Fara í efni

Bæjarráð

644. fundur 21. janúar 2016 kl. 17:00 - 18:07 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Velferðarráðuneyti frá 19. janúar 2016

1601032

Í bréfinu er tilkynnt að úrskurðar- og kærunefndir sem starfað hafa á málefnasviði velferðarráðuneytisins hafa verið sameinaðar í eina nefnd, þ.e. Úrskurðarnefnd velferðarmála.
Lagt fram til kynningar.

2.Mennta- og menningarmálaráðuneyti frá 30. des 2015

1601033

Í bréfinu er rætt um eftirfylgni með úttekt á Grunnskólanum í Hveragerði sem gerð var í apríl 2013.
Lagt fram til kynningar.

3.Mennta- og menningarmálaráðuneyti frá 30. des 2015

1601034

Í bréfinu er rætt um úttekt á starfsemi Leikskólans Óskalands sem gerð var í nóvember 2014. Óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um framkvæmd umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun leikskólans.
Umbeðnar upplýsingar hafa þegar verið sendar af leikskólastjóra.

4.Ferðamálastofu frá 18. janúar 2016

1601029

Í bréfinu er rætt um breytingar á starfsreglum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða varðandi úthlutun styrkja úr sjóðnum en mótframlag styrkhafa miðast nú við 20% af heildarkostnaði.
Lagt fram til kynningar.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga frá 8. janúar 2016

1601019

Í bréfinu er rætt um vinnu vegna samræmingar á afmörkun lóða innan sveitarfélaga þar sem er að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækja.
Jafnframt er óskað eftir athugasemdum og ábendingum sveitarfélaga ef einhverjar eru á nálgun Sambandsins á málinu.
Lagt fram til kynningar.

6.First ehf frá 18. janúar 2016

1601030

Í bréfinu óskar First ehf eftir framlengingu á forgangi til kaupa eða leigu á landi í Ölfusdal en Hveragerðisbær hefur áður veitt félaginu forgang til 23. janúar 2016.
Bæjarráð samþykkir að félagið fái forgang til 20. apríl 2016.

7.Sýslumaður Suðurlands frá 19. janúar 2016

1601031

Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar frá Þvottahúsi Grundar og Áss ehf um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II í Bláskógum 5.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að sýslumaður veiti umrætt leyfi.

8.SASS frá 19. jan 2016

1601028

Í bréfinu er boðað til fundar með forsvarsmönnum Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og starfshóps um Ísland-ljóstengt sem haldinn verður 26. janúar 2016.
Lagt fram til kynningar en Hveragerðisbær hefur þegar tengst ljósleiðara og ljósneti.

9.Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 11. janúar 2016

1601020

Í bréfinu er kynnt samþykkt sem gerð var á stjórnarfundi SSH 11. janúar 2016 vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1195, með síðari breytingum (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði).
Lagt fram til kynningar en bæjarráð vísar um leið í fyrri umsögn sína um málið.

10.Umsókn um þátttöku í akstri frá 9. desember 2015

1601035

Í bréfinu er óskað eftir því að Hveragerðisbær greiði kostnað vegna ferða milli Hveragerðis og Reykjavíkur vegna grunnskólanema sem sækir nám í Reykjavík með heimild Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu sinnar frá 5. desember 2013 þar sem umrædd námsvist var samþykkt með þeirri bókun að bæjarfélagið muni ekki taka þátt í akstri sem af skólavistinni hlytist.

11.Lóðarumsókn, Heiðmörk 49

1601036

Þröstur Stefánsson kt 140456-4039 sækir um lóðina Heiðmörk 49.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Þresti Stefánssyni lóðinni Heiðmörk 49 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

12.Tillaga að viðmiðunartekjum v/tekjutengds afsláttar fasteignaskatts og holræsagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega.

1601037

Tillaga að viðmiðunartekjum vegna tekjutengds afsláttar fasteignaskatts og holræsagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega árið 2016.


Niðurfelling gjalda gildir einungis vegna þess húsnæðis sem viðkomandi býr sannanlega í.




Tekjur eru bæði launatekjur og fjármagnstekjur ársins 2015.





Lagt er til að viðmiðunartekjur hækki milli ára um 9,7% sem er í samræmi við hækkun bóta Tryggingastofnunar ríkisins.


Einstaklingar:




Tekjur að ---
niðurfelling


2.575.000 ---
100%


3.006.000 ---
75%


3.434.000 ---
50%


3.864.000 ---
25%






Hjón og sambúðarfólk




Tekjur að ---
niðurfelling


3.872.000 ---
100%


4.457.000 ---
75%


5.047.000 ---
50%


5.635.000 ---
25%


Bæjarráð samþykkir viðmiðunartekjurnar.

13.Vinnuvernd - ársskýrsla fjarvista 2015

1601022

Lögð fram ársskýrsla frá Vinnuvernd vegna veikindafjarvista starfsmanna Hveragerðisbæjar á árinu 2015.
Lagt fram til kynningar.

14.501. fundur SASS frá 14. des 2015

1601025

Lagt fram til kynningar.

15.502. fundur SASS frá 17. des 2015

1601026

Lagt fram til kynningar.

16.503. fundur SASS frá 22. des 2015

1601027

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:07.

Getum við bætt efni síðunnar?