Fara í efni

Bæjarráð

827. fundur 04. janúar 2024 kl. 08:00 - 08:58 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir Bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi, Breiðamörk 25, gistileyfi í flokki II

2312230

Með bréfi dags. 21. desember 2023 óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Snæs veitinga ehf., kt. 640620-2260, Frakkastíg 12a, 101 Reykjavík, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II. Tegund: C - minna gistiheimili, að Breiðumörk 25, fasteignanúmer: 224-7020, rýmisnúmer: 01-0201.
Bæjarráð fagnar framkominni umsókn um rekstur gististaðar í Hveragerði. Rekstur gististaðar á svæðinu er í samræmi við aðalskipulag Hveragerðisbæjar og í samræmi við skilgreiningu miðsvæðis í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Einnig liggja fyrir samþykktar teikningar af gistiþjónustu í húsnæðinu frá árinu 2017. Hveragerðisbær mælir því með veitingu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II Tegund: C - minna gistiheimili, að Breiðumörk 25.

2.Ný kostnaðarskipting sveitarfélaga 2024 vegna nýs kjarasamnings tónlistarskólakennara

2312237

Í bréfi dags. 22. desember 2023 frá Tónlistarskóla Árnesinga er að finna nýja kostnaðarskiptingu sveitarfélaga frá og með janúar 2024. m.v. nýjan kjarasamning við tónlistarskólakennara sem undirritaður var 14. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Rannsóknir á lífríki Varmár vegna fráveitu skólps frá Hveragerði

2312239

Í bréfi Hafrannsóknastofnunar, dags. 4. desember 2023, er lögð fram áætlun um rannsóknir á efnabúskap og lífríki í Varmá auk kostnaðaráætlunar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áætlunina og þann kostnað sem henni fylgir. Áætlunin er í samræmi við samning Hveragerðisbæjar við Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar vegna skólpmengunar í ánni sem var samþykktur á fundi bæjarstjórnar 29. nóvember 2023 og þeirra úrbóta sem Hveragerðisbær hyggst grípa til í fráveitumálum bæjarins.

4.Umsókn um styrk til Sigurhæða, frestað á fundi bæjarráðs þann 2. nóvember 2023

2310128

Á fundi bæjarráðs þann 2. nóvember 2023 var samþykkt að fresta afgreiðslu á styrk til Sigurhæða þar til ljóst væri hvort Sigurhæðir fengju framlag frá Sóknaráætlun Suðurlands. Samkvæmt fundargerð stjórnar SASS, dags. 8. desember 2023, samþykkti stjórn SASS að Sigurhæðir fengi framlag frá Sóknaráætlun Suðurlands.
Bæjarráð fagnar góðu starfi Sigurhæða og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umbeðna fjárhæð í styrk kr. 1.345.437,-

5.Beiðni um niðurgreiðslu á tónlistarnámi utan bæjarfélags, frestað á fundi bæjarráðs þann 21. desember 2023

2312179

Á fundi bæjarráðs þann 21. desember 2023 var samþykkt að fresta afgreiðslu á beiðni um niðurgreiðslu á tónlistarnámi utan bæjarfélags.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

6.Áskorun til Hveragerðisbæjar

2312240

Í áskoruninni er skorað á bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að sjá til þess að Veitur hætti alfarið útblæstri borholu sinnar við Klettahlíð.
Bæjarráð samþykkir að framsenda erindið til Veitna og óska svara við þeim athugasemdum sem fram koma í áskoruninni.

7.Ræstingar stofnana Hveragerðisbæjar

2312247

Lagt fram bréf frá Dögum hf., dags. 14. desember 2023, um mögulega framlengingu á samningi um ræstingar hjá Hveragerðisbæ og minnisblað bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, dags. 29. desember 2023, um ræstingar hjá stofnunum Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og að niðurstaða verði kynnt á næsta fundi bæjarráðs þann 18. janúar 2024.

8.Tillaga að tekjuviðmiði vegna afsláttar af fasteignagjöldum til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2024.

2312231

Lögð fram tillaga vegna viðmiðunartekna vð útreikning tekjutengds afsláttar fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2024 (tekjur ársins 2023).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðmiðunartekjur vegna tekjutengds afsláttar fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2024 hækki um 2,47% frá tölum ársins 2023. Er það sama hækkun og greiðslur frá Tryggingastofnun hafa hækkað á milli áranna.

9.Samningur um rekstur umdæmisráðs Landsbyggða

2312233

Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs Landsbyggða 2024
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

10.Umsókn um þátttöku í samstarfsverkefni um bætt vinnumhverfi leikskóla

2312207

Lögð fram umsókn um þátttöku í verkefni um bætt vinnumhverfi leikskóla. Verkefnið hefur það að markmiði að meta áhættuþætti í vinnuumhverfi starfsfólks leik- og grunnskóla. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðu Vinnueftirlitsins:

https://vinnueftirlitid.is/thjonusta/frettir/oskad-er-eftir-leik-og-grunnskolum-til-thatttoku-i-samstarfsverkefni-um-vinnuumhverfi
Lagt fram til kynningar.

11.Beiðni um forgang fyrir barn starfsmanns í leikskóla

2312219

Lögð fram beiðni leikskólastjóra um forgang barns starfsmanns leikskólans af biðlista frá og með síðustu áramótum.
Vegna aðstæðna, m.a. neyðarástands sem skapast hefur í málefnum barna úr Grindavík og mönnunarvanda leikskólanna á undanförnum misserum, samþykkir bæjarráð erindið. Undirbúningur er nú hafinn að endurskoðun á reglum um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar.

12.Fundargerð Héraðsskjalasafns Árnesinga frá 10. nóvember 2023

2311389

Lagður fram að nýju 1. liður í fundargerð Héraðsskjalasafns Árnesinga frá 10. nóvember 2023 til afgreiðslu er varðar húsaleigusamning Héraðsskjalasafns Árnesinga við Sveitarfélagið Árborg. Húsaleigusamningurinn var afgreiddur í bæjarráði 21. desember 2023 og í bæjarstjórn 28. desember 2023 þar sem ranglega kom fram í bókun fundanna að hann væri milli Héraðsnefndar Árnesinga og Sveitarfélagsins Árborgar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að húsaleigusamningur milli Héraðsskjalasafns Árnesinga og Sveitarfélagsins Árborgar verði samþykktur.

13.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 28. desember 2023

2312242

Fundargerðin samþykkt.

14.Fundargerð - Samband Íslenskra sveitarfélaga frá 15. desember 2023

2312235

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð SASS frá 8. desember 2023

2312234

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Hveragerðisbæjar tekur undir bókun stjórnar SASS í 2. lið fundargerðar um að brýnt sé að styrkja bráðaviðbragð sjúkraflutninga með viðveru sjúkraþyrlu á Suðurlandi.

Bæjarráð fagnar þeim áformum sem fram koma í c-lið 5. liðar um stækkun húsnæðis Fjölbrautaskóla Suðurlands. Einnig tekur bæjarráð undir sjónarmið um mikilvægi þess að heimavist verði áfram starfrækt við skólann.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:58.

Getum við bætt efni síðunnar?