Fara í efni

Bæjarráð

845. fundur 22. ágúst 2024 kl. 08:00 - 10:15 í Ráðagerði á Hótel Örk
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði formaður til breytingu á dagskrá fundarins. Lagt var til að eitt mál yrði tekið á dagskrá sem ekki er tilgreint í dagskrá fundarins, Skipan í nefndir og ráð sem verður 19. mál á dagskrá fundarins.

Dagskrárbreytingin var samþykkt samhljóða.

1.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 13. ágúst 2024

2408050

Með bréfi, dags. 13. ágúst 2024, óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar um umsókn Tónræktarinnar ehf., Dynskógum 18, Hveragerði, um tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi í íþróttahúsinu við Skólamörk í Hveragerði vegna Blómstrandi daga.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkti með tölvupóstum 13. og 14. ágúst sl. að gera ekki athugasemd við að leyfið yrði veitt. Sýslumaðurinn á Suðurlandi var upplýstur um afstöðu bæjarráðs með bréfi dags. 14. ágúst sl.

2.Bréf frá Birgi Sigurðssyni frá 8. júlí 2024

2408053

Í erindinu er fjallað um sorpmál fjölbýla við Dalahraun.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar til umræðu og einnig er óskað eftir að byggingarfulltrúi og umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar skili inn umsögnum um erindið til nefndarinnar.

3.Bréf frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti frá 5. júlí 2024

2408055

Í bréfinu óskar háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eftir vinnuaðstöðu hjá Hveragerðisbæ þann 2. september 2024.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar býður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra velkominn til Hveragerðis og hlakkar til fundar með ráðherra.

4.Bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands frá 14. ágúst 2024

2408061

Í bréfinu er vakin athygli á verkefninu Göngum í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Bæjarráð hvetur skólastjórnendur í Hveragerði til að kynna verkefnið fyrir foreldrum og forráðamönnum auk þess sem verkefnið verður kynnt fyrir íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins.

5.Fræðsluvika á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar

2408048

Lagt fram minnisblað bæjarritara um dagskrá fyrirhugaðrar fræðsluviku á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.
Lagt fram til kynningar.

6.Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra

2408052

Lagt fram minnisblað, dags. 8. ágúst 2024 um kaup á áskrift að CareOn, rafrænt heimaþjónustukerfi.



Á fundinn mætti Kolbrún Tanja Eggertsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefna aldraðra, og kynnti kerfið.
Bæjarráð samþykkir kaup á áskrift að CareOn heimaþjónustukerfinu.

7.Erindi frá Listasafni Árnesinga frá 8. ágúst 2024

2408058

Lagt fram erindi frá Listasafni Árnesinga þar sem óskað er eftir samþykki fyrir því að nota mynd af skiltinu - þetta líður hjá - á ýmsan varning.
Bæjarráð samþykkir að veita leyfi fyrir því að Listasafn Árnesinga noti mynd af skiltinu - þetta líður hjá - á ýmsan söluvarning hjá listasafninu í samræmi við erindið.

8.Minnisblað byggingarfulltrúa - tillaga að lækkun gjalda á einbýlishúsalóðir við Varmá

2408051

Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa er varðar lækkun gjalda á lóðir við Varmá.
Bæjarráð samþykkir að lækka byggingarréttargjöld á 5 einbýlishúsalóðum innan deiliskipulagssvæðisins við Varmá í samræmi við eftirfarandi tillögu byggingarfulltrúa:
Álag á þrjár einbýlishúsalóðir við Álfafell lækkar úr 60% í 30%.
Álag á tvær einbýlishúsalóðir við Breiðumörk lækkar úr 30% í 20%.

9.Minnisblað frá eftirlitsmanni Hveragerðisbæjar með framkvæmdum við Leikskólann Óskaland

2408062

Í minnisblaðinu er farið yfir framkvæmdir við leikskólann og leikskólalóð.



Á fundinn mætti Guðmundur Baldursson og kynnti minnisblaðið.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarfulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Áskorun frá bæjarfulltrúa D-listans.
Bæjarfulltrúi D-listans hefur frá því að umfjöllun um verktakafyrirtækið Hrafnshól kom í fjölmiðla í vor haft áhyggjur af því að eitthvað myndi fara úrskeiðis við byggingu nýrra leikskóladeilda við Leikskólann Óskaland. Áhyggjur bæjarfulltrúans voru ekki að ástæðulausu enda kom fram í frétt Morgunblaðsins í mars að í nýjum leikskóla sem verktakafyrirtækið Hrafnshóll væri að byggja í Reykjanesbæ væru komnar upp rakaskemmdir og myglu og seinkun yrði á afhendingu leikskólans sökum þessa frá mars og þar til í ágúst, þessi leikskóli hefur enn ekki opnað og nú er stefnt að opnun þess í október.

Þá birtist í maí frétt í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins þar sem fjallað var um nýbyggingar sama verktaka austur á fjörðum sem stæðu ókláraðar svo mánuðum skiptu og lægju undir skemmdum vegna vinnubragða fyrirtækisins. Þar hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun rift samningum sínum við Hrafnshól og fengið annan verktaka til að klára verkin.

Bæjarfulltrúi D-listans lýsir yfir miklum áhyggjum af leka sem kom upp í þaki á nýbyggingu við Leikskólann Óskaland og því sem framundan gæti verið við þessa viðbyggingu.

Áskorun D-listans er tvíþætt.

Bæjarfulltrúi D-listans skorar á meirihluta Framsóknar og O-lista að þrýsta á Fasteignafélagið Eik að rifta samningi sínum við verktakafyrirtækið Hrafnshól í ljósi þessa vandamála og að nýr verktaki taki við og klári verkið.

Þá skorar bæjarfulltrúi D-listans á meirihlutann að nýta ákvæði í kafla "ii. Möguleg kaup Eikar á núverandi leikskóla í Óskalandi" í skjalinu "Yfirlýsingu um samstarf vegna uppbyggingar Óskalands Leikskóla" sem undirritaður var í kjölfar gerðar leigusamnings við Fasteignafélagið Eik og ná með því að losa Hveragerðisbæ undan þessum óhagkvæma langtíma leigusamning og kaupa með því viðbygginguna sem við Óskaland og áætlað er að verði tekið í notkun á nýju ári.

Kaup á viðbyggingunni er ekki álitlegasti kosturinn í ljósi þess að þakleki hefur komið upp og gæti valdið vandræðum til framtíðar litið, en ef horft er á hagkvæmni þess fyrir sveitarfélagið til langs tíma þá myndu kaup á húsnæðinu ávallt vera hagkvæmari og betri kostur en sá leigusamningur sem gerður var í vor við Fasteignafélagið Eik til 40 ára.

Í lið "ii. Möguleg kaup Eikar á núverandi leikskóla í Óskalandi" segir:

"Hveragerðisbær og Eik lýsa jafnframt yfir vilja sínum til þess að ganga til formlegra viðræðna um kaup Eikar á núverandi leikskólabyggingu í Óskalandi með það að markmiði að niðurstaða liggi fyrir í þeim viðræðum eigi síðar en 31. ágúst 2024.

Náist ekki ásættanleg niðurstaða um kaup Eikar á núverandi leikskólabyggingu í Óskalandi fyrir 31. ágúst 2024 skuldbindur Hveragerðisbær sig til þess, fyrir 16. september 2024 að (i) færa viðbyggingu á eigið fastanúmer, þ.e.F2529117 ásamt eignaskiptayfirlýsingu, (ii) veita Eik fulla heimild til veðsetningar á viðbyggingunni, (iii) undirgangast samþykktir um skiptingu rekstrarkostnaðar milli eiganda viðbyggingarinnar annars vegar og núverandi leikskólabyggingu í Óskalandi hins vegar og (iv) veita Eik forkauprétt á núverandi leikskólabyggingu í Óskalandi, allt í samræmi við þau skjöl sem er að finna í viðauka 2 við yfirlýsingu þessa.

Verði framangreind skilyrði ekki uppfyllt fyrir 16. september skal Hveragerðisbær skuldbundinn til þess að kaupa viðbygginguna af Eik á þeim kjörum og til samræmis við þá skilmála sem er að finna í viðauka 3 við yfirlýsingu þessa."

Friðrik Sigurbjörnsson

Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun.
Eins og komið hefur fram á fyrri fundum bæjarráðs hefur verkið gengið framar vonum frá 1. maí. Eins og kom fram í máli eftirlitsmanns á fundinum var gengið hratt til umfangsmikilla aðgerða um leið og leki kom að nýbyggingunni og þær hafi gengið vel. Staðan líti vel út í dag, en mikilvægt er fylgjast grannt áfram með málinu og byggingin reglulega mæld eftir að starf hefst þar.

Þá hefur bæjarstjóri fundað með forsvarsmönnum Eikar og niðurstaðan er að frestur varðandi ákvarðnir um eignarhald á Óskalandi færist til nóvember. Það gefur kjörnum rými til að ræða og ákveða næstu skref í málinu.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

10.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2405083

Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

11.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2408040

Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

12.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2408014

Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

13.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

2408013

Óskað er eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskólavist í leikskóla utan Hveragerðis skólaárið 2024-2025 þar sem foreldri starfar hjá sama skóla og barnið hefur fengið leikskólavist.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

14.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2408012

Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

15.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2407008

Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

16.Ráðning forstöðumanns í Bungubrekku

2408065

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslusviðs um ráðningu á forstöðumanni Bungubrekku.

Staða forstöðumanns frístundamiðstöðvar Bungubrekku var auglýst 27. júní 2024. Alls bárust fjórar umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Bæjarstjóri, deildarstjóri fræðsluþjónustu Hveragerðisbæjar og bæjarritari höfðu umsjón með ráðningunni af hálfu Hveragerðisbæjar ásamt ráðgjafa frá Hagvangi.
Bæjarráð samþykkir að ráða Liljar Mar Pétursson í starf forstöðumanns Bungubrekku. Bæjarstjóra er falið að ganga frá ráðningarsamningi við Liljar Mar. Bæjarráð býður Liljar velkominn til starfa sem forstöðumaður Bungubrekku og óskar honum farsældar í starfi.

17.Kaup á bifreið fyrir akstursþjónustu velferðarsviðs

2408066

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra velferðarþjónustu um kaup á bifreið fyrir akstursþjónustu velferðarsviðs.
Bæjarráð samþykkir kaup á bifreið þeirri sem lýst er í minnisblaði deildarstjóra velferðarþjónustu.

18.Breyting á fundartíma bæjarstjórnar í september 2024

2408067

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra um breytingu á fundartíma bæjarstjórnar í september 2024.
Bæjarráð samþykkir að færa fund bæjarstjórnar fram um eina viku þannig að hann verði 5. september 2024 í stað 12. september 2024.

Breytingarnar verða auglýstar á heimasíðu bæjarins.

19.Skipan í nefndir og ráð

2408077

Eva Harðardóttir hefur óskað eftir lausn frá setu sem aðalmaður og formaður í Velferðar- og fræðslunefnd og Skólanefnd Hveragerðisbæjar.

Bæjarráð samþykkir að Sandra Sigurðardóttir verði formaður í Velferðar- og fræðslunefnd og Skólanefnd í stað Evu Harðardóttur og að Eva Harðardóttir komi inn sem varamaður í Skólanefnd í stað Soffíu Valdimarsdóttur.
Bæjarráð samþykkir einnig að Friðrik Sigurbjörnsson komi inn í Skólanefnd í stað Öldu Pálsdóttur.

20.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 16. ágúst 2024

2408002F

Fundargerðin er staðfest.

21.Fundargerð vegna málefnis Pure North frá 7. ágúst 2024

2408068

Lögð fram fundagerð vegna málefnis plastendurvinnslufyrirtækisins Pure North.
Bæjarráð samþykkir að vísa fundargerðinni til skipulags- og umhverfisnefndar til umræðu. Bæjarstjóra falið að hefja viðræður við Pure North um framtíðarstaðsetningu starfseminnar.

22.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 13. ágúst 2024

Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni síðunnar?