Fara í efni

Bæjarráð

848. fundur 03. október 2024 kl. 08:00 - 09:07 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 24. september 2024

2409177

Í bréfinu óskar allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um námsgögn, 222. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Skipulagsstofnun frá 20. september 2024

2409176

Í bréfinu er vakin athygli á Skipulagsdeginum 2024 sem halda á 17. október nk. á Hilton Nordica í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá orlofsnefnd húsmæðra frá 3. maí 2024

2409156

Í bréfinu eru lagðar fram skýrslur um starfsemi orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt reikningum ársins 2023.
Bæjarráð þakkar orlofsnefnd skilmerkilega skýrslu um greinilega góð og skemmtileg ferðalög húsmæðra.

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans ítrekar fyrri bókanir bæjarráðs til margra ára um þá undarlegu tímaskekkju sem orlofsferðir sem þessar eru. Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg en slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar.

Friðrik Sigurbjörnsson

5.Bréf frá Reykjadalsfélaginu frá 30. september 2024

2409201

Lagt fram erindi frá Reykjadalsfélaginu þar sem óskað er eftir stuðningi Hveragerðisbæjar við umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til lagfæringa og endurbóta á Reykjadalsgönguleiðinni. Um er að ræða endurnýjun umsóknar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að styðja umsókn Reykjadalsfélagsins til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til lagfæringa og endurbóta á Reykjadalsgönguleiðinni.
Bæjarráð leggur einnig til við bæjarstjórn að samþykkja að framlag bæjarins í umsóknina verði kr. 8 milljónir og að gert verði ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2025. Gert er ráð fyrir að framlag Hveragerðisbæjar komi að hluta til úr bílastæðasjóði.

6.Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga frá 6. september 2024

2409202

Lagt fram bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga um verkefni er varðar inngildingu nýrra íbúa.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar og velferðar- og fræðslunefndar Hveragerðisbæjar.

7.Minnisblað Verkís frá 27. september 2024 um íþróttasvæði Hveragerðis - nýtt gervigras

2409197

Lagt fram minnisblað Verkís um nýtt gervigras er varðar stöðu framkvæmdarinnar við lok fyrsta áfanga.
Lagt fram til kynningar.

8.Opinn fræðslufundur um ofbeldi og ábyrgð

2409198

Opinn fræðslufundur um aukið ofbeldi og ábyrgð foreldra og samfélags í Skyrgerðinni miðvikudaginn 9. október.
Ofbeldi ungmenna hefur verið mikið í umræðu landsins undanfarið þar sem afleiðingarnar hafa verið þyngri en tárum taki. Það er því mikilvægt að Hveragerðisbær bregðist fljótt við með fræðslu, kynningu og forvörnum. Bæjarráð fagnar þessum fundi og hvetur fólk til að fjölmenna.

9.Lóðarumsóknir um Álfaklett 2-6

2409200

Fyrir fundinum liggja 2 gildar umsóknir um lóðina við Álfaklett 2-6. Starfsmaður í tæknideild hefur yfirfarið öll gögn umsækjenda.

Kristján Óðinn Unnarsson, fulltrúi sýslumanns, hefur umsjón með útdrætti þar sem fleiri en ein umsókn barst.
Tindhagur ehf. fær úthlutað lóðinni Álfakletti 2-6 í samræmi við reglur um úthlutun lóða. Til vara er REBEN Verk ehf.

10.Fundadagatal bæjarstjórnar og bæjarráðs 2024-2025

2408503

Lögð fram tillaga að breytingu á fundadagatali bæjarráðs þannig að fundur 17. október 2024 verði haldinn 16. október 2024 og fundur 21. nóvember 2024 verði haldinn 20. nóvember 2024.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fundadagatali í samræmi við tillögu. Fundur bæjarráðs verður því haldinn 16. október nk. í stað 17. október nk. og 20. nóvember nk. í stað 21. nóvember nk.

11.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 24. september 2024

2409173

Fundargerðin er staðfest.

12.Verkfundargerð - Hlíðarhagi frá 4. september 2024

13.Verkfundargerð - Hrauntunga - Tröllahraun frá 20. september 2024

2409175

Fundargerðin er staðfest.

14.Verkfundargerð - Óskaland leikskóli frá 26. september 2024

2409196

Fundargerðin er staðfest.

15.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 10. september 2024

2409172

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerð stjórnarfundar Bergrisans frá 9. september 2024

2409170

Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerð stjórnarfundar Arnardrangs hses frá 9. september 2024

2409169

Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerð stjórnarfundar Arnardrangs hses frá 20. september 2024

2409168

Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 24. september 2024

2409180

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar tekur undir áhyggjur SHÍ - samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi sem fram koma í bréfi samtakanna sem sent var sveitarfélögum 6. júní 2024 og tekið var fyrir á fundi heilbrigðisnefndar Suðurlands 24. sept sl.
Mikilvægt er að ítarlegri greiningarvinna varðandi þjónustuáhrif þessara breytinga á íbúa og fyrirtæki verði unnin, sem og samráð við sveitarfélögin verði meira og virkara áður en endanleg ákvörðun er tekin.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:07.

Getum við bætt efni síðunnar?