Fara í efni

Bæjarráð

835. fundur 18. apríl 2024 kl. 17:00 - 17:59 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson varamaður
Starfsmenn
  • Íris Bjargmundsdóttir Bæjarritari
  • Helga Kristjánsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá mennta- og barnamálaráðuneyti frá 2. apríl 2024

2404084

Lagt fram dreifibréf vegna undanþága til lausráðningar starfsmanna til kennslustarfa, frá 14. apríl 2024 og fyrir skólaárið 2024-2025.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Orkusölunni frá 5. apríl 2024

2404096

Í bréfinu er fjallað um endurskoðun á raforkusölusamningi Hveragerðis.
Lagt fram til kynningar, bæjarstjóra falið að gera verðfyrirspurn á raforkusölu.

3.Drög að Ársreikningi Hveragerðisbæjar 2023.

2404095

Lögð eru fram drög að ársreikningi Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til endurskoðenda og til fyrri umræðu bæjarstjórnar.

4.Yfirlit yfir rekstur Hveragerðisbæjar janúar - mars 2024

2404094

Lagt fram yfirlit yfir rekstur Hveragerðisbæjar tímabilið janúar - mars 2024.
Lagt fram til kynningar.

5.Minnisblað frá skrifstofustjóra - Tjónabætur vegna lausafé í Hamarshöll

2404097

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar þar sem óskað er eftir að lögmanni Hveragerðisbæjar verði heimilað að senda gögn á lögmann Sjóvá er varða lausafé.

Bæjarráð samþykkir að heimila lögmanni Hveragerðisbæjar að afhenda lögmanni Sjóvá gögn er varða lausafé í eigu Hveragerðisbæjar sem skemmdist þegar Hamarshöllin féll.

6.Minnisblað frá skrifstofustjóra - Starfshópur um íþróttamannvirki í Hveragerði

2404098

Í minnisblaðinu er lagt til að bæjarráð setji á fót starfshóp um íþróttamannvirki í Hveragerði. Í starfshópnum eiga sæti 1 fulltrúi úr hverjum flokki sem sæti eiga í bæjarstjórn, þrír fulltrúar frá Íþróttafélaginu Hamri og þrír starfsmenn Hveragerðisbæjar, bæjarstjóri, skipulagsfulltrúi og menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi.
Bæjarráð samþykkir að setja á fót starfshóp um íþróttamannvirki í Hveragerði.
Fulltrúi O-listans verður Sandra Sigurðardóttir, fulltrúi B-listans verður Halldór Benjamín Hreinsson og fulltrúi D-listans verður Friðrik Sigurbjörnsson.
Fulltrúar Íþróttafélagsins Hamars verða Guðjóna Sigurðardóttir, Tómas Ingi Tómasson og Eydís Valgarðsdóttir.

7.Tilnefning fulltrúa í framkvæmdateymi Öruggara Suðurland - svæðisbundið samráð

2404092

Lögð fram beiðni um að Hveragerðisbær tilnefni fulltrúa í framkvæmdateymi Öruggara Suðurlands - svæðisbundið samráð. Aðild að svæðisbundna samráðinu eiga embætti lögreglustjórans á Suðurlandi, öll sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, félagsþjónustu- og barnavernd, embætti sýslumanns á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og framhaldsskólarnir FSu, FAS og ML.

Vinnustofa Öruggara Suðurlands verður haldin í Ráðhúsi Ölfuss 18. apríl 2024. Við það tilefni verður undirrituð samstarfsyfirlýsing allra fyrrgreindra aðila um svæðisbundið samráð og aðgerðir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir yfirskriftinni Öruggara Suðurland.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Ernu Harðar Sólveigardóttur, deildarstjóra velferðar, sem fulltrúa í framkvæmdateymi Öruggara Suðurlands - svæðisbundið samráð. Bæjarráð felur jafnframt Helgu Kristjánsdóttur, staðgengli bæjarstjóra, að undirrita samstarfsyfirlýsinguna fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

8.Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. frá 5. mars 2024

2404088

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. frá 19. mars 2024

2404089

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. frá 5. apríl 2024

2404090

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 26. mars 2024 og ársreikningur 2023

2404085

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 2. apríl 2024

2404083

Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Suðurlands frá 5. febrúar 2024

2404086

Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Suðurlands frá 4. mars 2024

2404087

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:59.

Getum við bætt efni síðunnar?