Bæjarráð
Dagskrá
1.Bréf frá RARIK frá 15. júlí 2024
2407066
Í bréfinu boðar RARIK til fundar með bæjarstjórnarfulltrúum Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss fimmtudaginn 22. ágúst nk. á starfsstöð RARIK á Selfossi.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóri sækir fundinn ásamt formanni bæjarráðs.
Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Bæjarstjóri sækir fundinn ásamt formanni bæjarráðs.
Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta á fundinn.
2.Innheimtuviðvörun frá lögmannstofunni Rétti frá 25. júlí 2024
2407074
Lögð fram innheimtuviðvörun frá lögmannstofunni Rétti fyrir hönd umbjóðenda hans vegna aksturssamnings.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til lögfræðings bæjarins.
3.Minnisblað frá deildarstjóra fræðslusviðs um samveruvettvang foreldra og barna
2407036
Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra fræðslusviðs frá 24. júlí sl. þar sem fram koma hugmyndir og áætlaður kostnaður við að setja upp samveruvettvang fyrir foreldra og ung börn.
Framkvæmdum við leikskólann Óskaland miðar vel og ráðgert er að taka viðbótina í gagnið í desember. Með þeirri viðbót er ráðgert að öll börn 12 mánaða og eldri fái leikskólapláss í Hveragerðisbæ. Það er mikilvægur og eftirtektarverður áfangi. Mikilvægt næsta skref í þjónustu við foreldra og börn er að huga áfram að samveruvettvangi fyrir foreldra og börn fram að tólf mánaða aldri.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna verkefnið áfram eftir tillögum frá deildarstjóra fræðslusviðs og umræðum á fundinum og koma í gagnið í haust í samvinnu við félagasamtök í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna verkefnið áfram eftir tillögum frá deildarstjóra fræðslusviðs og umræðum á fundinum og koma í gagnið í haust í samvinnu við félagasamtök í Hveragerði.
4.Fræðsludagur í Hveragerði 16. ágúst 2024
2408002
Áætlað er að hafa fræðsludag í Hveragerði þann 16. ágúst nk. Markmið fræðsludagsins er að blása fólki byr í brjóst fyrir komandi verkefni í lífi og starfi.
Á fundinn mætti Elfa Birkisdóttir, deildarstjóri fræðslusviðs og fór yfir verkefnið.
Á fundinn mætti Elfa Birkisdóttir, deildarstjóri fræðslusviðs og fór yfir verkefnið.
Bæjarráð fagnar framtakinu og hefur miklar væntingar til dagsins.
5.Minnisblað frá byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar vegna gatnagerðar Vesturmarkar
2407075
Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar frá 30. júlí sl. um hönnun og kostnaðaráætlun vegna gatnagerðar Vesturmarkar.
Jón Friðrik Matthíasson, byggingarfulltrúi, mætti á fundinn og fór yfir verkefnið.
Jón Friðrik Matthíasson, byggingarfulltrúi, mætti á fundinn og fór yfir verkefnið.
Gatnagerð Vesturmarkar eru tímamót í gatnauppbyggingu Hveragerðisbæjar sem beðið hefur verið eftir. Með Vesturmörk tengist Kambalandið inn á Þelamörk og auðveldar þannig aðgengi og umferð að þessu ört vaxandi svæði.
Bæjarráð samþykkir að vísa framkvæmdinni til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúi D-listans fagnar því að tillaga D-listans frá því í vor varðandi gerð Vesturmarkar sé að verða að veruleika. Eins og kom fram í bókun D-listans frá í vor mun þessi tenging létta á umferðarþunga og auka umferðaröryggi.
Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarráð samþykkir að vísa framkvæmdinni til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúi D-listans fagnar því að tillaga D-listans frá því í vor varðandi gerð Vesturmarkar sé að verða að veruleika. Eins og kom fram í bókun D-listans frá í vor mun þessi tenging létta á umferðarþunga og auka umferðaröryggi.
Friðrik Sigurbjörnsson
6.Minnisblað frá fasteignafulltrúa Hveragerðisbæjar vegna loftræstingar í Grunnskóla Hveragerðis
2407076
Lagt fram minnisblað frá fasteignafulltrúa Hveragerðisbæjar frá 26. júlí sl. vegna tengingar á loftræstikerfi í eldri byggingum Grunnskóla Hveragerðis.
Runólfur Þór Jónsson, fasteignafulltrúi, mætti á fundinn og fór yfir minnisblaðið.
Runólfur Þór Jónsson, fasteignafulltrúi, mætti á fundinn og fór yfir minnisblaðið.
Eins og kom fram í máli fasteignafulltrúa þá hefur lengi verið þörf á því að bæta loftræstikerfi skólans og málið því afar brýnt.
Bæjarráð samþykkir að ljúka framkvæmdum á loftræstikerfi í eldri byggingum grunnskólans á árinu 2024 í samræmi við minnisblað fasteignafulltrúa Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að ljúka framkvæmdum á loftræstikerfi í eldri byggingum grunnskólans á árinu 2024 í samræmi við minnisblað fasteignafulltrúa Hveragerðisbæjar.
7.Minnisblað frá fasteignafulltrúa Hveragerðisbæjar vegna viðhalds í Grunnskóla Hveragerðis
2407077
Lagt fram minnisblað frá fasteignafulltrúa Hveragerðisbæjar frá 26. júlí sl. um viðhald í Grunnskólanum árið 2024.
Runólfur Þór Jónsson, fasteignafulltrúi, mætti á fundinn og fór yfir minnisblaðið.
Runólfur Þór Jónsson, fasteignafulltrúi, mætti á fundinn og fór yfir minnisblaðið.
Lagt fram til kynningar.
8.Minnisblað frá eftirlitsmanni Hveragerðisbæjar um framkvæmdir við Leikskólann Óskaland
2407069
Lagt fram minnisblað frá eftirlitsmanni Hveragerðisbæjar frá 23. júlí sl. vegna stöðu framkvæmda við viðbyggingu leikskólans Óskaland, breytinga á núverandi húsnæði og á lóð.
Lagt fram til kynningar.
9.Minnisblað frá umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar vegna umgengni á lóðum í Hveragerði
2408006
Lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar frá 1. ágúst sl. þar sem fjallað er um umgengni á lóðum í Hveragerði og lagðar eru fram tillögur að leiðum til að efla og hvetja til bættrar umgengni.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja vinnu við gerð upplýsingabæklings sem hvetur og leiðbeinir bæjarbúum í umgengnis- og umhverfismálum, hvort sem um er að ræða flokkun úrgangs, lóðahirðu, förgun bílhræja og umgengni við fráveitu.
Samvinna og samstillt átak í umgengnismálum er allra hagur.
Samvinna og samstillt átak í umgengnismálum er allra hagur.
10.Frágangur í Kambalandi
2407085
Lagt fram yfirlit yfir svæði í Kambalandi sem eftir er að ganga frá og áætlaðan kostnað við frágang á svæðinu.
Mikilvægt er að ljúka við frágang á svæðinu við Kambaland á næstu tveimur árum. Hluti af þeim svæðum sem eftir er að klára fylgir gatnagerð Vesturmarkar.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 5.000.000,- til frágangs á svæðinu á þessu ári og er bæjarstjóra falið að forgangsraða verkefnum innan svæðisins. Það sem þá verður eftir er vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 5.000.000,- til frágangs á svæðinu á þessu ári og er bæjarstjóra falið að forgangsraða verkefnum innan svæðisins. Það sem þá verður eftir er vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
11.Verðkönnun á borun neysluvatnsholu í Ölfusborgum
2407084
Gerð var verðkönnun í verkið "Borun neysluvatnsholu í Ölfusborgum" og bárust Hveragerðisbæ tvö tilboð í verkið.
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. kr. 6.454.588,-
Vatnsborun ehf. kr. 8.747.456,-
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. kr. 6.454.588,-
Vatnsborun ehf. kr. 8.747.456,-
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. í verkið.
12.Þjónustusamningur við Leikfélag Hveragerðis fyrir árin 2024-2026
2407082
Lagður fram þjónustusamningur við Leikfélag Hveragerðis fyrir árin 2024-2026.
Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi, mætti á fundinn og fór yfir samninginn.
Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi, mætti á fundinn og fór yfir samninginn.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
13.Tillaga frá bæjarfulltrúa D-listans um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar
2408007
Bæjarfulltrúi D-listans leggur til að samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar verði breytt og að Nefnd um Eignasjóð verði sameinuð Skipulags- og umhverfisnefnd og þannig búin til ný nefnd sem taki yfir hlutverk beggja nefnda. Lagt er til að nýja nefndin fái heitið Skipulags-, mannvirkja- og umhverfisnefnd.
Greinargerð.
Frá því að nefndin um Eignasjóð varð til fyrir ári síðan með breyttum samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar hefur nefndin aldrei verið boðuð til fundar.
Nefnd um Eignasjóð á samkvæmt samþykktum bæjarins að fjalla um fasteignir, götur og aðra fastafjármuni Hveragerðisbæjar, þ.m.t. vatnsveitu og fráveitu Hveragerðisbæjar og fer nefndin einnig með yfirstjórn verkefna áhaldahúss. Mörg mál hefði átt og þurft að kynna fyrir nefndinni samkvæmt samþykktum bæjarins síðastliðið ár, t.d. Uppbygging og málefni fráveitukerfisins, íþróttamannvirkja, gatnagerð og viðbyggingar við grunnskóla og leikskóla svo eitthvað sé nefnt. Ekki hefur þetta þó komið til umfjöllunar í nefndinni, enda hefur enginn fundur verið haldinn, þess í stað hafa þessi mál verið tekin fyrir annars staðar í stjórnsýslunni svo sem í bæjarráði, bæjarstjórn eða skipulags- og umhverfisnefnd og er því að virðist enginn tilgangur að halda úti sérstakri nefnd um þessi mál.
Þá verður einnig að horfa til þess að með þessari breytingu væri hægt að spara nefndarlaun við heila nefnd.
Friðrik Sigurbjörnsson
Greinargerð.
Frá því að nefndin um Eignasjóð varð til fyrir ári síðan með breyttum samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar hefur nefndin aldrei verið boðuð til fundar.
Nefnd um Eignasjóð á samkvæmt samþykktum bæjarins að fjalla um fasteignir, götur og aðra fastafjármuni Hveragerðisbæjar, þ.m.t. vatnsveitu og fráveitu Hveragerðisbæjar og fer nefndin einnig með yfirstjórn verkefna áhaldahúss. Mörg mál hefði átt og þurft að kynna fyrir nefndinni samkvæmt samþykktum bæjarins síðastliðið ár, t.d. Uppbygging og málefni fráveitukerfisins, íþróttamannvirkja, gatnagerð og viðbyggingar við grunnskóla og leikskóla svo eitthvað sé nefnt. Ekki hefur þetta þó komið til umfjöllunar í nefndinni, enda hefur enginn fundur verið haldinn, þess í stað hafa þessi mál verið tekin fyrir annars staðar í stjórnsýslunni svo sem í bæjarráði, bæjarstjórn eða skipulags- og umhverfisnefnd og er því að virðist enginn tilgangur að halda úti sérstakri nefnd um þessi mál.
Þá verður einnig að horfa til þess að með þessari breytingu væri hægt að spara nefndarlaun við heila nefnd.
Friðrik Sigurbjörnsson
Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum meirihlutans, fulltrúi minnihlutans með.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Undirbúningur fyrir fyrsta fund Nefndar um Eignasjóð Hveragerðisbæjar er á lokametrum og ráðgert er að nefndin fundi í fyrsta sinn í upphafi septembermánaðar. Nú er einungis beðið eftir tilnefningu á fulltrúa í nefndina af hálfu ÖBÍ. Nefndinni er ætlað mikilvægt hlutverk í yfirumsjón með rekstri, eftirliti og reglulegri þarfagreiningu á fasteignum Hveragerðisbæjar. Nefndin er liður í nauðsynlegum stjórnkerfisbreytingum sem meirihlutinn hefur verið að leiða fram á kjörtímabilinu í takt við vaxandi bæjarfélag.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Undirbúningur fyrir fyrsta fund Nefndar um Eignasjóð Hveragerðisbæjar er á lokametrum og ráðgert er að nefndin fundi í fyrsta sinn í upphafi septembermánaðar. Nú er einungis beðið eftir tilnefningu á fulltrúa í nefndina af hálfu ÖBÍ. Nefndinni er ætlað mikilvægt hlutverk í yfirumsjón með rekstri, eftirliti og reglulegri þarfagreiningu á fasteignum Hveragerðisbæjar. Nefndin er liður í nauðsynlegum stjórnkerfisbreytingum sem meirihlutinn hefur verið að leiða fram á kjörtímabilinu í takt við vaxandi bæjarfélag.
14.Yfirlit um rekstur Hveragerðisbæjar janúar til júní 2024
2408005
Lagt fram yfirlit yfir rekstur Hveragerðisbæjar fyrir janúar til júní 2024.
Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, kom inn á fundinn og kynnti yfirlitið.
Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, kom inn á fundinn og kynnti yfirlitið.
Lagt fram til kynningar.
15.Verkfundargerð - Breiðamörk frá 17. júlí 2024
2407065
Fundargerðin er staðfest.
16.Verkfundargerð - íþróttasvæði Hveragerði - nýtt gervigras frá 15. júlí 2024
2407064
Fundargerðin er staðfest.
17.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 31. júlí 2024
2407083
Fundargerðin er staðfest.
18.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 24. júlí 2024
2407068
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:12.
Getum við bætt efni síðunnar?
Bæjarráð harmar þau skemmdaverk sem gerð hafa verið á regnbogafánanum sem málaður var í gærkveldi.
Frelsi, virðing og mannréttindi er ekki sjálfgefinn hlutur heldur sístæð barátta, stöðug umræða og fræðsla. Viðbragð Hveragerðisbæjar verður að auka sýnileika regnbogafánans og stækka.