Fara í efni

Bæjarráð

828. fundur 18. janúar 2024 kl. 08:00 - 09:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir varaformaður
  • Alda Pálsdóttir
  • Halldór Benjamín Hreinsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir Bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði varaformaður til breytingu á dagskrá fundarins.

Lagt var til að þrjú mál er varða umsóknir um lóðir yrðu tekin af dagskrá fundarins þar sem fullnægjandi gögn bárust ekki tímanlega fyrir fund. Um er að ræða liði nr. 12, 13 og 14.

Var dagskrárgerðarbreytingin samþykkt samhljóða.

1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 3. janúar 2024

2401042

Í bréfinu óskar velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá velferðarnefnd Alþingis frá 10. janúar 2024

2401046

Í bréfinu er óskað eftir að fulltrúi Hveragerðisbæjar mæti á fund velferðarnefndar Alþingis 17. janúar 2024 þar sem fjalla á um tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028, 509. mál.
Skipulagsfulltrúi sótti fundinn sem haldinn var 17. janúar sl. Þar var fylgt eftir umsögn Hveragerðisbæjar um þingsályktun um húsnæðisstefnu sem samþykkt var í bæjarráði 7. desember 2023 og send velferðarnefnd Alþingis 11. desember 2023.

3.Bréf frá Innviðaráðuneyti frá 9. janúar 2024

2401044

Í bréfinu er fjallað um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Reykjavíkuborgar gegn íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og heildarendurskoðun laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Bergrisanum bs. frá 12. janúar 2024

2401047

Lagt fyrir bréf frá Bergrisanum bs. þar sem bent er á að að hægt sé að sækja um styrk vegna úrbóta á aðgengi fyrir fatlað fólk vegna ársins 2024.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra velferðarsviðs og fasteignafulltrúa Hveragerðisbæjar.

5.Bréf frá Íþróttafélaginu Hamri frá 2. janúar 2024

2401048

Lagt fyrir bréf frá Íþróttafélaginu Hamri vegna þorrablóts 2024 í íþróttahúsinu í Hveragerði.
Bæjarráð fagnar framtakinu og samþykkir afnot af íþróttahúsinu í Hveragerði fyrir þorrablót Íþróttafélagsins Hamars 2024 þann 10. febrúar 2024.

6.Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi -Þorrablót í Hveragerði

2401049

Með bréfi dags. 15. janúar 2024 óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Tónræktarinnar ehf., kt. 610404-2780, Dynskógum 18, Hveragerði, um tækifærisleyfi-tímabundið áfengisleyfi fyrir þorrablót Hamars.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.

7.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2401007

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í Barnaskólanum í Reykjavík vorið 2024.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir vorönn 2024 samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

8.Þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Listasafns Árnesinga 2024-2026

2401043

Lögð fyrir drög að samningi Hveragerðisbæjar við Listasafn Árnesinga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

9.Ræstingar hjá Hveragerðisbæ

2312247

Lagt fyrir minnisblað bæjarstjóra Hveragerðisbæjar um ræstingar hjá stofnunum Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Nacu ehf.

10.Samkomulag um lok á leigu - Sunnumörk 2

2401008

Lagt fyrir samkomulag um lok leigu vegna leigusamnings um Sunnumörk 2 í Hveragerði, dags. 28. desember 2023.
Þegar Pósturinn sagði upp samningi við Þjónustumiðstöðina sl. vor, voru forsendur rekstrar þjónustumiðstöðvar í þeirri mynd sem var í Sunnumörkinni brostnar, en Pósturinn hafði greitt Hveragerðisbæ 800 þúsund krónur á mánuði fyrir aðstöðuna og þjónustuna.

Reitir eru eigendur húsnæðisins í Sunnumörkinni. Hveragerðisbær hefur greitt í leigu og hússjóð rúmlega 450 þúsund krónur á mánuði en Hveragerðisbær samdi á sínum tíma um að leigja húsnæðið af Reitum til ársins 2029 og var sá samningur óuppsegjanlegur.

Kostnaður af leigu Hveragerðisbæjar á húsnæðinu var því orðinn mjög mikill þegar ekki lengur naut við leigu póstsins og styrkjanna frá SASS og Ferðamálastofu.

Eftir samningaviðræður við Reiti tókust samningar um að Hveragerðisbær gæti sagt upp leigusamningnum við Reiti fimm árum fyrr eða í byrjun þessa árs og sparað með því um 35 milljónir kr. Hveragerðisbær er þakklátur Reitum fyrir skilninginn og að koma til móts við bæinn með því að ljúka samningnum.

Í breytingum felast gjarnan tækifæri og er nú fyrirhuguð tímabær uppbygging á hjarta Hveragerðis, Hveragarðinum. Stefnt er að því að þjónustumiðstöðin muni vera þar þegar fram líða stundir. Þar til af því verður mun þjónustumiðstöðin verða staðsett við Breiðumörk 21. Mun það án efa efla mannlífið við aðalgötu bæjarins. Við þessar breytingar er starfsfólki þökkuð skjót viðbrögð, jákvætt hugarfar og lausnamiðun í starfi. Það eru spennandi tímar framundan í ferðaþjónustu Hveragerðisbæjar.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

11.Beiðni um upplýsingar um fjölda barna á biðlista eftir leikskólaplássi í Hveragerði

2401056

Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa D-lista um fjölda barna á biðlista eftir leikskólaplássi í Hveragerði.
Á bæjarstjórnarfundi þann 11. janúar 2024 var samþykkt húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar. Í henni kom fram að börn á biðlista eftir leikskólaplássi séu 43. Staðan nú í dag eru 47 börn 12 mánaða og eldri. Ef teknar eru saman allar umsóknir, umfram þann aldur sem Hveragerðisbær leggur upp með að veita leikskólapláss, eru umsóknirnar 78. Þess ber að geta að nú er samningagerð á lokametrum vegna stækkunar leikskólans Óskalands og munu þeir samningar vera lagðir fyrir bæjarráð þann 1. febrúar næstkomandi.

12.Áætlun um innleiðingu á stefnu Hveragerðisbæjar

2401050

Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi frá KPMG ásamt menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa Hveragerðisbæjar og kynntu stefnu Hveragerðisbæjar 2023-2028.
Bæjarráð samþykkir að fresta kynningu frá KPMG til næsta fundar bæjarráðs 1. febrúar 2024.

13.Verkfundagerð - Breiðamörk frá 10. janúar 2024

Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Getum við bætt efni síðunnar?