Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Stjórnarráði Íslands frá 10. júní 2024
2406091
Lagt fram bréf þar sem komið er á framfæri þakklæti fyrir samvinnu við undirbúning á hátíðardagskrá í tengslum við 80 ára afmæli lýðveldisins Ísland 17. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Landskjörstjórn frá 3. júní 2024
2406096
Lögð fram ársskýrsla Landskjörstjórnar 2023.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Landskjörstjórn frá 12. júní 2024
2406085
Lagt fram bréf frá Landskjörstjórn vegna kostnaðar ríkissjóðs við forsetakosningar og greiðslna til sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Byggðastofnun frá 11. júní 2024
2406090
Lagt fram bréf frá Byggðastofnun þar sem óskað er liðsinnis við að koma á framfæri upplýsingum um þjónustukönnun Byggðastofnunar.
Lagt fram til kynningar.
5.Bréf frá Eignarhaldsfélagi Suðurlands hf. frá 11. júní 2024
2406087
Lagt fram boð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. miðvikudaginn 26. júní nk.
Bæjarráð samþykkir að Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir fari sem fulltrúi Hveragerðisbæjar á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
6.Bréf frá Kambagili ehf. frá 13. júní 2024
2406099
Í bréfinu er óskað eftir leyfi Hveragerðisbæjar til að leggja lýsingu við Svartagljúfur og styrk úr bílastæðasjóði við Árhólma til að nýta í verkefnið.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar til nánari skoðunar og einnig er bæjarstjóra falið að taka upp samtal við forsvarsmenn Kambagils ehf.
7.Lokafrágangur lóðar við Grunnskólann í Hveragerði
2406098
Lagt fram minnisblað Guðmundar Baldurssonar byggingarstjóra viðbyggingar við Grunnskólann í Hveragerði vegna mögulegrar framvindu verksins. Þar er lagt til að flýta lóðarfrágangi, frágangi við þrjár kennslustofur á 2 hæð viðbyggingar og taka þær í notkun í lok þessa árs, kostnaður sem færist yfir á árið 2024 vegna þessa er 24,8 milljónir.
Til viðbótar bendir Guðmundur á að í fjárfestingaráætlun Hveragerðisbæjar 2024-2027 er gert ráð fyrir að 4. áfangi viðbyggingar við grunnskólann verði byggður 2025-2027 og því tímabært að setja hönnunarvinnu af stað næsta vetur og bjóða verkið út 2025.
Til viðbótar bendir Guðmundur á að í fjárfestingaráætlun Hveragerðisbæjar 2024-2027 er gert ráð fyrir að 4. áfangi viðbyggingar við grunnskólann verði byggður 2025-2027 og því tímabært að setja hönnunarvinnu af stað næsta vetur og bjóða verkið út 2025.
Bæjarráð samþykkir að flýta verkinu í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað byggingarstjóra viðbyggingarinnar við Grunnskólann.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að koma af stað vinnu við að útbúa kostnaðaráætlun vegna hönnunarvinnu við áfanga 4 og leggja niðurstöður þeirrar vinnu fyrir bæjarráð á fundi þess í byrjun júlí ásamt tillögum að næstu skrefum vegna undirbúnings þeirrar framkvæmdar.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að koma af stað vinnu við að útbúa kostnaðaráætlun vegna hönnunarvinnu við áfanga 4 og leggja niðurstöður þeirrar vinnu fyrir bæjarráð á fundi þess í byrjun júlí ásamt tillögum að næstu skrefum vegna undirbúnings þeirrar framkvæmdar.
8.Breiðamörk 20 - Niðurstaða skoðunar á húsnæði
2406083
Lögð fram skýrsla EFLU vegna skoðunar á húsnæðinu að Breiðumörk 20.
Lagt fram til kynningar.
9.Umsókn um styrk úr afreks- og styrktarsjóði Hveragerðisbæjar
2406095
Lögð fram umsókn um styrk úr afreks- og styrktarsjóði Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að fela menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum frá umsækjanda ef þörf er talin á og að afgreiða umsóknina í samræmi við reglur um afreks- og styrktarsjóð Hveragerðisbæjar.
10.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
2405053
Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2024-2025.
Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs, 6. júní sl., þar sem gögn vantaði.
Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs, 6. júní sl., þar sem gögn vantaði.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir skólaárið 2024-2025 samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.
11.Kerfisáætlun Landsnets 2023-2032
2406104
Kerfisáætlun Landsnets 2023-2032 - Búrfellslína meðfram þjóðveginum í Hveragerðisbæ í jörð.
Í aðalskipulagsvinnu Hveragerðisbæjar, sem nú stendur yfir, hefur komið ítrekað fram að mikilvægt sé fyrir framhald byggðar og skipulags í Hveragerðisbæ, að svonefnd Búrfellslína, sem liggur meðfram þjóðveginum, verði öll lögð í jörð og deili helgunarsvæði með þjóðvegi 1.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra Hveragerðisbæjar að senda bréf á Landsnet og ítreka í bréfinu kröfu bæjarfélagsins þess efnis, og í framhaldinu boða forsvarsmenn Landsnets á fund til að ræða málið.
Ljóst er að niðursetning áðurnefndrar Búrfellslínu tengist tilfærslu þjóðvegarins, sem er á samgönguáætlun. Bæjarstjóra er því einnig falið að óska eftir stöðufundi með Vegagerðinni og upplýsa bæjarráð um niðurstöðu þessara funda.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra Hveragerðisbæjar að senda bréf á Landsnet og ítreka í bréfinu kröfu bæjarfélagsins þess efnis, og í framhaldinu boða forsvarsmenn Landsnets á fund til að ræða málið.
Ljóst er að niðursetning áðurnefndrar Búrfellslínu tengist tilfærslu þjóðvegarins, sem er á samgönguáætlun. Bæjarstjóra er því einnig falið að óska eftir stöðufundi með Vegagerðinni og upplýsa bæjarráð um niðurstöðu þessara funda.
12.Fundargerð Menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar frá 11. júní 2024
2406001F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 7.
Liður 7 "Erindisbréf menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu á erindisbréfinu þar til samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar verður tekin til síðari umræðu.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu á erindisbréfinu þar til samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar verður tekin til síðari umræðu.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
13.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 2. apríl 2024
2406057
Fundargerðin er staðfest.
14.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 21. maí 2024
2406101
Fundargerðin er staðfest.
15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2024
2404008F
Fundargerðin er staðfest.
16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 19. apríl 2024
2404010F
Fundargerðin er staðfest.
17.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 7. júní 2024
2406005F
Fundargerðin er staðfest.
18.Verkfundargerð - Hlíðarhagi frá 2. maí 2024
2406093
Fundargerðin er staðfest.
19.Verkfundargerð - Hlíðarhagi frá 6. maí 2024
2406094
Fundargerðin er staðfest.
20.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. maí 2024
2406086
Lagt fram til kynningar.
21.Fundargerð Bergrisans frá 31. mai 2024
2406092
Lagt fram til kynningar.
22.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 11. júní 2024
2406084
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:37.
Getum við bætt efni síðunnar?