Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands frá 25. október 2024
2410175
Í bréfinu er fjallað um ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2024. Samkvæmt ákvörðun stjórnar eignarhaldsfélagsins frá 9. október 2024 er hlutur Hveragerðisbæjar kr. 593.500,-.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Sjóðnum góða frá 21. október 2024
2410111
Í bréfinu er óskað eftir styrk í Sjóðinn góða en úthlutað er í desember 2024 í öll sveitarfélög á starfssvæði sjóðsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Sjóðurinn góði verði styrktur um kr. 100.000,-.
3.Bréf frá Stígamótum frá 30. október 2024
2410183
Í bréfinu er óskað eftir fjárstuðningi til starfsemi Stígamóta.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að styrkja Stígamót um kr. 120.000,- líkt og undanfarin ár.
4.Bréf frá Bréfdúfnafélagi Íslands frá 28. október 2024
2410182
Í bréfinu óskar Bréfdúfnafélag Íslands eftir lóð fyrir hænur og dúfur fyrir félagsmenn og almenning. Áætlað er að kofi verði á svæðinu að stærð 15 m2.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
5.Bréf frá Maríu Arnardóttur frá 29. október 2024
2410181
Í bréfinu er tillaga til Hveragerðisbæjar um að bærinn taki við Fjölskyldulandi, innanhúss leikvelli, og komi leikvellinum fyrir í bænum. Fjölskylduland hefur verið starfrækt í Reykjavík en er að loka þar sökum fjárskorts.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um erindið.
6.Bréf frá Hestamannafélaginu Ljúfi frá 31. október 2024
2411005
Í bréfinu er óskað eftir því að bygging reiðhallar í hesthúsahverfi Ljúfs að Vorsabæjarvöllum verði sett í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar og fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árin 2025-2028.
Áður hefur verið verið rætt um að fara í viðræður við Sveitarfélagið Ölfus um uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp samtal við Sveitarfélagið Ölfus um erindi Hestamannafélagsins Ljúfs og að kalla hestamannafélagið til fundar til að ræða erindi félagsins frekar.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans fagnar erindinu frá Hestamannafélaginu Ljúfi, fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var því lofað að skoðað yrði í samstarfi við félagið að reisa slíka reiðhöll.
Friðrik Sigurbjörnsson
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans fagnar erindinu frá Hestamannafélaginu Ljúfi, fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var því lofað að skoðað yrði í samstarfi við félagið að reisa slíka reiðhöll.
Friðrik Sigurbjörnsson
7.Bréf frá Grunnskólanum í Hveragerði frá 1. nóvember 2024
2411004
Í bréfinu er óskað eftir rafmagnshliði hjá Skólamörk við Reykjamörk til að efla umferðaröryggi grunnskólabarna.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar og skipulags- og umhverfisnefndar. Bæjarráð samþykkir einnig að fela bæjarstjóra að kanna mögulegan kostnað við kaup og uppsetningu á sambærilegu hliði.
8.Bréf frá Eik fasteignarfélagi frá 23. október 2024
2410180
Í bréfinu er óskað eftir viðræðum um kaup á leikskólanum Óskalandi.
Í samkomulagi sem gert var við Eik þegar hafist var handa við að reisa viðbyggingu við Óskaland og opna þrjár nýjar leikskóladeildir var gert ráð fyrir viðræðum um kaup á eldri byggingu Óskalands á þessu stigi framkvæmdarinnar. Nú hefur sá liður samkomulagsins verið formgerður í bréfi frá Eik.
Meirihluti bæjarráðs leggur til að bæjarstjóra verði falið að vinna áfram að málinu, upplýsa Ölfus um bréfið og boða til fundar með fulltrúum Ölfuss þar sem framhaldið verður rætt.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun og tillögu.
Fulltrúar D-listans hafa ítrekað lýst því yfir hversu andvíg þau eru þeim samningum sem gengið var til við hið varhugaverða verktakafyrirtæki Hrafnshól og Fasteignafélagið Eik. Enda er um gífurlega óhagkvæman samning fyrir Hvergerðinga og Hveragerðisbæ að ræða og sýnir þessi viljayfirlýsing sem vísað er til í bréfinu frá Eik það meðal annars að hluta.
Í bréfinu er lagt til að Hveragerðisbær selji Fasteignafélaginu Eik sérhæft leikskólahúsnæði Óskalands til þess eins að gera síðan 40 ára leigusamning , með möguleika á endurkaupum bæjarins á 7 ára fresti, um sama húsnæði sem Eik myndi leigja Hveragerðisbæ. Þess má geta að Hveragerðisbær á húsnæði Óskalands í dag skuldlaust.
Leikskólinn Óskaland er 860 fermetrar að stærð, aðalbyggingin er 660 fermetrar og viðbygging sem bættist við fyrir nokkrum árum eru 200 fermetrar. Fasteignafélagið Eik nefnir í bréfinu að áætlað kaupverð sé 320.000.000 kr.. Verði af kaupunum er Eik tilbúið til að leigja Hveragerðisbæ leikskólann á 2.900 kr/m2 án vsk, sem gerir þá 3.596 kr/m2. vsk. Mánaðarlegt leiguverð yrði því 3.092.560 kr/m. vsk, en bæjarfélagið getur ekki notað vsk, og væri því árleg leigugreiðsla 37.110.720kr.. Að sjö árum liðnum, þegar að bæjarfélagið hefur tækifæri til að kaupa húsnæðið aftur, mun Hveragerðisbær hafa greitt um 236.395.286 kr. Í leigu, með tilliti til 9% eignarhluts sveitarfélagsins Ölfus í leikskólanum, og þá er ekki tekið tillit til hækkun á vísitölu, en samningurinn er vísitölutengdur. Þess má aftur geta að Hveragerðisbær á húsnæði Óskalands í dag skuldlaust. Gera má þá einnig ráð fyrir því að að sjö árum liðnum að húsnæðið sjálft hafi hækkað í verði og mun því Fasteignafélagið Eik hagnast gífurlega á þessum kaupum, sama hvernig á dæmið er litið, en Hveragerðisbær tapa. Það er því með öllu óábyrgt af fulltrúum meirihlutans að gang til viðræðna við Fasteignafélagið Eik um sölu húsnæðis leikskólans Óskalands.
Dæmin hafa sýnt það að þau sveitarfélög sem hafa ákveðið að fara þessa leið, að selja hagnaðardrifnum fasteignafélögum sérhæfða grunninnviði eins og skólabyggingar og íþróttamannvirki, að þau hafa öll orðið fyrir gífurlegu fjártjóni vegna þessa og neyðst til að kaupa byggingarnar til baka enda er það hagkvæmara fyrir sveitarfélögin að reka þau sjálf.
Fulltrúi D-listans leggur því til að beiðni Eikar um viðræður um kaup á Leikskólanum Óskalandi verði hafnað og að jafnframt verði bæjarstjóra falið að ganga til samninga um kaup á ókláraðari viðbyggingu við Óskaland, með fyrirvara um ástandsskoðun á húsnæðinu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Meirihluti bæjarráðs hafnar breytingartillögu fulltrúa D-listans. Fulltrúi D-listans greiðir atkvæði með breytingartillögunni.
Meirihluti bæjarráðs leggur fram eftirfarandi bókun.
Vilji meirihluta bæjarstjórnar og bæjarráðs stendur til þess að fylgja eftir því sem sett var fram í samningi Hveragerðisbæjar við Eik um framkvæmdina. Tekið verði þannig áfram samtal við félagið um eignarhald á eldri hluta byggingar leikskólans Óskalands og að því loknu tekin upplýst afstaða til þess hvernig eignarhaldi fasteignarinnar verður háttað í framhaldinu. Ákveðinn vendipunktur í framkvæmdinni verður við afhendingu úttekinnar viðbyggingar við leikskólann á næstu misserum og er mikilvægt að samtal við Eik um eignarhald á eldri hluta byggingarinnar eigi sér stað samhliða. Að mati meirihluta bæjarráðs er ótímabært að leggja fram kostnaðartölur aðrar en þær sem hafa legið fyrir frá því að samningar voru undirritaðir.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu, upplýsa Ölfus um bréfið og boða til fundar með fulltrúum Ölfuss þar sem framhaldið verður rætt.
Fulltrúi D-listans greiðir atkvæði á móti.
Meirihluti bæjarráðs leggur til að bæjarstjóra verði falið að vinna áfram að málinu, upplýsa Ölfus um bréfið og boða til fundar með fulltrúum Ölfuss þar sem framhaldið verður rætt.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun og tillögu.
Fulltrúar D-listans hafa ítrekað lýst því yfir hversu andvíg þau eru þeim samningum sem gengið var til við hið varhugaverða verktakafyrirtæki Hrafnshól og Fasteignafélagið Eik. Enda er um gífurlega óhagkvæman samning fyrir Hvergerðinga og Hveragerðisbæ að ræða og sýnir þessi viljayfirlýsing sem vísað er til í bréfinu frá Eik það meðal annars að hluta.
Í bréfinu er lagt til að Hveragerðisbær selji Fasteignafélaginu Eik sérhæft leikskólahúsnæði Óskalands til þess eins að gera síðan 40 ára leigusamning , með möguleika á endurkaupum bæjarins á 7 ára fresti, um sama húsnæði sem Eik myndi leigja Hveragerðisbæ. Þess má geta að Hveragerðisbær á húsnæði Óskalands í dag skuldlaust.
Leikskólinn Óskaland er 860 fermetrar að stærð, aðalbyggingin er 660 fermetrar og viðbygging sem bættist við fyrir nokkrum árum eru 200 fermetrar. Fasteignafélagið Eik nefnir í bréfinu að áætlað kaupverð sé 320.000.000 kr.. Verði af kaupunum er Eik tilbúið til að leigja Hveragerðisbæ leikskólann á 2.900 kr/m2 án vsk, sem gerir þá 3.596 kr/m2. vsk. Mánaðarlegt leiguverð yrði því 3.092.560 kr/m. vsk, en bæjarfélagið getur ekki notað vsk, og væri því árleg leigugreiðsla 37.110.720kr.. Að sjö árum liðnum, þegar að bæjarfélagið hefur tækifæri til að kaupa húsnæðið aftur, mun Hveragerðisbær hafa greitt um 236.395.286 kr. Í leigu, með tilliti til 9% eignarhluts sveitarfélagsins Ölfus í leikskólanum, og þá er ekki tekið tillit til hækkun á vísitölu, en samningurinn er vísitölutengdur. Þess má aftur geta að Hveragerðisbær á húsnæði Óskalands í dag skuldlaust. Gera má þá einnig ráð fyrir því að að sjö árum liðnum að húsnæðið sjálft hafi hækkað í verði og mun því Fasteignafélagið Eik hagnast gífurlega á þessum kaupum, sama hvernig á dæmið er litið, en Hveragerðisbær tapa. Það er því með öllu óábyrgt af fulltrúum meirihlutans að gang til viðræðna við Fasteignafélagið Eik um sölu húsnæðis leikskólans Óskalands.
Dæmin hafa sýnt það að þau sveitarfélög sem hafa ákveðið að fara þessa leið, að selja hagnaðardrifnum fasteignafélögum sérhæfða grunninnviði eins og skólabyggingar og íþróttamannvirki, að þau hafa öll orðið fyrir gífurlegu fjártjóni vegna þessa og neyðst til að kaupa byggingarnar til baka enda er það hagkvæmara fyrir sveitarfélögin að reka þau sjálf.
Fulltrúi D-listans leggur því til að beiðni Eikar um viðræður um kaup á Leikskólanum Óskalandi verði hafnað og að jafnframt verði bæjarstjóra falið að ganga til samninga um kaup á ókláraðari viðbyggingu við Óskaland, með fyrirvara um ástandsskoðun á húsnæðinu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Meirihluti bæjarráðs hafnar breytingartillögu fulltrúa D-listans. Fulltrúi D-listans greiðir atkvæði með breytingartillögunni.
Meirihluti bæjarráðs leggur fram eftirfarandi bókun.
Vilji meirihluta bæjarstjórnar og bæjarráðs stendur til þess að fylgja eftir því sem sett var fram í samningi Hveragerðisbæjar við Eik um framkvæmdina. Tekið verði þannig áfram samtal við félagið um eignarhald á eldri hluta byggingar leikskólans Óskalands og að því loknu tekin upplýst afstaða til þess hvernig eignarhaldi fasteignarinnar verður háttað í framhaldinu. Ákveðinn vendipunktur í framkvæmdinni verður við afhendingu úttekinnar viðbyggingar við leikskólann á næstu misserum og er mikilvægt að samtal við Eik um eignarhald á eldri hluta byggingarinnar eigi sér stað samhliða. Að mati meirihluta bæjarráðs er ótímabært að leggja fram kostnaðartölur aðrar en þær sem hafa legið fyrir frá því að samningar voru undirritaðir.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu, upplýsa Ölfus um bréfið og boða til fundar með fulltrúum Ölfuss þar sem framhaldið verður rætt.
Fulltrúi D-listans greiðir atkvæði á móti.
9.Bréf frá Icebike Adventures frá 29. október 2024
2411011
Í bréfinu er óskað eftir samstarfi um viðhald stíga í Ölfusdölum.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til umfjöllunar og óskar eftir að nefndin ræði sérstaklega hvort skynsamlegt sé að úthluta úr bílastæðasjóðnum eftir samþykktum áherslum sem gætu verið breytilegar milli ára.
10.Borhola neysluvatns vegna uppbyggingar á Árhólmasvæði
2410177
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar um borholu neysluvatns vegna uppbyggingar á Árhólmasvæði.
Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð samþykkir að fara að tillögu ÍSOR að nýju vatnsbóli í samræmi við minnisblað byggingarfulltrúa.
11.Opnun tilboða í verkið Hveragerði - Gervigrasvöllur, yfirborð og lagnir
2410178
Opnun tilboða í verkið "Hveragerði - Gervigrasvöllur, yfirborð og lagnir" fór fram 24. október 2024.
Kostnaðaráætlun verksins er 176.384.000 kr.
Átta tilboð bárust í verkið en meiriháttar vöntun var á fylgigögnum með einu tilboðinu og var það tilboð því ekki talið uppfylla skilyrði útboðsins.
Stjörnugarðar ehf. 149.965.300 kr. sem er 85,02% af kostnaðaráætlun verksins.
Topplagnir ehf. 176.191.572 kr. sem er 99,89% af kostnaðaráætlun verksins.
Gleipnir verktakar ehf. 177.000.000 kr. sem er 100,35% af kostnaðaráætlun verksins.
Já Pípulagnir ehf. 179.985.010 kr. sem er 102,04% af kostnaðaráætlun verksins.
Smávélar ehf. 189.095.199 kr. sem er 107,21% af kostnaðaráætlun verksins.
Mostak ehf. 190.487.800 kr. sem er 108,00% af kostnaðaráætlun verksins.
Land og verk ehf. 219.084.328 kr. sem er 124,21% af kostnaðaráætlun verksins.
Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Kostnaðaráætlun verksins er 176.384.000 kr.
Átta tilboð bárust í verkið en meiriháttar vöntun var á fylgigögnum með einu tilboðinu og var það tilboð því ekki talið uppfylla skilyrði útboðsins.
Stjörnugarðar ehf. 149.965.300 kr. sem er 85,02% af kostnaðaráætlun verksins.
Topplagnir ehf. 176.191.572 kr. sem er 99,89% af kostnaðaráætlun verksins.
Gleipnir verktakar ehf. 177.000.000 kr. sem er 100,35% af kostnaðaráætlun verksins.
Já Pípulagnir ehf. 179.985.010 kr. sem er 102,04% af kostnaðaráætlun verksins.
Smávélar ehf. 189.095.199 kr. sem er 107,21% af kostnaðaráætlun verksins.
Mostak ehf. 190.487.800 kr. sem er 108,00% af kostnaðaráætlun verksins.
Land og verk ehf. 219.084.328 kr. sem er 124,21% af kostnaðaráætlun verksins.
Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að taka tilboði Stjörnugarða ehf. í verkið.
12.Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028
2411012
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 4. nóvember 2024 um uppfærðar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.
Lagt fram til kynningar.
13.Umsókn um lóð við Álfafell 5
2411001
Lögð fram umsókn Ríkarðs Más Ellertssonar um lóð við Álfafell 5. Starfsmaður í tæknideild hefur yfirfarið öll gögn umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Ríkarði Má Ellertssyni lóðinni að Álfafelli 5.
14.Umsókn um skólavist utan lögheimilis
2409088
Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis haustönn 2024.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.
15.Umsókn í afreks- og styrktarsjóð frá 30. september 2024
2409203
Lögð fram umsókn í afreks- og styrktarsjóð frá 30. september 2024. Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd samþykkti á fundi sínum 10. október sl. að vísa umsókninni til frekari skoðunar hjá bæjarráði Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
16.Gott að eldast - skýrsla KPMG
2408504
Lögð fram skýrsla KPMG um Gott að eldast.
Bæjarstjóri kynnti skýrsluna.
Bæjarstjóri kynnti skýrsluna.
Bæjarráð þakkar ráðgjafa KPMG fyrir faglega og góða vinnu við vinnslu skýrslunnar og er áhugasamt um að fylgja verkefninu eftir. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að komið verði á fót verkefnahóp sem stýrir verkefninu á undirbúnings- og þróunartímabili í samræmi við niðurstöður skýrslunnar.
17.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 29. október 2024
2410176
Fundargerðin er staðfest.
18.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október 2024
2411006
Lagt fram til kynningar.
19.Fundargerð stjórnarfundar Arnardrangs hses frá 21. október 2024
2410174
Lagt fram til kynningar.
20.Fundargerð stjórnarfundar Bergrisans bs frá 7. október 2024
2411003
Lagt fram til kynningar.
21.Fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 15. október 2024
2411010
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Getum við bætt efni síðunnar?