Bæjarráð
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 8. mars 2024
2403714
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. mars 2024, með áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.
Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi tillögu.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar í Hveragerði tekur undir áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga og fagnar því að stór félög innan ASÍ hafi skrifað undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins og að meginmarkmið þeirra sé að ná niður verðbólgu og þar með vöxtum í landinu.
Hveragerðisbær hefur nú þegar lagt sitt af mörkum til að kjarasamningarnir gangi eftir með hóflegri gjaldskrárhækkun upp á 2,5% fyrir árið 2024.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar í Hveragerði leggur til við bæjarstjórn að einnig verði teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum frá og með haustinu 2024, eins og gert er ráð fyrir í nýju samningunum. Aðkoma ríkisins með fjármagn í það verkefni er mikilvægt og gerir sveitarfélögum kleift að takast á við það. Gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun vegna breytinganna og leitað verður leiða til hagræðingar.
Með gerð þessara samninga er stigið stórt skref í þá átt að ná sátt á vinnumarkaði til fleiri ára og er það mikilvægt. Það er því von okkar að þessir samningar verði öðrum félögum sem enn er ósamið við leiðarljós, en til að þær kjarabætur sem hér er samið um með aðkomu ríkis og sveitarfélaga gangi eftir þurfa allir að taka þátt með sambærilegum hætti. Þá er unnt að ná niður verðbólgu og vöxtum sem er mesta kjarabótin fyrir alla.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sigurbjörnsdóttir
Tillagan borin upp og samþykkt með atkvæðum meirihlutans.
Fulltrúi minnihluta situr hjá.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar í Hveragerði tekur undir áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga og fagnar því að stór félög innan ASÍ hafi skrifað undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins og að meginmarkmið þeirra sé að ná niður verðbólgu og þar með vöxtum í landinu.
Hveragerðisbær hefur nú þegar lagt sitt af mörkum til að kjarasamningarnir gangi eftir með hóflegri gjaldskrárhækkun upp á 2,5% fyrir árið 2024.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar í Hveragerði leggur til við bæjarstjórn að einnig verði teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum frá og með haustinu 2024, eins og gert er ráð fyrir í nýju samningunum. Aðkoma ríkisins með fjármagn í það verkefni er mikilvægt og gerir sveitarfélögum kleift að takast á við það. Gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun vegna breytinganna og leitað verður leiða til hagræðingar.
Með gerð þessara samninga er stigið stórt skref í þá átt að ná sátt á vinnumarkaði til fleiri ára og er það mikilvægt. Það er því von okkar að þessir samningar verði öðrum félögum sem enn er ósamið við leiðarljós, en til að þær kjarabætur sem hér er samið um með aðkomu ríkis og sveitarfélaga gangi eftir þurfa allir að taka þátt með sambærilegum hætti. Þá er unnt að ná niður verðbólgu og vöxtum sem er mesta kjarabótin fyrir alla.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sigurbjörnsdóttir
Tillagan borin upp og samþykkt með atkvæðum meirihlutans.
Fulltrúi minnihluta situr hjá.
2.Bréf frá Umboðsmanni barna frá 18. mars 2024
2403728
Lagt fram bréf frá Umboðsmanni barna, dags. 18. mars 2024, um hljóðvist í skólum.
Bæjarráð samþykkir að vísa bréfinu til velferðar- og fræðslunefndar og skólanefndar.
3.Bréf frá Íþróttafélaginu Hamri frá 18. mars 2024
2403722
Í bréfinu óskar Íþróttafélagið Hamar eftir styrk frá Hveragerðisbæ vegna fjölgreinaverkefnis að upphæð kr. 3.000.000,- fyrir árið 2024.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar dáist að elju og dugnaði íbúa, iðkenda og sjálfboðaliða Hamars í krefjandi aðstæðum vegna takmarkandi aðstöðu til íþróttaiðkunar. Þrátt fyrir áskoranir hefur iðkendum fjölgað í deildum Hamars og titlar verið unnir. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar fagnar erindinu og framtaki Hamars um boð um fjölgreinaverkefni og með því efla framboð til íþróttaiðkunnar fyrir yngstu kynslóðina. Þá mun birta til hvað bætta íþróttaaðstöðu varðar enda gervigrasvöllur í fullri keppnisstærð og stækkun íþróttahúss við Skólamörk í fullum gangi.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sigurbjörnsdóttir
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar dáist að elju og dugnaði íbúa, iðkenda og sjálfboðaliða Hamars í krefjandi aðstæðum vegna takmarkandi aðstöðu til íþróttaiðkunar. Þrátt fyrir áskoranir hefur iðkendum fjölgað í deildum Hamars og titlar verið unnir. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar fagnar erindinu og framtaki Hamars um boð um fjölgreinaverkefni og með því efla framboð til íþróttaiðkunnar fyrir yngstu kynslóðina. Þá mun birta til hvað bætta íþróttaaðstöðu varðar enda gervigrasvöllur í fullri keppnisstærð og stækkun íþróttahúss við Skólamörk í fullum gangi.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sigurbjörnsdóttir
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.
4.Bréf frá Félagi heyrnalausra, ódagsett
2403708
Lagt fram bréf frá Félagi heyrnarlausra þar sem óskað er eftir stuðningi og samstarfi vegna Norrænnar menningarhátíðar heyrnarlausra árið 2026 á Íslandi.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2025.
5.Opnun tilboða í verkið sláttur og hirðing í Hveragerði
2403700
Opnun tilboða í verkið "Sláttur og hirðing í Hveragerði" fór fram 31. janúar 2024. Alls bárust fjögur tilboð í verkið.
Sighvatur Natanelsson, kr. 18.857.620,-
Slegið ehf. kr. 26.317.832,-
Golfklúbbur Hveragerðisbæjar 36.570.359,-
Garðlist ehf. kr. 41.760.418,-
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 37.687.062,-
Sighvatur Natanelsson, kr. 18.857.620,-
Slegið ehf. kr. 26.317.832,-
Golfklúbbur Hveragerðisbæjar 36.570.359,-
Garðlist ehf. kr. 41.760.418,-
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 37.687.062,-
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Sighvats Natanelssonar enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.
6.Fráveituráðgjöf - verkbeiðni frá Cowi Island ehf.
2403699
Lögð fram verkbeiðni frá COWI Ísland ehf. er varðar fráveitu Hveragerðis.
Fulltrúi minnihlutans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans telur eðlilegt að með þessum drögum hefði fylgt minnisblað á íslensku þar sem farið er yfir um hvað málið snýst, sérstaklega þar sem um margskonar lýsingar tæknilegs eðlis er að ræða, sem leikmaður á erfitt með að gera sér grein fyrir. Jafnframt harmar bæjarfulltrúi D-listans það andvaraleysi sem meirihlutinn hefur sýnt í þessu mikilvæga máli og hversu lengi nauðsynlegar framkvæmdir hafa dregist.
Alda Pálsdóttir
Klukkan 08:18 var gert fundarhlé.
Klukkan 08:25 hélt fundur áfram.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði vísa þessum athugasemdum fulltrúa minnihlutans á bug, enda hefur metnaðarfull verkáætlun verið lögð fram um fráveitumál í Hveragerði. Vegna andvaraleysis síðustu ára erum við í þessari stöðu og nú er brugðist við af fullum þunga. Fulltrúar D-listans höfðu fullt tækifæri til að grípa til aðgerða í þau 16 ár sem þau sátu hér í meirihluta eftir að athugasemdir hófu að berast við fráveitumálefni bæjarins sem aldrei skiluðu sér inn á borð þáverandi minnihluta. Eins og áður hefur komið fram hefur núverandi meirihluti sett 500 milljónir í fjárhagsáætlun næstu þriggja ára vegna fjárfestingar í fráveitumannvirki.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja verkbeiðni 4 um fráveitu ráðgjöf frá Cowi Ísland.
Fulltrúi D-listans telur eðlilegt að með þessum drögum hefði fylgt minnisblað á íslensku þar sem farið er yfir um hvað málið snýst, sérstaklega þar sem um margskonar lýsingar tæknilegs eðlis er að ræða, sem leikmaður á erfitt með að gera sér grein fyrir. Jafnframt harmar bæjarfulltrúi D-listans það andvaraleysi sem meirihlutinn hefur sýnt í þessu mikilvæga máli og hversu lengi nauðsynlegar framkvæmdir hafa dregist.
Alda Pálsdóttir
Klukkan 08:18 var gert fundarhlé.
Klukkan 08:25 hélt fundur áfram.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði vísa þessum athugasemdum fulltrúa minnihlutans á bug, enda hefur metnaðarfull verkáætlun verið lögð fram um fráveitumál í Hveragerði. Vegna andvaraleysis síðustu ára erum við í þessari stöðu og nú er brugðist við af fullum þunga. Fulltrúar D-listans höfðu fullt tækifæri til að grípa til aðgerða í þau 16 ár sem þau sátu hér í meirihluta eftir að athugasemdir hófu að berast við fráveitumálefni bæjarins sem aldrei skiluðu sér inn á borð þáverandi minnihluta. Eins og áður hefur komið fram hefur núverandi meirihluti sett 500 milljónir í fjárhagsáætlun næstu þriggja ára vegna fjárfestingar í fráveitumannvirki.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja verkbeiðni 4 um fráveitu ráðgjöf frá Cowi Ísland.
7.Gjaldskrá Bergrisans vegna stuðningsfjölskyldna og notendasamninga
2403724
Lagður fram 4. liður i fundargerð stjórnarfundar Bergrisans bs 26. febrúar 2024 til afgreiðslu er varðar gjaldskrá Bergrisans vegna stuðningsfjölskyldna og notendasamninga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá Bergrisans vegna stuðningsfjölskyldna og notendasamninga.
8.Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2023
2403706
Ársskýrslan er lögð fram til kynningar.
9.Fyrirspurn frá fulltrúa D-listans
2403725
Bæjarfulltrúi D- lista óskar eftir skriflegum svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Að hvaða verkefnum vinnur Haraldur Sverrisson á vegum Hveragerðisbæjar?
2. Hvar og hvenær voru teknar ákvarðanir um að fela honum þessi verkefni?
3. Hver er áætlaður kostnaður vegna þessarar vinnu?
4. Er gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar ársins 2024?
5. Er gert ráð fyrir að hann komi að vinnslu fleiri verkefna á vegum Hveragerðisbæjar á þessu eða næsta ári?
6. Hefur hann átt einhverja aðkomu að verkefnum Hveragerðisbæjar á árinu 2023?
1. Að hvaða verkefnum vinnur Haraldur Sverrisson á vegum Hveragerðisbæjar?
2. Hvar og hvenær voru teknar ákvarðanir um að fela honum þessi verkefni?
3. Hver er áætlaður kostnaður vegna þessarar vinnu?
4. Er gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar ársins 2024?
5. Er gert ráð fyrir að hann komi að vinnslu fleiri verkefna á vegum Hveragerðisbæjar á þessu eða næsta ári?
6. Hefur hann átt einhverja aðkomu að verkefnum Hveragerðisbæjar á árinu 2023?
Eftirfarandi eru svör meirihlutans.
1. Haraldur Sverrisson ráðgjafi, hefur verið til ráðgjafar í verkefnum tengd Fagrahvammslandi og hugsanlegu verkefni sunnan þjóðvegar, mögulegri stækkun Hveragerðis til suðurs, svo kallað Axlarverkefni.
2. Haraldi Sverrissyni hefur ekki verið falin þessi verkefni heldur er hann eingöngu til ráðgjafar. Umrædd verkefni eru á borðum starfsmanna Hveragerðisbæjar.
3. Áætlaður endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir en Haraldur vinnur sína vinnu í tímavinnu. Kostnaður pr. vinnustund er kr. 25.000.
4. Í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar er alltaf gert ráð fyrir einhverjum kostnaði vegna ráðgjafavinnu fyrir bæinn.
5. Engin ákvörðun liggur fyrir um frekari aðkomu Haraldar Sverrissonar að fleiri verkefnum á vegum Hveragerðisbæjar.
6. Haraldur Sverrisson var Hveragerðisbæ til ráðgjafar í svokölluðu Árhólmaverkefni sem kemur til með að skila Hveragerðisbæ hundruðum milljóna kr.í tekjur og skilaði Haraldur einstaklega góðri vinnu fyrir Hveragerðisbæ.
1. Haraldur Sverrisson ráðgjafi, hefur verið til ráðgjafar í verkefnum tengd Fagrahvammslandi og hugsanlegu verkefni sunnan þjóðvegar, mögulegri stækkun Hveragerðis til suðurs, svo kallað Axlarverkefni.
2. Haraldi Sverrissyni hefur ekki verið falin þessi verkefni heldur er hann eingöngu til ráðgjafar. Umrædd verkefni eru á borðum starfsmanna Hveragerðisbæjar.
3. Áætlaður endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir en Haraldur vinnur sína vinnu í tímavinnu. Kostnaður pr. vinnustund er kr. 25.000.
4. Í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar er alltaf gert ráð fyrir einhverjum kostnaði vegna ráðgjafavinnu fyrir bæinn.
5. Engin ákvörðun liggur fyrir um frekari aðkomu Haraldar Sverrissonar að fleiri verkefnum á vegum Hveragerðisbæjar.
6. Haraldur Sverrisson var Hveragerðisbæ til ráðgjafar í svokölluðu Árhólmaverkefni sem kemur til með að skila Hveragerðisbæ hundruðum milljóna kr.í tekjur og skilaði Haraldur einstaklega góðri vinnu fyrir Hveragerðisbæ.
10.Þjónustusamningur við Söngsveit Hveragerðis 2024-2026
2403682
Lagður fyrir þjónustusamningur Hveragerðisbæjar við Söngsveit Hveragerðis 2024-2026.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þjónustusamning við Söngsveit Hveragerðis 2024-2026.
11.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 12. mars 2024
2403707
Fundargerðin er staðfest.
12.Fundargerð Bergrisans frá 26. febrúar 2024
2403721
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerð Samband Íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2024
2403720
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12. febrúar 2024
2403719
Lagt fram til kynningar.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar vill koma á framfæri góðum þökkum til starfsfólks HSL sem og formanni HSL fyrir góðan og gagnlegan fund þann 5. mars í Hveragerði þar sem farið var yfir verkáætlun um úrbætur á fráveitu bæjarins. Meirihlutinn tekur jafnframt undir orð framkvæmdastjóra HSL þegar hún segir: ,,Voru góðar umræður og samstaða um að horfa fram á veginn og efla samstarf um lausnir." Var það niðurstaða fundarins að sveitarfélagið sendi HSL bréf þar sem kæmi fram úrbótaáætlun og ósk um samstarf um móttöku seyru. Þess ber að geta að bréf þetta var sent 18. mars. Til viðbótar hefur móttaka seyru verið staðfest eins og sjá má í fundargögnum.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar vill koma á framfæri góðum þökkum til starfsfólks HSL sem og formanni HSL fyrir góðan og gagnlegan fund þann 5. mars í Hveragerði þar sem farið var yfir verkáætlun um úrbætur á fráveitu bæjarins. Meirihlutinn tekur jafnframt undir orð framkvæmdastjóra HSL þegar hún segir: ,,Voru góðar umræður og samstaða um að horfa fram á veginn og efla samstarf um lausnir." Var það niðurstaða fundarins að sveitarfélagið sendi HSL bréf þar sem kæmi fram úrbótaáætlun og ósk um samstarf um móttöku seyru. Þess ber að geta að bréf þetta var sent 18. mars. Til viðbótar hefur móttaka seyru verið staðfest eins og sjá má í fundargögnum.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
15.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 16. október 2023
2403703
Lagt fram til kynningar.
16.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 6. nóvember 2023
2403704
Lagt fram til kynningar.
17.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 11. mars 2024
2403705
Lagt fram til kynningar.
18.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 29. febrúar 2024
2403718
Lagt fram til kynningar.
19.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 23. október 2023
2403715
Lagt fram til kynningar.
20.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 18. desember 2023
2403716
Lagt fram til kynningar.
21.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 30. janúar 2024
2403717
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:48.
Getum við bætt efni síðunnar?