Fara í efni

Bæjarráð

682. fundur 07. september 2017 kl. 08:00 - 09:24 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 18.ágúst 2017.

1708013

Í bréfinu er rætt um kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins. Kostnaður undanfarin ár hefur verið meiri heldur en sveitarfélögin hafa greitt og því þarf að hækka framlag sveitarfélaganna næstu ár.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að greiðsla vegan kjaramálavinnu Sambandsins hækki.

2.Bréf frá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga frá 1.september 2017.

1709001

Í bréfinu er rætt um ráðstefnu sem haldin verður á Þingborg 7. september "Sjálfbært Suðurland - Úrgangsmál" og eins minnt á fund með samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Suðurlands sem haldinn verður á sama stað 8. september.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga frá 23.ágúst 2017.

1708018

Í bréfinu er boðað á ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Hótel Selfossi 19. og 20. október n.k.
Lagt fram til kynningar. Búið er að senda út kjörbréf vegna þessa.

4.Bréf frá Iceland Travel frá 1.september 2017.

1709003

Í bréfinu óska bréfritarar eftir að fá Hamarshöllina leigða og heimild fyrir afnotum á landi Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Iceland travel á grundvelli umræðna á fundinum.

5.Bréf frá Reykjanes Aurora frá 24.ágúst 2017.

1708010

Í bréfinu óska bréfritarar eftir að fá úthlutað lóðum í Ölfusdal sem áður var úthlutað Orteka Partners slf.
Bæjarráð telur rétt að lóðirnar verði auglýstar lausar til úthlutunar þegar tímabært þykir að framkvæmdir þar hefjist. Þar til slík auglýsing hefur verið birt verður engri lóð úthlutað á svæðinu.

6.Bréf frá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu ódagsett.

1708017

Í bréfinu er rætt um þann vanda sem upp er kominn í sauðfjárrækt á Íslandi.
Bæjarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af afkomu sauðfjárbænda og hvetur til þess að leitað sé framtíðarlausna sem tryggt geta afkomu þeirra.

7.Bréf frá Hestamannafélaginu Ljúf frá 21.ágúst 2017.

1708016

Í bréfinu óskar Hestamannafélagið Ljúfur eftir fjárhagsaðstoð frá Hveragerðisbæ vegna lagfæringar á félagsgerðinu.
Bæjarráð hafnar erindinu þar sem í gildi er þjónususamningur við félagið þar sem árlegt framlag er tilgreint. Jafnframt er bæjarstjóra falið að hefja endurskoðunun á samningnum samkv. 12.grein. Getur sú endurskoðun farið fram nú þegar náist um það samkomulag við félagsmenn Ljúfs.

8.Bréf frá Ólafi Óskarssyni frá 15.ágúst 2017.

1708011

Í bréfinu óskar bréfritari eftir lóð undir 80m2 hús sem flutt verður á lóðina.
Bæjarráð sér sér því miður ekki fært að verða við erindinu.

Lóðir sem lausar eru til umsóknar eru auglýstar og fá þá allir áhugasamir tækifæri til að sækja um þær. Umræddar tvær lóðir hafa ekki verið auglýstar til úthlutunar og önnur þeirra er ekki á skipulögðu svæði. Því er ekki mögulegt að úthluta þeim nema að undangengnum skipulagsbreytingum og auglýsingu.

Bæjarráð felur skipulags- og mannvirkjanefnd að skoða möguleika sem eru á uppbyggingu á auðum og óbyggðum lóðum.

9.Minnisblað: varðar tillögu að deiliskipulagi á Edenreit í miðbæ Hveragerðis.

1708007

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 25. ágúst vegna samnings við húsfélagið Reykjamörk 2 vegna skerðingar á lóð þess í nýju deiliskipulagi á Edenreit.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við húsfélagið á þeim grunni sem kynntur er í minnisblaðinu.

10.Lóðarumsókn Vorsabær 7.

1708009

SR-Verk efh sækir um lóðina Vorsabær 7.
Bæjarráð samþykkir að úthluta SR-Verk efh umræddri lóð í samræmi við skilmála sem gilda um lóðaúthlutun í Hveragerði.

11.Minnisblað: Landvarsla í Reykjadal.

1709002

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 4. september 2017 vegna ábendingar Hjálparsveita skáta í Hveragerði um landvörslu í Reykjadal. Beiðnin var send til allra sem skipa starfshóp um uppbyggingu og úrbætur í Reykjadal. Sveitarfélagið Ölfus hefur samþykkt beiðnina fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur starfshópnum að útfæra aðkomu HSSH að verkefnum í dalnum um leið og óskað verði svara annarra sem starfshópinn skipa vegna verkefnisins.

12.Hjallabrún, verkfundargerð frá 11.ágúst 2017.

1708008

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

13.Leikskóli, Þelamörk 62, verkfundargerð frá 29.ágúst 2017.

1708015

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

14.Fundargerðir stjórnar Bergrisans frá 22.júní og 16.ágúst 2017.

1708012

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

15.Fundargerð stjórnar SASS frá 25.ágúst 2017.

1708014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:24.

Getum við bætt efni síðunnar?