Fara í efni

Bæjarráð

834. fundur 04. apríl 2024 kl. 08:00 - 09:14 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Íris Bjargmundsdóttir Bæjarritari
  • Helga Kristjánsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 25. mars 2024

2403771

Í bréfinu óskar velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar), 143. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu frá 20. mars 2024

2403758

Í bréfinu óskar starfshópur um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (rammaáætlun) eftir sjónarmiðum, athugasemdum eða ábendingum við áform um lagasetningu sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

3.Bréf frá Fjarskiptastofu frá 19. mars 2024

2403743

Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum um áform er varðar uppbyggingu ljósleiðara-aðgangsneta á þéttbýlisstöðum og í byggðakjörnum fyrir árslok 2026.
Hveragerðisbær hefur að fullu verið ljósleiðaravæddur og því liggja engin áform fyrir um uppbyggingu ljósleiðara aðgangsneta 2024-2026.

4.Bréf frá Brunabótafélagi Íslands frá 21. mars 2024

2403745

Í bréfinu er auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ fyrir árið 2024.
Hveragerðisbær hefur fengið styrki frá styrktarsjóði EBÍ áður og hafa mörg af söguskiltum bæjarins verið sett upp með þeirra styrk.
Bæjarráð felur menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að senda umsókn í sjóðinn.

5.Umsókn um styrk í afreks- og styrktarsjóð Hveragerðisbæjar

2403747

Bæjarráð samþykkir umsóknina í samræmi við reglur um sjóðinn.

6.Umsókn um styrk í afreks- og styrktarsjóð Hveragerðisbæjar

2403731

Bæjarráð samþykkir umsóknina í samræmi við reglur um sjóðinn.

7.Bréf frá FOSS vegna sveitarfélag ársins frá 28. febrúar 2024.

2403760

Í bréfinu er fjallað um könnun sem FOSS stéttarfélag í almanna þjónustu ásamt öðrum bæjarstarfsmannafélögum innan BSRB, munu leggja fyrir félagsmenn með aðstoð Gallup. Þar er leitað að fyrirmyndar sveitarfélaginu m.a. út frá starfsumhverfi og áhrifum stjórnunar á heilsu og líðan starfsfólks.
Bæjaráð samþykkir að ekki verði greitt fyrir þátttöku í þessari könnun í þetta sinn.

8.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 27. mars 2024

2403776

Í bréfinu er vakin athygli á viðburðum sem framundan eru hjá Umhverfisstofnun í apríl í tengslum við gerð nýrrar stefnu um úrgangsforvarnir ,,Saman gegn sóun".



Lagt fram til kynningar.

9.Bréf frá Veitum frá 15. febrúar 2024

2312240

Í bréfinu eru viðbrögð Veitna við áskorun íbúa Hveragerðisbæjar er varðar útblástur borhola við Klettahlíð. Samþykkt var á fundi bæjarráðs 4. janúar 2024 að framsenda Veitum erindið. Bréf Veitna barst Hveragerðisbæ 20. mars 2024 og hefur það nú þegar verið framsent þeim íbúum er rituðu undir áskorunina.
Lagt fram til kynningar.

10.Opnun tilboða vegna heimilisins við Birkimörk - Útveggjaklæðning

2403763

Opnun tilboða vegna heimilisins við Birkimörk - Útveggjaklæðning sem fór fram 21. febrúar 2024. Alls bárust 12 tilboð í verkið.

Fortis ehf. 58.542.824,-

ÍAV hf. 59.274.559,-

Vörðufell ehf. 61.862.918,-

Stéttarfélagið ehf. 43.547.050,-

Land og Verk ehf. 58.308.155,-

Múr og Málingaþjónustan Höfn ehf. 52.735.000,-

Samhliða ehf. 47.635.500,-

Innfinity ehf. 25.815.000,-

HH hús ehf. 36.900.000,-

Frumskógar ehf. 38.836.480,-

Gæðabygg sf. 64.283.970,-

Norðurstjarnan ehf. 47.559.000,-



Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 35.008.000,-



Eftir yfirferð tilboða kom í ljós að lægsta tilboðið uppfyllir ekki ákvæði útboðsgagna.
Bæjarráð leggur til bæjarstjórn að samþykkja að taka tilboði næst lægstbjóðanda HH-hús ehf. enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

11.Minnisblað frá skrifstofustjóra frá 26. mars 2024 vegna jafnlaunavottunar

2403762

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna jafnlaunavottunar fyrir Hveragerðisbæ. Á árinu 2024 fór fram eftirlit á vegum BSI á Íslandi.

Bæjarráð fagnar góðri niðurstöðu eftirlits með jafnlaunavottun. Óútskýrður kynbundinn launamunur var 0,5% konum í hag og fylgni launa er 97%.

12.Minnisblað frá Fræðslu- og velferðasviði Hveragerðis vegna hækkunar á upphæð fjárhagsaðstoðar

2403767

Lagt fram minnisblað frá Fræðslu- og velferðarsviði Hveragerðis þar sem lögð er til hækkun á upphæð fjárhagsaðstoðar í samræmi við neysluvísitölu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hækkun frá 1. apríl 2024 á upphæð fjárhagsaðstoðar í samræmi við neysluvísitölu um 4,9%.

13.Bréf frá Háskólafélagi Suðurlands frá 22. mars 2024

2403759

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Háskólafélags Suðurlands. Fundurinn fer fram 23. apríl 2024 kl. 14.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Hveragerðisbæjar verði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

14.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 25. mars 2024

2403768

Vegna liðar 11 "hurðarlæsingar" leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að hún feli ráðgjafa að greina þá valkosti á læsingarkerfum sem í boði eru.
Fundargerðin er staðfest að öðru leyti.

15.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 22. mars 2024 auk ársreiknings 2023

2403757

Fundargerðin lögð fram til kynningar, auk ársreiknings 2023.

16.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars 2024

2403740

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:14.

Getum við bætt efni síðunnar?