Fara í efni

Bæjarráð

826. fundur 21. desember 2023 kl. 08:00 - 09:16 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir Bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði formaður til breytingu á dagskrá fundarins.

Lagt var til að eitt mál yrði tekið á dagskrá sem ekki er tilgreint í dagskrá fundarins. Fundargerð Héraðsskjalasafns Árnesinga frá 10. nóvember 2023 var lögð fyrir fund bæjarráðs 7. desember 2023 til kynningar í stað til afgreiðslu. Taka þarf lið 1 í fundargerðinni fyrir að nýju og afgreiða hann sérstaklega.

Var dagskrárgerðarbreytingin samþykkt samhljóða.

1.Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 8. desember 2023

2312185

Lagður fram úrskurður frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál frá 8. desember 2023 þar sem tekin var fyrir kæra á ákvörðun Hveragerðisbæjar um synjun á aðgangi að gögnum.
Lagt fram til kynningar en niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var sú að vísa málinu frá.

2.Íslenskur ungmennafulltrúi á Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins 2024

2312198

Í bréfi frá 15. desember 2023 eru sveitarstjórnir hvattar til að vekja athygli á auglýsingu um umsóknir vegna stöðu ungmennafulltrúa á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsögn SSKS um frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum(raforkuöryggi), 348. mál, frá 12. desember 2023.

2312174

Í bréfinu er umsögn samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum (SSKS) til atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (raforkuöryggi), 348. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf til sveitarfélaga vegna fráveitumannvirkja í þéttbýli frá 29. nóvember 2023

2312177

Í bréfinu óskar Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eftir upplýsingum er varða fráveitumannvirki og að sótt verði um starfsleyfi fyrir allar fráveitur í þéttbýli.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisfulltrúa.

5.Aðalfundur Arnardrangs hses

2312187

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Arnardrangs hses. sem haldinn verður 21. desember klukkan 15-16 með fjarfundi.
Fulltrúar meirihluta samþykkja að fulltrúi Hveragerðisbæjar verði Sandra Sigurðardóttir.
Fulltrúi minnihluta situr hjá.

6.Beiðni um niðurgreiðslu á tónlistarnámi utan bæjarfélags

2312179

Í erindinu er óskað eftir niðurgreiðslu á fyrirhuguðu námi við tónlistarskóla FÍH.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.

7.Bréf frá Ástu Ingibjörgu Hallsdóttur frá 17. desember 2023

2312184

Í bréfinu er skorað á bæjarráð Hveragerðisbæjar að beita sér fyrir hraðatakmarkandi aðgerðum við Þelamörk (á milli Reykjamerkur og Grænumerkur).
Bæjarráð bendir á að unnið er að umferðaröryggisáætlun samhliða vinnu við aðalskipulag sveitarfélagsins. Hraðatakmarkanir voru teknar niður þegar byrjaði að snjóa og verða settar upp að nýju þegar snjóa leysi. Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsfulltrúa til frekari skoðunar þar sem leitað verði leiða til að minnka umferðarhraða. Bæjarráð hvetur ökumenn til að virða hámarkshraða.

8.Styrktarbeiðni til Bæjarráðs

2312191

Í erindinu er óskað eftir styrk fyrir vefsíðuna ferlir.is.
Bæjarráð sér sér því miður ekki fært að verða við erindinu.

9.Minnisblað frá Velferðarþjónustu Hveragerðis

2310069

Lagt fram minnisblað er varðar umsókn um leikskóladvöl.
Bæjarráð samþykkir umsókn um leikskóladvöl.

10.Þjónustusamningur vegna fráveitu

2312195

Lögð fram drög að ráðgjafasamningi við Mannvit vegna fráveitu Hveragerðis.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

11.Fundargerð Héraðsskjalasafns Árnesinga frá 10. nóvember 2023

2311389

Lagður fram 1. liður í fundargerð Héraðsskjalasafns Árnesinga frá 10. nóvember 2023 til afgreiðslu er varðar húsaleigusamning Héraðsskjalasafns við Sveitarfélagið Árborg. Fundargerðin var lögð fram til kynningar á fundi bæjarráðs 7. desember 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að húsaleigusamningur milli Héraðsnefndar Árnesinga og Sveitarfélagsins Árborgar verði samþykktur.

12.Verkfundagerð Breiðamörk frá 29. nóvember 2023

13.Verkfundargerð Grunnskólinn í Hveragerði 12. desember 2023

2312173

Fundargerðin samþykkt.

14.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 5. desember 2023

2312182

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 10. nóvember 2023

2312172

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. 2023

17.Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 27. október 2023.

18.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 27. nóvember 2023

19.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 4. desember 2023

2312176

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 14. desember 2023

2312181

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 11. nóvember 2023

2312200

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 12. desember 2023

2312201

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:16.

Getum við bætt efni síðunnar?