Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 3. júlí 2024
2407032
Í bréfinu sem er afrit af bréfi til stjórnar Brunavarna Árnessýslu er rætt um breytingu á kostnaðarskiptingu aðildarsveitarfélaga Brunavarna Árnessýslu.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá fjarskiptasjóð vegna styrks til að ljúka lagningu ljósaleiðara utan markaðssvæða í þéttbýli frá 2. júlí 2024
2407031
Á árinu 2014 lagði Ljósleiðarinn ljósleiðara í öll hús í Hveragerði. Í Hveragerði eru þó tvö heimilisföng sem ekki eru ljósleiðara tengd.
Fjarskiptasjóður býður sveitarfélögum 80.000 kr. styrk til að kosta jarðvinnu við að tengja hvert slíkt heimilisfang fyrir árslok 2026.
Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.
Fjarskiptasjóður býður sveitarfélögum 80.000 kr. styrk til að kosta jarðvinnu við að tengja hvert slíkt heimilisfang fyrir árslok 2026.
Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.
Bæjarstjóra er falið að sækja um styrkinn.
3.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða frá 4. júlí 2024
2407030
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða ásamt yfirliti yfir greiðslur frá Jöfnunarsjóði vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða ágúst-desember 2024.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að bjóða uppá gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Grunnskólanum í Hveragerði skólaárið 2024-2025. Áfram er gert ráð fyrir að foreldrar skrái börn sín í skólamáltíðir.
Friðrik Sigurbjörnsson sat hjá með eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúi D-listans situr hjá við afgreiðslu þessa máls en fagnar því að skoða eigi þann möguleika að vera með eitt eldhús fyrir skólastofnanir bæjarins.
Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarráð vill undirstrika mikilvægi þess að tryggja áframhaldandi gæði og hollustu skólamáltíða í Hveragerðisbæ í takt við lýðheilsumarkmið bæjarins og gildandi næringarstefnu mötuneyta Hveragerðisbæjar.
Í þessari ráðstöfun felast aukin fjárútlát fyrir bæjarfélagið. Til skoðunar hefur verið að koma á fót sameiginlegu eldhúsi fyrir alla leik- og grunnskóla Hveragerðisbæjar, en fyrir slíkt miðlægt eldhús skapast frekari grundvöllur með því að tekinn verði í notkun nýr húsakostur fyrir mötuneyti í nýrri viðbyggingu grunnskólans. Fyrirséð er að slíku miðlægu eldhúsi geti fylgt samlegðaráhrif sem leiði til aukinnar hagkvæmni í rekstri. Bæjarráð vísar því til velferðar- og fræðslunefndar að fjalla nánar á sínum vettvangi um þennan möguleika og leggja umsögn og tillögur vegna málefnisins fyrir fund bæjarráðs í september nk.
Friðrik Sigurbjörnsson sat hjá með eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúi D-listans situr hjá við afgreiðslu þessa máls en fagnar því að skoða eigi þann möguleika að vera með eitt eldhús fyrir skólastofnanir bæjarins.
Friðrik Sigurbjörnsson
Bæjarráð vill undirstrika mikilvægi þess að tryggja áframhaldandi gæði og hollustu skólamáltíða í Hveragerðisbæ í takt við lýðheilsumarkmið bæjarins og gildandi næringarstefnu mötuneyta Hveragerðisbæjar.
Í þessari ráðstöfun felast aukin fjárútlát fyrir bæjarfélagið. Til skoðunar hefur verið að koma á fót sameiginlegu eldhúsi fyrir alla leik- og grunnskóla Hveragerðisbæjar, en fyrir slíkt miðlægt eldhús skapast frekari grundvöllur með því að tekinn verði í notkun nýr húsakostur fyrir mötuneyti í nýrri viðbyggingu grunnskólans. Fyrirséð er að slíku miðlægu eldhúsi geti fylgt samlegðaráhrif sem leiði til aukinnar hagkvæmni í rekstri. Bæjarráð vísar því til velferðar- og fræðslunefndar að fjalla nánar á sínum vettvangi um þennan möguleika og leggja umsögn og tillögur vegna málefnisins fyrir fund bæjarráðs í september nk.
4.Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 10. júlí 2024
2407029
Í minnisblaðinu koma fram upplýsingar um nýja þjóðhagsspá Hagstofu og forsendur hennar.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra er falið að taka saman greiningu á rekstri Hveragerðisbæjar út frá fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árin 2024-2027 með hliðsjón af nýrri þjóðhagsspá.
Bæjarstjóra er falið að taka saman greiningu á rekstri Hveragerðisbæjar út frá fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árin 2024-2027 með hliðsjón af nýrri þjóðhagsspá.
5.Bréf frá Almannavarnarsviði ríkislögreglustjóra frá 1. júlí 2024
2407028
Í bréfinu er kynnt árleg ráðstefna Almannavarnarsviðs ríkislögreglustjóra sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 31. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
6.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
2406100
Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2024-2025.
Móttökuráð fræðsluþjónustu hefur fjallað um umsóknina og leggur til að hún verði samþykkt til áramóta 2024-2025.
Móttökuráð fræðsluþjónustu hefur fjallað um umsóknina og leggur til að hún verði samþykkt til áramóta 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir umsóknina til áramóta 2024-2025 samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.
7.Samveruvettvangur foreldra og barna
2407036
Á fundi bæjarráðs þann 4. júlí 2023 var samþykkt að fela bæjarstjóra að skoða kostnaðarhagkvæmnar leiðir til að skapa vettvang fyrir foreldra/forsjáraðila og ung börn til að hittast reglulega í barnvænu umhverfi.
Framkvæmdum við leikskólann Óskaland miðar vel og ráðgert er að taka viðbótina í gagnið í desember. Með þeirri viðbót er ráðgert að öll börn 12 mánaða og eldri fái leikskólapláss í Hveragerðisbæ. Það er mikilvægur og eftirtektarverður áfangi. Mikilvægt er eftir sem áður að huga áfram að samveruvettvangi fyrir foreldra og börn fram að tólf mánaða aldri.
Á grundvelli þeirrar vinnu sem hefur átt sér stað frá fundi bæjarráðs 4. júlí 2023 er bæjarstjóra falið að taka saman minnisblað varðandi mögulegar útfærslur á samveruvettvangi fyrir foreldra og ung börn, með sérstakri áherslu á börn undir tólf mánaða aldri, og leggja fyrir bæjarráð í ágúst.
Á grundvelli þeirrar vinnu sem hefur átt sér stað frá fundi bæjarráðs 4. júlí 2023 er bæjarstjóra falið að taka saman minnisblað varðandi mögulegar útfærslur á samveruvettvangi fyrir foreldra og ung börn, með sérstakri áherslu á börn undir tólf mánaða aldri, og leggja fyrir bæjarráð í ágúst.
8.Life Icewater - þátttaka Hveragerðisbæjar - minnisblað umhverfisstjóra
2407034
Lagt fram minnisblað frá umhverfisstjóra um þátttöku Hveragerðisbæjar um að sækja um styrk í LIFE áætlun Evrópusambandsins. LIFE áætlunin er samkeppnissjóður ESB sem hefur fjármagnað verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992. Lögð er áhersla á fjögur meginsvið, þ.e. náttúru og líffræðilega fjölbreytni, hringrásarhagkerfið og lífsgæði, loftslagsbreytingar - aðlögun og aðgerðir og orkuskipti.
Umsókn Hveragerðisbæjar snýst um að bæta hreinsun fráveituvatns frá bænum.
Á fundinn mætti Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi og fór yfir verkefnið.
Umsókn Hveragerðisbæjar snýst um að bæta hreinsun fráveituvatns frá bænum.
Á fundinn mætti Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi og fór yfir verkefnið.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að staðfesta þátttöku bæjarsins í verkefninu og skipa starfsfólk Hveragerðisbæjar í þær stöður innan Life-Icewater verkefnisins sem þurfa þykir hverju sinni.
9.Tillaga frá Okkar Hveragerði og Framsókn - Regnbogagata við Skólamörk
2407038
Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar í bæjarráði leggja til að Skólamörkin verði máluð að nýju í regnbogalitum eins og gert var á síðasta ári.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að kanna hvort unnt sé að finna nýjan stað fyrir regnbogann þar sem framkvæmdir við grunnskólann blasi ekki jafn augljóst við í bakgrunni.
10.Viðhald í Grunnskólanum í Hveragerði.
2407037
Bæjarráð leggur til að bæjarstjóra verði falið að leggja fram minnisblað á næsta bæjarráðsfundi um stöðu viðhalds í Grunnskólanum í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og óskar þess að sérstaklega verði höfð hliðsjón af fyrirhuguðu viðhaldi samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 við gerð minnisblaðsins.
11.Minnisblað um leikvelli frá skipulagsfulltrúa
2407041
Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa frá 15. júlí 2024 þar sem lögð er til ný staðsetning á tímabundnum leiktækjum í Kambalandi.
Bæjarráð samþykkir að staðsetja leiktækin tímabundið við enda botnlangagötunnar Lindahrauns, á opið svæði í næsta nágrenni við fyrirhugaða leikskólalóð og leiksvæði hverfisins, en á fyrri stigum var fyrirhugað að koma þeim fyrir tímabundið við vesturenda Dalahrauns.
12.Tillaga frá Okkar Hveragerði og Framsókn um skilti sem vísar á leiksvæði og svæði til útivistar
2407044
Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar í bæjarráði leggja til að bæjarráð samþykki að sett verði upp skilti á miðbæjartorginu sem vísar á leiksvæði og svæði til útivistar í Hveragerði með nafni og fjarlægð þeirra frá torginu.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra jafnframt að skoða nánar mögulegar staðsetningar á skiltinu og fleiri slíkum skiltum.
Bæjarráð felur einnig menningar- atvinnu og markaðsnefnd að efna til hugmyndasamkeppni um nöfn á ónefnd leiksvæði bæjarins. Bæjarráð samþykkir að komið verði fyrir skiltum við hvert og eitt leiksvæði bæjarins með heiti þess.
Bæjarráð felur einnig menningar- atvinnu og markaðsnefnd að efna til hugmyndasamkeppni um nöfn á ónefnd leiksvæði bæjarins. Bæjarráð samþykkir að komið verði fyrir skiltum við hvert og eitt leiksvæði bæjarins með heiti þess.
13.Tillaga frá Okkar Hveragerði og Framsókn - Átak vegna umgengni á lóðum og opnum svæðum
2407033
Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar í bæjarráði leggja til að bæjarráð samþykki eftirfarandi tillögur vegna umgengni og frágangs á lóðum og opnum svæðum:
Fela bæjarstjóra að taka saman minnisblað um stöðuna um frágang á opnum svæðum í suðurhluta Kambalands og áætlaðan kostnað við að klára þann frágang sem eftir er.
Fela bæjarstjóra að láta taka saman minnisblað um stöðu á umgengni á lóðum og tillögur að leiðum til eflingar og hvatningar varðandi bætta umgengni. Fyrirhugað er að minnisblaðið og tillögurnar verði teknar fyrir samhliða tillögum vegna ónúmeraðra bíla.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Fela bæjarstjóra að taka saman minnisblað um stöðuna um frágang á opnum svæðum í suðurhluta Kambalands og áætlaðan kostnað við að klára þann frágang sem eftir er.
Fela bæjarstjóra að láta taka saman minnisblað um stöðu á umgengni á lóðum og tillögur að leiðum til eflingar og hvatningar varðandi bætta umgengni. Fyrirhugað er að minnisblaðið og tillögurnar verði teknar fyrir samhliða tillögum vegna ónúmeraðra bíla.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
14.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 9. júlí 2024
2407042
Fundargerðin staðfest.
15.Verkfundargerð Leikskólinn Óskaland - jarðvegsvinna frá 27. júní 2024
2407035
Á fundinn mætti Guðmundur F. Baldursson, umsjónarmaður og ráðgjafi Hveragerðisbæjar vegna verksins og fór yfir stöðuna. Framkvæmdinni miðar vel áfram og áætlað er að hægt sé að taka viðbygginguna í notkun fyrir lok árs.
Fundargerðin er staðfest.
Bæjarráð óskar eftir því að bæjarstjóri láti taka saman minnisblað um stöðuna á vinnu við útfærslu á breytingu á bílastæðum við Óskaland með hliðsjón af auknum fjölda deilda við leikskólann með viðbyggingunni og leggja fyrir fund bæjarráðs í ágúst næstkomandi.
Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að bæjarstjóri láti taka saman minnisblað um hvernig tímalína framkvæmda fyrir tengibyggingu og breytingar á innra skipulagi eldri byggingarinnar á Óskalandi er fyrirhuguð og leggja fyrir bæjarráð í ágúst næstkomandi.
Bæjarráð óskar eftir því að bæjarstjóri láti taka saman minnisblað um stöðuna á vinnu við útfærslu á breytingu á bílastæðum við Óskaland með hliðsjón af auknum fjölda deilda við leikskólann með viðbyggingunni og leggja fyrir fund bæjarráðs í ágúst næstkomandi.
Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að bæjarstjóri láti taka saman minnisblað um hvernig tímalína framkvæmda fyrir tengibyggingu og breytingar á innra skipulagi eldri byggingarinnar á Óskalandi er fyrirhuguð og leggja fyrir bæjarráð í ágúst næstkomandi.
16.Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 13. júní 2024
2407039
Lagt fram til kynningar.
17.Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 21. júní 2024
2407040
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:28.
Getum við bætt efni síðunnar?