Fara í efni

Bæjarráð

686. fundur 02. nóvember 2017 kl. 08:00 - 09:31 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 19.október 2017.

1710028

Í bréfinu er kynnt að ráðuneytinu hafi borist stjórnsýslukæra Orteka Partners á Íslandi ehf. þar sem kærð er ákvörðun Hveragerðisbæjar frá 15. júlí 2017 um að afturkalla úthlutun á þar til greindum lóðum til kæranda.
Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni bæjarins að svara erindinu fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 29.sepetmber 2017.

1710032

Í bréfinu er kynnt úthlutun úr Námsgagnasjóði fyrir árið 2017. Grunnskóli Hveragerðis fær kr. 384.028.- úthlutað.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Náttúrufræðistofnun Íslands frá 8.september 2017.

1710038

Í bréfinu er kynnt ritið Vistgerðir Íslands sem Náttúrufræðistofnun Íslands gaf út fyrr á árinu.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Mannvit frá 30.október 2017.

1710039

Í bréfinu er rætt um endurskoðun sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri, formaður umhverfisnefndar og umhverfisfulltrúi verði tengiliðir sveitarfélagsins við endurskoðunina.

5.Bréf frá Stígamótum frá 15.október 2017.

1710029

Í bréfinu óskar Stígamót eftir fjástuðningi frá Hveragerðisbæ vegna ársins 2018.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 120.000.- á árinu 2018.

6.Bréf frá Kvennaathvarfinu frá október 2017.

1710037

Í bréfinu óskar Kvennaathvarfið eftir fjástuðningi frá Hveragerðisbæ vegna ársins 2018.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um kr. 120.000.- á árinu 2018.

7.Nafnabreyting Austurmörk 6-10.

1710041

Í bréfinu er óskað eftir nafnabreytingu á úthlutun lóðarinnar Austurmörk 6-10 á Hveraberg ehf kt. 470617-2760.
Bæjarráð samþykkir nafnabreytinguna.

8.Fjárhagsáætlun 2018.

1710043

Lögð fram fjárhagsáætlun 2018 fyrir Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu hjá bæjarstjórn.

9.Minnisblað frá bæjarstjóra: Ærslabelgur í Hveragerði.

1710042

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 31. október vegna kaupa á "Ærslabelg".
Bæjarráð samþykkir að kaupa 100 m2 "ærslabelg" sem yrði staðsettur á útivistarsvæðinu undir Hamrinum og settur upp á vormánuðum 2018. Fenginn verði landslagsarkitekt til að hanna gróflega svæðið með tilliti til fjölbreyttrar útivistar og afþreyingar fyrir alla fjölskylduna. Kostnaður fellur undir þegar samþykkta fjárveitingu til annarra leikvalla.

10.Forkaupsréttur Austurmörk 2.

1710030

Lagður fram kaupsamningur vegna fasteignarinnar Austurmörk 2 fastanúmer 223-4365, matshluti 02-01-05 en Hveragerðisbær á þar forkaupsrétt á grundvelli skipulags.
Bæjarráð bendir á að í kauptilboðinu er rætt um Austurmörk 2 en fastanúmer tilheyrir Austurmörk 20.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta bæjarstjórnarfundar.

11.Bréf frá Laufeyju Heimisdóttur ódagsett.

1710031

Í bréfinu óskar Laufey Heimisdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Óskalandi eftir námsleyfi vegna mastersnáms í stjórnun menntastofnana.
Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara og leikskólastjóra í samræmi við umræður á fundinum.

12.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 23.október 2017.

1710033

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 30.október 2017.

1710040

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Bæjarráð óskar Helgu Sighvatsdóttur til hamingju með ráðningu í starf skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga.

14.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 18.október 2017.

1710034

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð stjórnar SASS frá 4.október 2017.

1710035

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð stjórnar SASS frá 18.október 2017.

1710036

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Bæjarráð fagnar ákvörðun heilbrigðisráðherra um fjölgun hjúkrunarrýma í Árnessýslu en bendir ráðuneytinu jafnframt á mikilvægi þess að tvíbýlum á hjúkrunarheimilinu Ási verði útrýmt eins fljótt og auðið er. Það eru sjálfsögð mannréttindi fyrir aldraðan einstakling að fá að búa í einbýli en vera ekki þvingaður til þess að deila herbergi með öðrum síðustu æviárin.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:31.

Getum við bætt efni síðunnar?