Bæjarráð
Dagskrá
1.Bréf frá Grindavíkurbæ frá 19. júní 2024
2406111
Lagt fram bréf frá Grindavíkurbæ er varðar uppgjör við sveitarfélög vegna grindvískra nemenda skólaárið 2023-2024 og greiningu HLH ráðgjafar á auknum kostnaði grunnskóla vegna þeirra.
Með vinsemd og ánægju er Hveragerðisbær tilbúinn að koma að stuðningi og aðstoð sem íbúar Grindavíkurbæjar þurfa sannarlega á að halda á þessum krefjandi umbrotatímum sem Grindavíkurbær og íbúar hans ganga nú í gegnum.
Bæjarráð samþykkir að senda reikning til Grindavíkurbæjar í samræmi við bréfið ásamt þeim upplýsingum er varða nemendur sem óskað er eftir.
Bæjarráð samþykkir að senda reikning til Grindavíkurbæjar í samræmi við bréfið ásamt þeim upplýsingum er varða nemendur sem óskað er eftir.
2.Bréf frá Orkuveitunni frá 20. júní 2024
2406114
Lagt fram bréf frá Orkuveitunni með beiðni um samstarf vegna rannsókna á jarðhita í Ölfusi.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar fundaði með fulltrúum Orkuveitunnar þann 13. júní sl. Á þeim fundi kom fram af hálfu bæjarstjórnar skýr krafa um að Orkuveitan héldi opinn fund með íbúum í ágúst þar sem áform Orkuveitunnar yrðu kynnt. Ráðgert er að slíkur fundur fari fram seinni hluta ágústmánaðar.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins þar til eftir að sá fundur hefur farið fram.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins þar til eftir að sá fundur hefur farið fram.
3.Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi - Allt í blóma 2024
2406137
Með bréfi dags. 24. júní 2024 óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar um umsókn Tónræktarinnar ehf., Dynskógum 18, Hveragerði, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Allt í blóma í Lystigarðinum Fossflöt.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
4.Bréf frá Jafnréttisstofu frá 19. júní 2024.
2406141
Ábending til sveitarfélaga um ábyrgð og hlutverk vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla.
Lagt fram til kynningar. Í samhengi bréfsins er vert að minnast á að framkvæmdir við leikskólann Óskaland ganga vel. Sú viðbót á eftir að létta verulega á biðlistum.
5.Bréf frá Tónræktinni ehf., móttekið 1. júlí 2024.
2407006
Í bréfinu sem barst Hveragerðisbæ 1. júlí 2024 óskar Tónræktin eftir heimild Hveragerðisbæjar til að halda tónlistarhátíðina Allt í blóma í Lystigarðinum dagana 5. - 6. júlí nk. Jafnframt er óskað eftir að fá að hafa matarvagna og veitingarsölu af svæðinu. Eins er óskað eftir styrk frá Hveragerðisbæ fyrir hátíðina.
Bæjarráð þakkar Tónræktinni fyrir flott framtak. Bæjarráð samþykkir erindið og veitingu leyfis fyrir torgsölu sem kveðið er á um í samþykkt og gjaldskrá um götu- og torgsölu í Hveragerðisbæ. Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 1 milljón auk þess að fella niður þau gjöld vegna torgsölu sem er kveðið á um í samþykktinni.
Bæjarstjóra er falið að taka upp samtal við forsvarsmann Tónræktarinnar ehf. um verklag í kringum undirbúning hátíðarinnar.
Bæjarstjóra er falið að taka upp samtal við forsvarsmann Tónræktarinnar ehf. um verklag í kringum undirbúning hátíðarinnar.
6.Minnisblað frá bæjarstjóra um könnunarnefnd vegna sameiginlegrar knattspyrnuhallar
2406123
Í minnisblaðinu er lagt til að leitað verði eftir samstarfi við nærsveitarfélögin um inniaðstöðu til knattspyrnuiðkunar.
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúi D-listans undrast fullyrðingar bæjarstjórans í minnisblaði um könnunarnefnd vegna sameiginlegrar knattspyrnuhallar, þar sem fullyrt er „að allar forsendur eru brostnar fyrir sambærilegri höll“.
Ljóst er að hægt hefði verið að reisa sambærilega Hamarshöll fyrir vel innan við 200 milljónir króna strax í upphafi þessa kjörtímabils. Þannig hefði verið hægt að koma í veg fyrir vergang yngri og eldri iðkenda knattspyrnunnar síðustu tvo vetur. Þar að auki hefðu körfuknatteikur, fimleikar, blak og badminton átt skjól í sama húsi. Einnig er vert að nefna að eldri borgarar bæjarins hefðu getað nýtt höllina til heilsueflingar yfir vetrartímann. Síðustu tveir vetur hafa tekið óbærilega mikinn toll af íþróttasamfélaginu í Hveragerði. Í stað þess að hægt hefði verið að nýta fjármagn, tíma, orku og elju í frekari uppbyggingu Íþróttafélagsins Hamars þá hefur allur kraftur farið í það eitt að halda félaginu gangandi. Hafa iðkendur, foreldrar, þjálfarar og sjáfboðaliðar Hamars ekki farið varhluta af því.
Í ljósi þessa spyr undirritaður bæjarfulltrúi hvaða rökstuðningur og útreikningar styðji þá fullyrðingu í minnisblaðinu á þá leið að allar forsendur séu brostnar fyrir sambærilegri höll.
Alda Pálsdóttir.
Klukkan 08:46 var gert fundarhlé.
Klukkan 08:56 hélt fundur áfram.
Fulltrúar meirihluta bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun.
Það hefur komið glögglega í ljós m.a. í uppgjöri á Hamarshöllinni við Sjóvá og þeim úttektum sem voru gerðar í þeirri vinnu og að öðru leyti að ekki séu lengur forsendur til staðar hvað varða öryggi, endingu og kostnað við slík uppblásin dúkmannvirki. Fulltrúar meirihlutans telja ekki forsvaranlegt að skapa þá umgjörð fyrir iðkendur sem í því fælist og telja rétt að horfa til framtíðar varðandi aðstöðuuppbyggingu fyrir íþróttahreyfinguna í Hveragerði, rétt eins og hefur verið gert með ákvörðunum undanfarin misseri um viðbyggingu við íþróttahúsið við Skólamörk og gervigrasvöll uppi í Reykjadal. Ábyrgt sveitarfélag lærir af reynslunni og eflir frekar umgjörðina eftir því sem kostur er.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Meirihluti bæjarráðs Hveragerðisbæjar samþykkir að fela bæjarstjóra að senda bréf til bæjarstjórnar Ölfuss og bæjarstjórnar Árborgar og óska eftir fulltrúum frá þessum sveitarfélögum í könnunarnefnd sem ætlað er að athuga og ræða mögulegan áhuga á samstarfi um sameiginlega knattspyrnuhöll. Jafnframt að óska eftir fulltrúum frá Íþróttafélaginu Hamri til að sitja í nefndinni.
Fulltrúi D-lista sat hjá.
Bæjarfulltrúi D-listans undrast fullyrðingar bæjarstjórans í minnisblaði um könnunarnefnd vegna sameiginlegrar knattspyrnuhallar, þar sem fullyrt er „að allar forsendur eru brostnar fyrir sambærilegri höll“.
Ljóst er að hægt hefði verið að reisa sambærilega Hamarshöll fyrir vel innan við 200 milljónir króna strax í upphafi þessa kjörtímabils. Þannig hefði verið hægt að koma í veg fyrir vergang yngri og eldri iðkenda knattspyrnunnar síðustu tvo vetur. Þar að auki hefðu körfuknatteikur, fimleikar, blak og badminton átt skjól í sama húsi. Einnig er vert að nefna að eldri borgarar bæjarins hefðu getað nýtt höllina til heilsueflingar yfir vetrartímann. Síðustu tveir vetur hafa tekið óbærilega mikinn toll af íþróttasamfélaginu í Hveragerði. Í stað þess að hægt hefði verið að nýta fjármagn, tíma, orku og elju í frekari uppbyggingu Íþróttafélagsins Hamars þá hefur allur kraftur farið í það eitt að halda félaginu gangandi. Hafa iðkendur, foreldrar, þjálfarar og sjáfboðaliðar Hamars ekki farið varhluta af því.
Í ljósi þessa spyr undirritaður bæjarfulltrúi hvaða rökstuðningur og útreikningar styðji þá fullyrðingu í minnisblaðinu á þá leið að allar forsendur séu brostnar fyrir sambærilegri höll.
Alda Pálsdóttir.
Klukkan 08:46 var gert fundarhlé.
Klukkan 08:56 hélt fundur áfram.
Fulltrúar meirihluta bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun.
Það hefur komið glögglega í ljós m.a. í uppgjöri á Hamarshöllinni við Sjóvá og þeim úttektum sem voru gerðar í þeirri vinnu og að öðru leyti að ekki séu lengur forsendur til staðar hvað varða öryggi, endingu og kostnað við slík uppblásin dúkmannvirki. Fulltrúar meirihlutans telja ekki forsvaranlegt að skapa þá umgjörð fyrir iðkendur sem í því fælist og telja rétt að horfa til framtíðar varðandi aðstöðuuppbyggingu fyrir íþróttahreyfinguna í Hveragerði, rétt eins og hefur verið gert með ákvörðunum undanfarin misseri um viðbyggingu við íþróttahúsið við Skólamörk og gervigrasvöll uppi í Reykjadal. Ábyrgt sveitarfélag lærir af reynslunni og eflir frekar umgjörðina eftir því sem kostur er.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Meirihluti bæjarráðs Hveragerðisbæjar samþykkir að fela bæjarstjóra að senda bréf til bæjarstjórnar Ölfuss og bæjarstjórnar Árborgar og óska eftir fulltrúum frá þessum sveitarfélögum í könnunarnefnd sem ætlað er að athuga og ræða mögulegan áhuga á samstarfi um sameiginlega knattspyrnuhöll. Jafnframt að óska eftir fulltrúum frá Íþróttafélaginu Hamri til að sitja í nefndinni.
Fulltrúi D-lista sat hjá.
7.Minnisblað frá umhverfisfulltrúa um númerslausar bifreiðar
2406122
Í minnisblaðinu er fjallað um þau úrræði sem eru til staðar vegna númerslausra bifreiða.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma með tillögu að hreinsunarátaki á númerslausum bifreiðum.
8.Minnisblað frá skrifstofustjóra um opnunartíma bæjarskrifstofu í júlí vegna framkvæmda
2406120
Í minnisblaðinu er fjallað um sumarlokanir bæjarskrifstofu vegna framkvæmda.
Skrifstofustjóri kom inn á fundinn og kynnti málið.
Skrifstofustjóri kom inn á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð samþykkir að loka bæjarskrifstofum í samræmi við það sem lagt er til í minnisblaðinu. Bæjarskrifstofan verður lokuð vikuna 8. - 12. júlí nk. og 29. júlí -2. ágúst nk. Lokanirnar verða kynntar vel á heimasíðu bæjarins.
9.Reglur Bergrisans bs. um húsnæði fyrir fatlað fólk
2406139
Lagðar fram húsnæðisreglur í málefnum fatlaðs fólks á þjónustusvæði Bergrisans bs. ásamt fylgiskjali.
Bæjarráð samþykktir reglur Bergrisans bs. um húsnæði fyrir fatlað fólk.
10.Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923 2023
2401128
Lagt fram til síðari umræðu meðfylgjandi samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023.
Á fundi bæjarstjórnar 8. febrúar 2024 var samþykkt til síðari umræðu breyting á samþykktinni hvað varðar tímafresti fundarboða nefnda og tilfærslu á verkefnum milli nefnda.
Á fundi bæjarstjórnar 11. apríl 2024 var samþykkt til síðari umræðu breyting á samþykktinni hvað varðar skipun barnaverndarþjónustu.
Á fundi bæjarstjórnar 13. júní 2024 var samþykkt til síðari umræðu breyting á samþykktinni hvað varðar tímafresti til að fá mál tekið á dagskrá á fundum bæjarráðs og nefnda.
Á fundi bæjarstjórnar 8. febrúar 2024 var samþykkt til síðari umræðu breyting á samþykktinni hvað varðar tímafresti fundarboða nefnda og tilfærslu á verkefnum milli nefnda.
Á fundi bæjarstjórnar 11. apríl 2024 var samþykkt til síðari umræðu breyting á samþykktinni hvað varðar skipun barnaverndarþjónustu.
Á fundi bæjarstjórnar 13. júní 2024 var samþykkt til síðari umræðu breyting á samþykktinni hvað varðar tímafresti til að fá mál tekið á dagskrá á fundum bæjarráðs og nefnda.
Bæjarráð samþykkir framangreindar breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023 og að breytingarnar verði sendar ráðherra til staðfestingar og birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
11.Erindisbréf menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar
2406044
Lagt fram að nýju breyting á erindisbréfi menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar.
Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs 20. júní 2024 þar til breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar yrði tekið til síðari umræðu. Síðari umræða um breytingu á samþykktinni er liður nr. 10 á fundinum.
Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs 20. júní 2024 þar til breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar yrði tekið til síðari umræðu. Síðari umræða um breytingu á samþykktinni er liður nr. 10 á fundinum.
Bæjarráð samþykkir breytingu á erindisbréfi menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar.
12.Fyrirspurn frá fulltrúa D-listans um bílastæðasjóð
2406146
Fyrirspurn fulltrúa D-listans er eftirfarandi.
Hér að neðan kemur fyrirspurn sem ég óska eftir að verði tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Þá óska ég jafnframt eftir því að fá skrifleg svör.
Í upphafi þessa kjörtímabils óskaði fulltrúi D-listans eftir því að mánaðarlega yrði lagt fram í bæjarráði yfirlit yfir stöðu bílastæðasjóðs bæjarins. Loforð þáverandi formanns bæjarráðs var að það skildi gert á fyrsta fundi bæjarráðs hvers mánaðar. Ekkert hefur orðið af þessum efndum. Ítreka ég hér með ósk mína aftur um að fá fram mánaðarlega stöðu bílastæðasjóðs.
Þá óska ég eftir upplýsingum um stöðu frágangs nýrra bílastæða við Reykjadal og skýringu á því hvers vegna verkið hefur dregist. Sökum ófullnægjandi frágangs hefur borið á öngþveiti og vandræðagangi ferðamanna sem hyggjast nota bílastæðið.
Alda Pálsdóttir
Hér að neðan kemur fyrirspurn sem ég óska eftir að verði tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Þá óska ég jafnframt eftir því að fá skrifleg svör.
Í upphafi þessa kjörtímabils óskaði fulltrúi D-listans eftir því að mánaðarlega yrði lagt fram í bæjarráði yfirlit yfir stöðu bílastæðasjóðs bæjarins. Loforð þáverandi formanns bæjarráðs var að það skildi gert á fyrsta fundi bæjarráðs hvers mánaðar. Ekkert hefur orðið af þessum efndum. Ítreka ég hér með ósk mína aftur um að fá fram mánaðarlega stöðu bílastæðasjóðs.
Þá óska ég eftir upplýsingum um stöðu frágangs nýrra bílastæða við Reykjadal og skýringu á því hvers vegna verkið hefur dregist. Sökum ófullnægjandi frágangs hefur borið á öngþveiti og vandræðagangi ferðamanna sem hyggjast nota bílastæðið.
Alda Pálsdóttir
Bæjarstjóri svaraði fyrirspurninni með minnisblaði.
Í minnisblaðinu kemur fram yfirlit yfir tekjur bílastæðasjóðs árin 2022-2024.
Vorið 2023 var klárað að gera viðbótar bílastæði sem ættu að taka um 100 bíla. Sá hluti hefur ekki verið malbikaður, heldur er um malarbílastæði að ræða. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að malbika bílastæðið.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra í samráði við starfsfólk bæjarins að koma með tillögu að úrbótum á bílastæðinu og kostnaðargreiningu verkefnisins og leggja fyrir fund bæjarráðs í ágúst.
Í minnisblaðinu kemur fram yfirlit yfir tekjur bílastæðasjóðs árin 2022-2024.
Vorið 2023 var klárað að gera viðbótar bílastæði sem ættu að taka um 100 bíla. Sá hluti hefur ekki verið malbikaður, heldur er um malarbílastæði að ræða. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að malbika bílastæðið.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra í samráði við starfsfólk bæjarins að koma með tillögu að úrbótum á bílastæðinu og kostnaðargreiningu verkefnisins og leggja fyrir fund bæjarráðs í ágúst.
13.Leikvellir og almenningur í Hveragerði
2406147
Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa er varðar verðkönnun á leiktækjum fyrir leiksvæði hjá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að fjárfesta í leiktækjum fyrir Kambaland að fjárhæð kr. 1,5 milljónir og staðsetja þau tímabundið á túnbletti í vestari enda Dalahrauns þar sem Dalahraun og Hrauntunga mætast.
Fyrirhugað er að leiktækin verði færð á skipulagt leiksvæði í Kambalandi þegar hægt verður að ljúka frágangi á því svæði en við gatnagerð, sem mun hefjast á árinu við Hrauntungu, er fyrirséð að losni um jarðefni sem staðsett er á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir einnig að fjárfesta í borðbekkjum fyrir kr. 550 þús. fyrir Leynilund, sem gengið er inn í frá Varmahlíð, auk skiltis sem vísar inn á svæðið. Í kjölfarið verður hafin vinna við að leita hugmynda að skipulagi lundarins.
Fyrirhugað er að leiktækin verði færð á skipulagt leiksvæði í Kambalandi þegar hægt verður að ljúka frágangi á því svæði en við gatnagerð, sem mun hefjast á árinu við Hrauntungu, er fyrirséð að losni um jarðefni sem staðsett er á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir einnig að fjárfesta í borðbekkjum fyrir kr. 550 þús. fyrir Leynilund, sem gengið er inn í frá Varmahlíð, auk skiltis sem vísar inn á svæðið. Í kjölfarið verður hafin vinna við að leita hugmynda að skipulagi lundarins.
14.Fyrirspurn frá fulltrúa D-listans um útboð fyrir gatnagerð Hrauntungu - Tröllahrauni
2406150
Fyrirspurn fulltrúa D-lista er eftirfarandi.
Bæjarfulltrúi D-listans óskar eftir upplýsingum um útboð fyrir gatnagerð Hrauntunga - Tröllahraun sem auglýst var nýlega á vef Hveragerðisbæjar.
Hefur bæjarstjórn samþykkt að auglýsa útboð á þessari gatnagerð?
Hver er kostnaðaráætlunin við þessa gatnagerð?
Hversu stórum hluta af Tröllahrauni tekur þetta útboð til?
Hefur verið samið við alla landeigendur í Kambalandi um makaskipti á lóðum eða uppkaupum sveitarfélagsins á því landi sem er í einkaeigu?
Hver er heildarkostnaður sveitarfélagsins við gatnagerð það sem af er þessu ári?
Hverjar eru heildartekjur sveitarfélagsins af gatnagerð það sem af er þessu ári?
Bæjarfulltrúi D-listans fagnar því að halda eigi áfram með uppbyggingu í Kambalandi, enda mikilvægt að halda áfram uppbyggingu í sveitarfélaginu. Í fjárfestingaráætlun Hveragerðisbæjar er einungis sett fram að fjárfestingar vegna gatnagerðar á árinu 2024 verði 242 m. kr. en hvergi tiltekið hvaða gatnagerð verði farið í og óskar því bæjarfulltrúi D-listans eftir skriflegum svörum við þessum spurningum.
Alda Pálsdóttir
Bæjarfulltrúi D-listans óskar eftir upplýsingum um útboð fyrir gatnagerð Hrauntunga - Tröllahraun sem auglýst var nýlega á vef Hveragerðisbæjar.
Hefur bæjarstjórn samþykkt að auglýsa útboð á þessari gatnagerð?
Hver er kostnaðaráætlunin við þessa gatnagerð?
Hversu stórum hluta af Tröllahrauni tekur þetta útboð til?
Hefur verið samið við alla landeigendur í Kambalandi um makaskipti á lóðum eða uppkaupum sveitarfélagsins á því landi sem er í einkaeigu?
Hver er heildarkostnaður sveitarfélagsins við gatnagerð það sem af er þessu ári?
Hverjar eru heildartekjur sveitarfélagsins af gatnagerð það sem af er þessu ári?
Bæjarfulltrúi D-listans fagnar því að halda eigi áfram með uppbyggingu í Kambalandi, enda mikilvægt að halda áfram uppbyggingu í sveitarfélaginu. Í fjárfestingaráætlun Hveragerðisbæjar er einungis sett fram að fjárfestingar vegna gatnagerðar á árinu 2024 verði 242 m. kr. en hvergi tiltekið hvaða gatnagerð verði farið í og óskar því bæjarfulltrúi D-listans eftir skriflegum svörum við þessum spurningum.
Alda Pálsdóttir
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra þar sem fram koma svör við fyrirspurninni.
15.Fundargerð velferðar- og fræðslunefndar frá 27. júní 2024.
2406009F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 2 og 3.
Liður 1 "Samningur um barnaverndarþjónustu á milli Hveragerðisbæjar og Ölfuss" afgreiddur sérstaklega.
Samningurinn þarf tvær umræður í bæjarstjórn. Á fundi bæjarstjórnar 13. mars 2024 var samningurinn tekinn til fyrri umræðu og samþykktur.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Þegar Sveitarfélagið Ölfus hefur samþykkt samninginn verður hann sendur ráðuneytinu til staðfestingar og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Liður 2 "Breyting á erindisbréfi Velferðar- og fræðslunefndar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir þær breytingar á erindisbréfi nefndarinnar sem voru til umfjöllunar á fundi hennar en þeim breytingum til viðbótar verði orðið "íþrótta-, " í 4. gr. fellt á brott.
Liður 3 "Stefnumótun eldri borgara 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að fá kynningu á stefnumótuninni á fundi bæjarráðs seinni hluta ágústmánaðar.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
Samningurinn þarf tvær umræður í bæjarstjórn. Á fundi bæjarstjórnar 13. mars 2024 var samningurinn tekinn til fyrri umræðu og samþykktur.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Þegar Sveitarfélagið Ölfus hefur samþykkt samninginn verður hann sendur ráðuneytinu til staðfestingar og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Liður 2 "Breyting á erindisbréfi Velferðar- og fræðslunefndar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir þær breytingar á erindisbréfi nefndarinnar sem voru til umfjöllunar á fundi hennar en þeim breytingum til viðbótar verði orðið "íþrótta-, " í 4. gr. fellt á brott.
Liður 3 "Stefnumótun eldri borgara 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að fá kynningu á stefnumótuninni á fundi bæjarráðs seinni hluta ágústmánaðar.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
16.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 25. júní 2024.
2406124
Fundargerðin er staðfest.
17.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs. frá 24. júní 2024
2406138
Lagt fram til kynningar.
18.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses frá 24. júní 2024 og ársreikningur 2023
2406134
Lagt fram til kynningar.
19.Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. frá 21. júní 2024
2406148
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:33.
Getum við bætt efni síðunnar?
Í upphafi fundar lagði formaður fram eftirfarandi dagskrárbreytingartillögu.
Við dagskrá bætist liður 5 "Bréf frá Tónræktinni ehf., móttekið 1. júlí 2024."
Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóða.