulltrúum meirihlutans til að birta samninginn og er bæjarstjóra falið að kanna afstöðu Eikar og möguleika á birtingu hans.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Tillaga minnihluta felld með atkvæðum meirihluta. Minnihlutinn með.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna leigusamnings um viðbyggingu við Leikskólann Óskaland að upphæð 713 milljónir kr.
Fulltrúi minnihluta á móti.
8.Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2025-2028
2411082
Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árin 2025 - 2028 lögð fram.
Skrifstofustjóri mætti á fundinn og fór yfir helstu tölur í áætluninni.
Skrifstofustjóri mætti á fundinn og fór yfir helstu tölur í áætluninni.
Bæjarráð samþykkir að fresta umræðu um fjárhagsáætlunina.
9.Hrauntunga gatnagerð
2411073
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar um stækkun á verki við gatnagerð í Hrauntungu.
Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti minnisblaðið.
Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti minnisblaðið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að fara í áfanga tvö í yfirstandandi gatnagerð bæjarins í Hrauntungu í samræmi við heimild í útboðsgögnum verksins.
10.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland frá 24. október 2024
2410179
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans tekur undir áhyggjur fulltrúa Hveragerðisbæjar varðandi áætluð verklok. Í verkfundargerð frá 24. október kemur fram að fulltrúar Hveragerðisbæjar lýsi yfir áhyggjum um að verklok náist ekki fyrir 15. desember og að þeir telja stöðuna alvarlega.
Friðrik Sigurbjörnsson
Fundargerðin er staðfest.
Fulltrúi D-listans tekur undir áhyggjur fulltrúa Hveragerðisbæjar varðandi áætluð verklok. Í verkfundargerð frá 24. október kemur fram að fulltrúar Hveragerðisbæjar lýsi yfir áhyggjum um að verklok náist ekki fyrir 15. desember og að þeir telja stöðuna alvarlega.
Friðrik Sigurbjörnsson
Fundargerðin er staðfest.
11.Fundargerð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 4. nóvember 2024
2411070
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 15. nóvember 2024
2411084
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. frá 1. nóvember 2024
2411080
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands bs. frá 1. nóvember 2024
2411071
Lagt fram til kynningar.
15.Fundargerð Arnardrangs hses. frá 11. nóvember 2024
2411069
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:47.
Getum við bætt efni síðunnar?