Fara í efni

Bæjarráð

843. fundur 25. júlí 2024 kl. 08:00 - 08:33 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir formaður
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Pétur G. Markan bæjarstjóri tengdist fundinum á fjarfundi.

1.Opnun tilboða í verkið ,,Hrauntunga- Tröllahraun"

2407055

Opnun tilboða í verkið ,,Hrauntunga - Tröllahraun" fór fram þriðjudaginn 16. júlí 2024, kl. 11:00 á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20.

Verkið felur í sér gerð á nýjum götum í Hrauntungu og Tröllatungu í Hveragerði, með möguleika á verulegri stækkun verksins.



Kostnaðarverð hönnuðar er 338.222.370 kr.

Verklok eru 1. júní 2025



Sjö tilboð bárust og eru eftirfarandi:

Stéttarfélagið ehf. - 371.618.400 kr. eða 109,9% af kostnaðarverði hönnuðar.

Borgarverk ehf. - 319.473.400 kr. eða 94,5% af kostnaðarverði hönnuðar.

Smávélar ehf. - 305.317.750 kr. eða 90,3% af kostnaðarverði hönnuðar.

Stórverk ehf. - 283.927.650 kr. eða 83,9% af kostnaðarverði hönnuðar.

JJ Pípulagnir ehf og Jarðtækni ehf. - 283.140.031 eða 83,7% af kostnaðarverði hönnuðar.

Gröfutækni ehf. - 278.521.950 kr. eða 82,3% af kostnaðarverði hönnuðar.

Auðverk ehf. - 242.924.371 kr. eða 71,8% af kostnaðarverði hönnuðar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Auðverk ehf. enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

2.Tilboð í kaup á félagslegu leiguhúsnæði

2407056

Lagt fram tilboð í íbúð merkta 02-02 Mánamörk 1, Hveragerði fasteignanúmer 250-1909 ásamt hluta af innbúi upp á kr. 42.000.000.- .



Tilboðið er undirritað með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir kauptilboðið og felur staðgengli bæjarstjóra að undirrita kaupsamning.

Bæjarfulltrúi D-listans situr hjá með eftirfarandi leiðbeiningar.

Bæjarfulltrúi D-listans telur það vera hagkvæmara fyrir sveitarfélagið og líklegra til að leysa biðlista mál að leigja frekar til langs tíma húsnæði undir félagslegar íbúðir á opnum markaði heldur en að kaupa íbúðir fyrir tugi milljóna. Með því að leiga frekar íbúðir til langs tíma er sveitarfélagið þannig ekki bundið af ákveðnum stærðum af íbúðum og hefur meiri sveigjanleika til að bregðast við mismunandi þörfum þeirra sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda.

Þá þykir bæjarfulltrúa D-listans að einnig eigi að stuðla frekar að því að úthluta lóðum til óhagnaðardrifinna leigufélaga sem tryggja að tekjulágar fjölskyldur fái aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu líkt og gert var á síðasta kjörtímabili þegar að Bjarg leigufélag fékk úthlutað 10 íbúðum í tveimur raðhúsum í Kambalandi sem nú hefur verið byggt og flutt inn í.

Friðrik Sigurbjörnsson
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:33.

Getum við bætt efni síðunnar?