Fara í efni

Bæjarráð

819. fundur 20. september 2023 kl. 08:00 - 09:03 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Vegna bilunar í OneCRM kerfinu var ekki hægt að lesa gögnin degi fyrir fund.

1.Bréf frá Vegagerðinni frá 14. september 2023

2309067

Í bréfinu er boðað á samráðsfund vegna endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu vegagerðarinnar.

Fundur fyrir Suðurland verður á Hótel Stracta á Hellu 4. október 2023 klukkan 13:00-16:00.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á fundinn.

2.Bréf frá Umhverfisstofnun frá 8. september 2023

2309074

Í bréfinu er svar Umhverfisstofnunar við bréfi frá Veiðifélagi Varmár og Þorleifslækjar frá 17. ágúst s.l.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2309075

Bryndís Eva Sigurðardóttir starfsmaður á leikskólanum Undralandi óskar eftir styrk vegna leikskólakennaranáms B.Ed.
Samkvæmt 2. gr. í reglum um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hveragerði kemur fram að umsækjandi skuli eiga lögheimili í Hveragerði. Þar sem umsækjandi á ekki lögheimili í Hveragerði sér bæjarráð sér ekki fært að samþykkja umsóknina að svo stöddu en óskar eftir nánari rökstuðningi fyrir næsta fund bæjarráðs og verður málið þá tekið fyrir að nýju.

4.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2309069

Ester Lóa Guðmundsdóttir starfsmaður á leikskólanum Undralandi óskar eftir styrk vegna leikskólakennaranáms B.Ed.
Bæjarráð samþykkir styrkinn í samræmi við reglur um styrk vegna náms í leikskólakennarafæðum.

5.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2309003

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í Barnaskólanum á Eyrabakka og Stokkseyri skólaárið 2023-2024. Um endurnýjun á umsókn er að ræða.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir skólaárið 2023-2024 samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun - stuðningsúrræði Bungubrekka

2309071

Forstöðumaður frístundamála óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun á launaliði að upphæð kr. 1.600.000.- vegna stuðnings og þjónustu við fatlað barn.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur. Fjárhæðin fari af lykli 21010-9980 Til síðari ráðstöfunar.

7.Verkfundargerð Leikskólinn Óskaland - jarðvegsvinna frá 7. september 2023

2309070

Fundargerðin samþykkt.

8.Verkfundargerð Grunnskólinn í Hveragerði 12. september 2023

2309066

Fundargerðin samþykkt.
Bæjarráð hvetur foreldra og forráðamenn til að nota sleppistæði við Fljótsmörk sérstaklega í ljósi framkvæmda á svæðinu.

9.Fundargerð Samband Íslenskra sveitarfélaga frá 8. september 2023

2309068

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 5. september 2023

2309065

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 11. september 2023

2309072

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Vegna liðar 3c. "Vöktun fráveitu Hveragerðisbæjar og takmörkun á aðgengi útivistarsvæðis" vill bæjarráð koma því á framfæri að bæjarstjóri og umhverfisfulltrúi áttu gagnlegan fund með starfsmönnum og stjórn HSL þann 14. ágúst s.l. Eins og fram hefur komið í samskiptum við HSL eru umbeðin gögn í vinnslu og verða afhent um leið og þau eru tilbúin. Bæjaryfirvöld leggja áherslu á að leysa fráveitumál bæjarins með farsælum hætti í góðri samvinnu við HSL.

12.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesþinga 13. september 2023

2309064

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:03.

Getum við bætt efni síðunnar?