Bæjarráð
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 20.september 2017.
1709027
Aldís Hafsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Ölverks Pizz&Brugghús um lengri opnun sem er í dag til 23:00 en óskað er eftir opnun til 01.00 alla daga.
Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Ölverks Pizz&Brugghús um lengri opnun sem er í dag til 23:00 en óskað er eftir opnun til 01.00 alla daga.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við lengri opnun hjá Ölverk Pizz&Brugghús.
2.Bréf frá Öryrkjabandalaginu frá 25.september 2017. - Trúnaðarmál.
1710001
Erindið fært í trúnaðarmálabók.
3.Bréf frá Neytendasamtökunum frá 14.september 2017.
1709028
Í bréfinu óska Neytendasamtökin eftir styrk frá Hveragerðisbæ.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.
4.Bréf frá Mannvirkjastofnun frá 27.september 2017.
1710003
Í bréfinu óskar Mannvirkjastofnun eftir að Hveragerðisbær verði annað tveggja sveitarfélaga til að prufukeyra nýja byggingargátt.
Bæjarráð samþykkir að Hveragerðisbær muni prufukeyra nýju byggingargáttina.
5.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna húsnæðis frístundaskólans.
1710002
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 2. október vegna húsnæðis fyrir frístundaskóla.
Bæjarráð samþykkir að leigja húsnæði Skátafélagsins Stróks undir frístundaskóla þar til eldra húsnæði leikskólans Undralands verður laust í október. Leigugreiðsla verði kr. 100.000.- á mánuði auk þess sem salur verði málaður að notkun lokinni
6.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna Kambalands.
1710009
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 2. október vegna kaupa á byggingarlandi í Hveragerði "Kambaland".
Bæjarráð samþykkir að kaupa 22 hektara af byggingarlandi innan marka Hveragerðisbæjar, Kambaland. Allt svæðið hefur þegar verið deiliskipulagt en þar er gert ráð fyrir allt að 143 einbýlishúsalóðum, 2 parhúsalóðum og 11 raðhúsalóðum auk tveggja atvinnulóða.
Viðauki vegna kaupanna og tillaga að fjármögnun á þeim verður lögð fram þegar viðræðum um greiðslutilhögun lýkur.
Viðauki vegna kaupanna og tillaga að fjármögnun á þeim verður lögð fram þegar viðræðum um greiðslutilhögun lýkur.
7.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 22.september 2017.
1709029
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 19.september 2017.
1709030
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 29.september 2017.
1710004
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 19.júní 2017.
1710005
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 31.ágúst 2017.
1710006
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 21.september 2017.
1710007
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 29.september 2017.
1710008
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Getum við bætt efni síðunnar?