Fara í efni

Bæjarráð

846. fundur 05. september 2024 kl. 08:00 - 10:43 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Samgöngustofu frá 23. ágúst 2024

2408460

Í bréfinu er vakin athygli á Umferðarþingi sem halda á 20. september nk.
Lagt fram til kynningar.

2.Erindi frá Hildigunni Sigvaldadóttur og Dagnýju Sif Einarsdóttur frá 12. ágúst 2024

2408063

Í erindinu er óskað eftir afstöðu Hveragerðisbæjar til nýtingar á forkaupsrétti að Heiðmörk 38B sem sveitarfélagið á samkvæmt yfirlýsingu þess efnis frá 22. ágúst 2007.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti að fasteigninni við Heiðmörk 38B, fnr. 2210446, Hveragerðisbæ, að þessu sinni.

3.Erindi frá Kristínu Þóru Harðardóttur og Árna Ragnari Stefánssyni frá 28. ágúst 2024

2408478

Í erindinu er óskað eftir afstöðu Hveragerðisbæjar til nýtingar á forkaupsrétti að Hveramörk 12 sem sveitarfélagið á samkvæmt yfirlýsingu þess efnis frá 22. ágúst 2007.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til 19. september nk., þegar bæjarráð kemur saman næst.
Bæjarráð óskar eftir við bæjarstjórn að bæjarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu í málinu.

4.Erindi frá Lovísu Bragadóttur frá 23. ágúst 2024

2408454

Í erindinu er fjallað um aðstöðu og öryggi hestamanna í dalnum.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til frekari umræðu.

5.Erindi frá Sabine Bernholt frá 29. ágúst 2024

2408500

Í erindinu er fjallað um bílastæði og reiðveg í dalnum.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til frekari umræðu.

6.Erindi frá Félagi eldri borgara í Hveragerði frá 27. ágúst 2024

2408476

Í erindinu er óskað eftir hækkun á stöðugildi starfsmanns á skrifstofu félagsins úr 30% í 50%.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og fagnar því að stuðningurinn, sem þegar hefur verið samþykktur, nýtist vel.
Samþykkt er að ákvörðun um hækkun á stöðugildi til samræmis við erindið verði lögð inn í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun.

7.Erindi frá Lionsklúbbi Hveragerðis frá 28. ágúst 2024

2408498

Í erindinu óskar Lionsklúbbur Hveragerðis eftir að bæjarstjórn Hveragerðisbæjar staðfesti heimild Lionsklúbbsins til nýtingar og ráðstöfunar á lóð við Dynskóga fyrir þrektækjaflöt.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfest verði að Lionsklúbbi Hveragerðis sé heimilt að nota æfingarsvæði, sem afmarkað er í uppdrætti sem fylgir erindinu, við Dynskóga fyrir þrektækjaflöt og að bæta við tækjum, með fyrirvara um mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins.

8.Erindi frá Lionsklúbbi Hveragerðis frá 28. ágúst 2024

2408496

Í erindinu er óskað eftir styrk frá Hveragerðisbæ til að kaupa torf á þrektækjaflöt að upphæð kr. 500 þús.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að veita Lionsklúbbi Hveragerðis styrk til að kaupa torf á þrektækjaflöt að upphæð kr. 500 þús.

9.Umsókn um lóð

2406128

Norbygg ehf. sækir um lóðina Breiðamörk 34 og lóðina Breiðamörk 36 til vara.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Norbygg ehf. lóðinni Breiðamörk 34 í samræmi við reglur um úthlutun lóða.

10.Umsókn um lóð

2407078

Leiktæki og sport ehf. sækir um lóðina Vorsabær 13.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Leiktækjum og sport ehf. lóðinni Vorsabær 13 í samræmi við reglur um úthlutun lóða.

11.Mat á árangri stjórnkerfisbreytinga 2024

2408463

Lögð fram verkefnistillaga og kostnaðaráætlun frá KPMG vegna úttektar á árangri af stjórnkerfisbreytingum hjá Hveragerðisbæ.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúa D-listans þykir sérkennilegt að Hveragerðisbær skuli ætla að fá úttekt á stjórnkerfisbreytingum sveitarfélagsins frá sömu aðilum og lögðu grunninn að þeim breytingum sem gerðar voru. Eðlilegra væri, ef það á á annað borð að fá utanaðkomandi aðila til að gera slíka úttekt, að þeir séu þá með öllu hlutlausir aðilar.

Bæjarfulltrúar D-listans hafa, alveg frá því að meirihlutinn ákvað að fara í þessar stjórnkerfisbreytingar, komið fram með tillögur til að betrumbæta stjórnkerfi og samþykktir bæjarins. Því þykir bæjarfulltrúa D-listans það einnig sérkennilegt að í verkefnistillögunni sé ekki gert ráð fyrir að taka viðtal við fulltrúa D-listans, þó að í tímalínunni sem sett er fram komi fram að tekin verði viðtöl við lykilstjórnendur og stjórnmálaleiðtoga sveitarfélagsins þá er einungis gert ráð fyrir að taka viðtal við formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar sem koma frá Framsókn og O-listanum.

Hveragerðisbær gæti sparað sér 2.8 - 3.2 milljónir kr. vsk í ráðgjafakostnað með því einfaldlega að gera þessa úttekt sjálft og falið bæjarstjóra að ræða við þessa lykilstarfsmenn bæjarins og bæjarfulltrúa og fá þeirra mat á þessum breytingum, hvort breytingarnar hafi heppnast og/eða hvort þörf sé á frekari breytingum.

Friðrik Sigurbjörnsson

Klukkan 9:44 var gert fundarhlé.
Klukkan 9:54 hélt fundur áfram.

Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Verkefnistillaga KPMG varðar áframhaldandi vinnu við skipulagsbreytingar sem núverandi meirihluti hefur farið í á kjörtímabilinu og hefur KPMG verið bæjaryfirvöldum til ráðgjafar í því ferli. Stjórnskipulagsbreytingar eru sérhæfð vinna. Mikilvægt er að greining á stjórnskipulagi og innleiðing þeirra stjórnskipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað á kjörtímabilinu sé í höndum bæjaryfirvalda í samvinnu við sérfræðinga á því sviði sem um ræðir.

Meirihluti bæjarráðs tekur undir réttmæta ábendingu fulltrúa D-listans um að viðtal verði tekið við fulltrúa minnihlutans í þeirri vinnu sem liggur fyrir skv. fyrirliggjandi verkefnistillögu.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð og verkefnistillögu KPMG og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Fulltrúi D-listans situr hjá.

12.Endurnýjun viðaukasamnings vegna gufuveitu á íþróttasvæði

2408479

Lagður fram viðauki við samning frá 1. nóvember 2008 við Veitur ohf. um kaup á gufu til íþróttamiðstöðvarinnar.



Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við samning um kaup á gufu til íþróttamiðstöðvarinnar frá 1. nóvember 2008.

13.Erindi frá Lögreglustjóranum á Suðurlandi frá 14. ágúst 2024

2408477

Óskað er eftir tilnefningu í stýrihóp vegna áhættumats vegna eldgoss og annarra jarðhræringa á Reykjanesi.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna fyrir hönd Hveragerðisbæjar Pétur G. Markan, bæjarstjóra, Hildi Gunnarsdóttur, skipulagsfulltrúa, og Jón Friðrik Matthíasson, byggingarfulltrúa, í stýrihóp vegna áhættumats vegna eldgoss og annarra jarðhræringa á Reykjanesi.

14.Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923_2023

2408501

Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar og minnisblað bæjarritara um tillöguna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023 til síðari umræðu.

15.Fráveituráðgjöf - skýrslur frá Cowi Ísland

2403699

Lagðar fram tvær skýrslur frá Cowi Ísland er varða fráveituráðgjöf.



Fulltrúi frá Cowi Ísland, Brynjólfur Björnsson, kom á fundinn og kynnti skýrslurnar.
Bæjarráð fagnar áfangaskýrslunni og bindur vonir við framhaldið.
Undirbúningur við skammtímaaðgerðir eins og kveðið er á um í skýrslunni er þegar hafinn og verður Heilbrigðiseftirlit Suðurlands upplýst um þær aðgerðir í kjölfar fundarins. Bæjarstjóra er falið að óska eftir fundi með heilbrigðiseftirlitinu til að kynna áfangastöðuna.

Næsta skref er valkostagreining vegna stækkunar. Þar verður miðað við stærðir undir 10 þús. persónueiningum til samræmis við niðurstöðu áfangaskýrslunnar og metnir ólíkir kostir.
Mikilvægt er að sú vinna gangi hratt og örugglega fyrir sig.

16.Gott að eldast

2408504

Tilboð frá KPMG um ráðgjöf og greiningu vegna þróunarverkefnisins Gott að eldast.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð frá KPMG um ráðgjöf og greiningu vegna þróunarverkefnisins Gott að eldast.

17.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2408102

Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis haustönn 2024.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

18.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2408103

Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

19.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2408105

Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

20.Minnisblað um ástand leikvalla frá garðyrkjustjóra Hveragerðisbæjar

2408494

Lagt fram minnisblað frá garðyrkjustjóra Hveragerðisbæjar um ástand leikvalla í Hveragerði.



Garðyrkjustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti minnisblaðið.
Bæjarráð óskar eftir tillögum að forgagnsröðun verkefna og upplýsingum um mögulegan kostnað við úrbæturnar.
Mikilvægt er að bæjarstjóri fundi með þeim forstöðumönnum sem tengjast svæðum sem fjallað er um í minnisblaðinu, kynni þeim efni þess og fái fram þeirra sjónarmið. Fyrirhugað er að bæjarstjóri muni leggja þær upplýsingar ásamt minnisblaðinu inn í vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2025 og gera þar ráð fyrir þeirri viðhaldsþörf og uppbyggingu sem kemur fram í minnisblaðinu.


21.Verkfundargerð - Íþróttasvæði Hveragerði- nýtt gervigras - frá 14. ágúst 2024

22.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 27. ágúst 2024

2408458

Fundargerðin er staðfest.

23.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 20. ágúst 2024

2408453

Lagt fram til kynningar.

24.Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 12. ágúst 2024

2408457

Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerð stjórnar Arnardrangs frá 12. ágúst 2024

2408455

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:43.

Getum við bætt efni síðunnar?