Bæjarráð
Dagskrá
1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 17. maí 2024
2406005
Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 22. maí 2024
2406004
Í bréfinu óskar atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036 mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Upplýsingar til sveitarfélaga sem snúa að leik- og grunnskóla og frístundastarfi
2406022
Lagt fram bréf frá félagsþjónustu og fræðslusviði Grindavíkurbæjar er varðar málefni Grindavíkur.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslusviðs að svara spurningum er fram koma í bréfinu og varða leiðbeiningar um hvernig sækja eigi um leikskóladvöl hjá Hveragerðisbæ.
4.Bréf frá SASS frá 16. maí 2024
2406007
Í bréfinu er fjallað um stofnun farsældarráðs á Suðurlandi.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar tekur undir með stjórn SASS að mikilvægt er að sveitarfélögin á Suðurlandi vinni saman að farsæld barna. Hveragerðisbær styður því að sveitarfélögin á Suðurlandi eigi með sér samstarf um útfærslu á farsældarráði á Suðurlandi og að gerður verði viðaukasamningur við sóknaráætlun landshlutans Suðurlands þar sem verkefnið verður útfært nánar.
5.Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 16. apríl 2024
2404105
Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem óskað er eftir upplýsingum um afstöðu Hveragerðisbæjar til staðsetningar Pure North Recycling samkvæmt skipulagi sveitarfélagsins og drög að svari Hveragerðisbæjar til eftirlitsins.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að svara erindinu í samræmi við þau drög að svari sem liggja fyrir.
6.Bréf frá sumarhóp SAMAN hópsins, ódagsett
2406000
Í bréfinu er hvatt til samveru fjölskyldunnar.
Til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til menningar, atvinnu- og markaðsfulltrúa Hveragerðisbæjar.
7.Bréf frá Agli Viggóssyni frá 29. maí 2024
2406001
Í bréfinu er fjallað um áhrif fyrirtækis í plastendurvinnslu á umhverfi Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp samtal við bréfritara, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og plastendurvinnsluna um mögulegar lausnir á ónæði því sem vinnslan veldur á svæðinu líkt og kemur fram í bókun undir lið 5 í dagskrá fundarins.
8.Bréf frá Jónasi Pálssyni frá 3. júní 2024
2406020
Lagður fram kaupsamningur um 50% eignarhlut í fasteigninni við Breiðumörk 16, F2210097, en Hveragerðisbær á forkaupsrétt á eigninni á grundvelli 31. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Óskað er eftir að Hveragerðisbær falli frá forkaupsrétti.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti að eigninni að þessu sinni.
9.Bréf frá Sýslumanni Suðurlands frá 4. júní 2024
2406037
Með bréfi dags. 4. júní 2024 óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Tónræktarinnar ehf., kt. 610404-2780, Dynskógum 18, Hveragerði, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í íþróttahúsinu við Skólamörk í tilefni af Hengli Ultra.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
10.Verðkönnun á jarðvinnu í tengslum við nýjan gervigrasvöll við Hamarshöll í Hveragerði
2406019
Opnun tilboða í verkið "Jarðvinna vegna gervigrasvöllur" fór fram 30. maí 2024. Alls bárust sjö tilboð í verkið.
Arnon ehf. 59.075.500,-
Hverafell ehf. 65.702.580,-
Auðverk ehf. 46.606.200,-
Stéttarfélagið ehf. 76.124.000,-
Aðalleið ehf. 54.850.000,-
Gummisig ehf. 87.601.000,-
Gröfutækni ehf. 61.495.000,-
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 87.835.000,-
Arnon ehf. 59.075.500,-
Hverafell ehf. 65.702.580,-
Auðverk ehf. 46.606.200,-
Stéttarfélagið ehf. 76.124.000,-
Aðalleið ehf. 54.850.000,-
Gummisig ehf. 87.601.000,-
Gröfutækni ehf. 61.495.000,-
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 87.835.000,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðenda Auðverk ehf. verði tekið enda uppfylli tilboð fyrirtækisins skilyrði útboðsgagna.
11.Minnisblað skrifstofustjóra vegna verðfyrirspurnar á raforkusölu
2406027
Í minnisblaðinu er farið yfir niðurstöður verðfyrirspurnar á raforkusölu. Þrjú fyrirtæki svöruðu fyrirspurn um verð á kWst raforku með VSK fyrir Hveragerðisbæ.
Orkusalan 8,95 kr.
Orka heimilanna 7,30 kr.
Straumlind 10,17 kr.
Orkusalan 8,95 kr.
Orka heimilanna 7,30 kr.
Straumlind 10,17 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tekið verði tilboði Orku heimilanna.
12.Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna eldri borgara er varðar Heilsuefling 60 plús.
2406006
Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna eldri borgara þar sem óskað er eftir auknu fjármagni í verkefnið Heilsuefling 60 plús.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði aukið fjármagn kr. 700.000 í verkefnið Heilsuefling 60 plús.
13.Viðauki við fjárhagsáætlun - starfsmannamál
2406021
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna tímabundinnar ráðningar starfsmanns.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun upp á kr. 9.000.000,- vegna tímabundinnar ráðningar starfsmanns í hlutastarf á velferðarsviði.
14.Reglur um umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
2406029
Lögð fram drög að reglum og verklagi er varðar umsókn um skólavist utan lögheimilis.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglur og verklag er varðar umsóknir um skólavist utan lögheimilis.
15.Ábyrgð Hveragerðisbæjar vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu
2406026
Lagt fram bréf frá Brunavörnum Árnessýslu vegna fyrirhugaðrar lántöku í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun Brunavarna Árnessýslu.
Hveragerðisbær samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 190.000.000.-, í samræmi við skilmála láns til ársins 2039 eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Hveragerðisbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýjum dælubíl, vegna byggingar á tækja- og búnaðargeymslu á Laugarvatni og vegna fyrsta áfanga byggingar á Flúðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Hveragerðisbær skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Hveragerðisbær selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hveragerðisbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Pétri G. Markan, kt 160281-5459, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hveragerðisbæjar veitingu ofnangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýjum dælubíl, vegna byggingar á tækja- og búnaðargeymslu á Laugarvatni og vegna fyrsta áfanga byggingar á Flúðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Hveragerðisbær skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Hveragerðisbær selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hveragerðisbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Pétri G. Markan, kt 160281-5459, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hveragerðisbæjar veitingu ofnangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
16.Umsókn um lóð
2405021
Tindhagur ehf. sækir um lóðina Vorsabær 13 og lóðina Álfafell 5 til vara.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Tindhaga ehf. lóðinni Vorsabær 13 í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
17.Fyrirspurn frá fulltrúa D-listans
2406028
Fulltrúi D-listans óskar eftir upplýsingum um hversu mörg börn eru á biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði eftir að úthlutun fyrir haustið 2024 fór fram. Hver er aldursdreifing barna á biðlistum og hvernig er skiptingin á biðlista milli leikskólanna Óskalands og Undralands og þeirra sem sækja um á báðum leikskólum?
Hvenær er áætlað að nýja húsnæðið við leikskólann Óskaland verði tekin í notkun.
Óskað er eftir skriflegum svörum á þessum fundi bæjarráðs.
Alda Pálsdóttir
Hvenær er áætlað að nýja húsnæðið við leikskólann Óskaland verði tekin í notkun.
Óskað er eftir skriflegum svörum á þessum fundi bæjarráðs.
Alda Pálsdóttir
Eftirfarandi eru svör meirihlutans.
Eftir seinni úthlutun leikskólaplássa eru alls 24 börn á biðlista sem verða orðin 12 mánaða 1. september 2024.
Börn á biðlista eru fædd frá miðjum janúar 2023 - 1. september 2023.
Skipting barna á biðlista eftir leikskólum er eftirfarandi.
Leikskólinn Undraland: 12
Leikskólinn Óskaland: 7
Sótt um á báðum leikskólum: 5
Varðandi spurningu um hvenær áætlað sé að nýja húsnæðið við leikskólann Óskaland verði tekið í notkun fylgir með minnisblað um stöðu framkvæmdar frá eftirlitsmanni Hveragerðisbæjar með framkvæmdinni.
Eftir seinni úthlutun leikskólaplássa eru alls 24 börn á biðlista sem verða orðin 12 mánaða 1. september 2024.
Börn á biðlista eru fædd frá miðjum janúar 2023 - 1. september 2023.
Skipting barna á biðlista eftir leikskólum er eftirfarandi.
Leikskólinn Undraland: 12
Leikskólinn Óskaland: 7
Sótt um á báðum leikskólum: 5
Varðandi spurningu um hvenær áætlað sé að nýja húsnæðið við leikskólann Óskaland verði tekið í notkun fylgir með minnisblað um stöðu framkvæmdar frá eftirlitsmanni Hveragerðisbæjar með framkvæmdinni.
18.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
2405053
Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í Vatnsendaskóla skólaárið 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu umsóknarinnar og óskar eftir minnisblaði deildarstjóra fræðslusviðs með skýringum er varða málið.
19.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
2405089
Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í Ásgarðsskóla Reykhólahreppi skólaárið 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.
20.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 27. maí 2024
2406002
Fundargerðin er staðfest.
21.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 14. maí 2024
2406008
Fundargerðin er staðfest.
22.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 26. mars 2024
2406025
Lagt fram til kynningar.
23.Fundargerð Arnardrangs 12. júní 2023
2406009
Lagt fram til kynningar.
24.Fundargerð Arnardrangs 17. júlí 2023
2406010
Lagt fram til kynningar.
25.Fundargerð Arnardrangs 18. september 2023
2406011
Lagt fram til kynningar.
26.Fundargerð Arnardrangs 8. nóvember 2023
2406012
Lagt fram til kynningar.
27.Fundargerð Arnardrangs 12. janúar 2024
2406013
Lagt fram til kynningar.
28.Fundargerð Arnardrangs 18. mars 2024
2406014
Lagt fram til kynningar.
29.Fundargerð Arnardrangs 22. apríl 2024
2406016
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:47.
Getum við bætt efni síðunnar?
Í upphafi fundar lagði formaður fram eftirfarandi dagskrárbreytingartillögu.
Við dagskrá bætist liður 9 "Umsókn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga þann 8-9 júní 2024 í Íþróttahúsið Hveragerði Skólamörk 2 til umsagnaraðila"
Dagskrárbreytingatillagan samþykkt samhljóða.