Fara í efni

Bæjarráð

847. fundur 19. september 2024 kl. 08:00 - 09:37 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir varaformaður
  • Alda Pálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu frá 16. september 2024

2409090

Í bréfinu er kynnt til samráðs drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 16. september 2024

2409091

Í bréfinu er bent á að gefin hafi verið út viðmiðunargjaldskrá vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2024/2025.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) frá 30. ágúst 2024

2409068

Í bréfinu er fjallað um ársþing SASS sem halda á 31. október og 1. nóvember 2024 á Hótel Örk í Hveragerði. Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.
Hveragerðisbær á 6 fulltrúa á aðalfundi SASS og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og 1 fulltrúa á aðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands. Kjörbréf frá Hveragerðisbæ hafa verið send.

4.Bréf frá ÍSÍ frá 16. september 2024

2409085

Í bréfinu er kynnt íþróttavika Evrópu - BeActive night og óskað eftir þátttöku Hveragerðisbæjar í Zumba-sundlaugarpartý sem haldið er á landsvísu þann 28. september 2024.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa Hveragerðisbæjar og forstöðumanns sundlaugarinnar í Laugaskarði til skoðunar.

5.Bréf frá Héraðsnefnd Árnesinga frá 3. september 2024

2409080

Í bréfinu er boðað til haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga 15. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá framkvæmdastjórn Brunavarna Árnessýslu frá 12. september 2024

2409086

Í bréfinu er svar framkvæmdastjórnar Brunavarna Árnessýslu vegna fyrirspurnar sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 3. júlí 2024
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá Kvennaathvarfinu frá 3. september 2024

2409087

Í bréfinu er óskað eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

8.Bréf frá Ölverk Brugghúsi frá 16. september 2024

2409079

Í bréfinu er óskað eftir vilyrði frá bæjarráði Hveragerðisbæjar fyrir því að halda bjórhátíð Ölverks 2024 helgina 4. til 5. október nk.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með hátíðina og gerir ekki athugasemd við að hún verði haldin. Jafnframt felur það umhverfisdeild að aðstoða við vegmerkingar og lokun gatna eins og verið hefur undanfarin ár.

9.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 4. september 2024

2409066

Með bréfi dags. 4. september 2024 óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar um umsókn Einfalts ehf., Borgarhrauni 4, Hveragerði, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Bjórhátíðar Ölverks.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.

10.Bréf frá JVST Iceland ehf. f.h. Tálkna frá 16. september 2024

2409078

Í bréfinu er óskað eftir formlegum viðræðum við Hveragerðisbæ er varðar breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Kjörnir fulltrúar hafa áður fengið kynningu á metnaðarfullum uppbyggingaráformum Tálkna ehf. á Axlarsvæðinu. Í kynningu JVST Iceland fyrir hönd Tálkna má finna margar spennandi hugmyndir sem ríma vel við þá uppbyggingu og áherslumál sem finna má í meirihlutasamkomulagi Okkar Hveragerðis og Framsóknar. Sá þjónustukjarni sem gert er ráð fyrir í kynningunni gæti til að mynda orðið vettvangur fyrir þekkingar-, háskóla- og nýsköpunarsetur sem framtíðaruppbygging í Hveragerði kallar á.
Metnaðarfull uppbygging neðan þjóðvegar kallar einnig á tilfærslu þjóðvegarins og að dreifikerfi Landsnets, Búrfellslína, verði lögð í jörð samhliða tilfærslu þjóðvegarins. Það er mikilvægt hagsmunamál fyrir Hveragerðisbæ að þessar framkvæmdir Vegagerðarinnar og Landsnets fari sem allra fyrst af stað.
Með formlegum viðræðum hefst áframhaldandi samtal bæjarins og Tálkna ehf. um sameiginlega sýn á uppbyggingu Axlarsvæðisins í framtíðinni þar sem lífsgæði, umhverfi og velferð íbúa verður að leiðarljósi.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans telur að tillagan þurfi ítarlega skoðun með tilliti til þess hvar uppbygging næsta íbúahverfis, atvinnusvæðis, miðbæjarkjarna og innviða verði staðsett innan bæjarmarkanna. Hvort það sé yfirhöfuð skynsamlegt að íbúabyggð rísi með þjóðveginum og/eða í kringum hringtorg á Suðurlandsvegi.
Tillagan, sem er merkt öxl 1 - 6, gerir ráð fyrir 750 íbúðum og ef við færum það í íbúafjölda þá eru það áætluð um eða yfir 2000 manna byggð. Nú þegar eru um 1400 íbúðir í Hveragerði, einn grunnskóli í stækkun, tveir leikskólar líka í stækkun ásamt löngum biðlista um að komast inn á leikskóla.
Með tilkomu þessa nýja hverfis myndi fjölgun íbúða í Hveragerði verða meiri en á árunum 2005-2024. Í þessari tillögu er ekki minnst á leik- eða grunnskóla. Þá væri skynsamlegt að gera ráð fyrir uppbygginu íþróttahúss í nýju íbúðahverfi við nýjan grunnskóla. Innviðauppbygging þarf að haldast í hendur við fjölgun íbúða.
Hingað til hefur verið lögð rík áhersla, í skipulagi bæjarins, á lágreista byggð. Áherslu á að hér fái náttúran að njóta sín og við aðlögum okkur henni. En í þessari tillögu eru ríkjandi fjögurra til fimm hæða byggingar sem er í algjörri andstöðu við það sem lögð hefur verið áhersla á frá upphafi í Hveragerði.
Bæjarstjórn ber ábyrgð á skipulagsmálum, þróun byggðar, innviðauppbyggingu og ásýnd bæjarins og ber henni sem slíkri að leiða þá mikilvægu vinnu.

Alda Pálsdóttir

Meirihluti bæjarráðs tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að boða til fundar með Tálkna ehf. Þá felur meirihluti bæjarráðs bæjarstjóra að leggja erindið inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar. Mikilvægt er að sérstaða Hveragerðisbæjar verði þar útgangspunktur.
Minnihlutinn situr hjá.

11.Minnisblað byggingarfulltrúa - tillaga að lækkun gjalda á tvær parhúsalóðir og raðhúsalóð við Varmá

2409096

Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa er varðar lækkun gjalda á lóðir við Varmá.
Bæjarráð samþykkir að lækka byggingarréttargjöld á tveimur parhúsalóðum og einni raðhúsalóð við Varmá í samræmi við eftirfarandi tillögu byggingarfulltrúa:
Álag á tvær parhúsalóðir við Álfafell 1-3 og Álfaklett 1-3 lækkar úr 40% í 20%.
Álag á raðhúsalóð við Álfaklett 2-6 lækkar úr 40% í 20%.

12.Stefnumótun eldri borgara 2024

2406115

Lögð fram stefnumótun eldri borgara 2024.

Forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefna aldraðra kom inn á fundinn og kynnti stefnumótunina.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.
Markmið stefnu í málefnum aldraðra eru að efla úrræði sem stuðla að andlegri- líkamlegri- og félagslegri heilsu eldri íbúa. Megináherslur stefnunnar eru á fjölbreytni í búsetumálum, samþætting þjónustu er varðar eldra fólk og efla þá þjónustu sem er nú þegar til staðar.

13.Erindi frá Kristínu Þóru Harðardóttur og Árna Ragnari Stefánssyni frá 28. ágúst 2024

2408478

Í erindinu er óskað eftir afstöðu Hveragerðisbæjar til nýtingar á forkaupsrétti að Hveramörk 12 sem sveitarfélagið á samkvæmt yfirlýsingu þess efnis frá 22. ágúst 2007.

Málið var á dagskrá fundar bæjarráðs Hveragerðisbæjar 5. september 2024. Á fundinum var samþykkt að fresta afgreiðslu málsins til fundar bæjarráðs 19. september 2024. Jafnframt var óskað eftir heimild bæjarstjórnar Hvergerðisbæjar til fullnaðarafgreiðslu í málinu.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar 5. september 2024 var samþykkt að veita bæjarráði Hveragerðisbæjar heimild til fullnaðarafgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti að Hveramörk 12 að þessu sinni.

14.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 10. september 2024

2409084

Fundargerðin er staðfest.

15.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst 2024

2409092

Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 3. september 2024

2409082

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 10. september 2024

2409083

Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 28. ágúst 2024

2409081

Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerð ársfundar Arnardrangs hses 2024 og skýrsla stjórnar

2409095

Bæjarráð undirstrikar mikilvægi þess að áður en að ákvörðun verði tekin um framtíð Arnardrangs undir liður 5 og 6 í fundargerð ársfundarins að fram fari kynning og umræða kjörinna fulltrúa sveitarfélaga á starfssvæði byggðasamlagsins á sameiginlegum vettvangi.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:37.

Getum við bætt efni síðunnar?