Bæjarráð
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, varaformaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Lögreglustjóranum á Suðurlandi frá 25.júlí 2017.
1707022
Í bréfinu leggur lögreglustjóri til að sérstakar almannavarnavikur verði haldnar nú á haustmánuðum í hverju seitarfélagi á Suðurlandi. Með bréfinu fylgdu drög að dagskrá og eins drög að dagsetningum en áætlað er að í Hveragerði verði almannavarnavika haldina dagana 11. til 14. september.
Bæjarráð fagnar frumkvæði lögreglustjóra og mun tryggja, eins og nauðsynlegt er, aðkomu starfsmanna bæjarins að verkefninu.
2.Bréf frá Lovísu Dögg Viggósdóttur frá 24.júlí 2017.
1707018
Lögð fram umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum frá Lovísu Dögg Viggósdóttur sem er að hefja nám í leikskólakennarafræðum (M.Ed) en hún mun hefja störf við leikskólann Óskaland nú í haust.
Bæjarráð fagnar því að starfsmenn skuli nýta sér þá styrkmöguleika sem bæjarstjórn samþykkti sem lið í að fjölga fagmenntuðum starfsmönnum leikskólanna.
Umsóknin er samþykkt.
Umsóknin er samþykkt.
3.Bréf frá Guðmundi Arnari Sigfússyni frá 12.júlí 2017.
1707021
Í bréfinu óskar bréfritari f.h. Hestamannafélagsins Ljúfs eftir að fá beitarafnot á landi Friðarstaða.
Bæjarráð samþykkir beiðnina enda mun hestamannafélagið sjá um að girðingar á svæðinu haldi þannig að hross komist ekki í skógræktarreiti sem þarna eru.
4.Bréf frá Gróu Friðgeirsdóttur frá 29.júlí 2017.
1707023
Í bréfinu óskar bréfritari eftir styrk fyrir hið árlega golfmót sem haldið er í minningu Friðgeirs Kristjánssonar þann 20. ágúst n.k.
Bæjarráð samþykkir að styrkja golfmótið um kr. 25.000.- eins og undanfarin ár.
5.Minnisblað: Reglur um leikskóla og frístundaskóla.
1707019
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 25. júlí vegna breytinga á reglum um innritun og gjöld í leikskólum og frístundaskóla Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar og ennfremur eftirfarandi viðbót:
Við 5. gr. reglna um innritu og gjöld í leikskólum bætist eftirfarandi:
Séu börn fædd sama daginn er sú umsókn framar í röðinni sem fyrr barst.
Við 5. gr. reglna um innritu og gjöld í leikskólum bætist eftirfarandi:
Séu börn fædd sama daginn er sú umsókn framar í röðinni sem fyrr barst.
6.Minnisblað: Kostnaður vegna flutnings bæjarskrifstofu.
1707020
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 25. júlí vegna kostnaðar við fyrirhugaðan flutning bæjarskrifstofu að Breiðumörk 20.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu allt að 6 mkr til búnaðarkaupa og innréttinga á nýjum bæjarskrifstofum.
Þeim kostnaði verði mætt með aukaframlagi sem nýverið barst frá Jöfnunarsjóði vegna tekna af skatti á fjármálafyrirtæki en ekki var gert ráð fyrir þeim greiðslum í fjárhagsáætlun. Nema þær um 21 mkr.
Þeim kostnaði verði mætt með aukaframlagi sem nýverið barst frá Jöfnunarsjóði vegna tekna af skatti á fjármálafyrirtæki en ekki var gert ráð fyrir þeim greiðslum í fjárhagsáætlun. Nema þær um 21 mkr.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Getum við bætt efni síðunnar?